Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gerðar
Bóndinn 31. maí 2022

Gerðar

Stefán og Silja tóku formlega við búrekstrinum að Gerðum í fyrra af foreldrum Stefáns, þeim Geir Ágústssyni og Margréti Stefánsdóttur, en undangengin ár hafa fjölskyldurnar staðið sameiginlega að búskapnum.

Býli:  Gerðar.

Staðsett í sveit: Flóahreppi í Árnes­sýslu, áður Gaulverja­bæjarhreppi.

Ábúendur: Stefán Geirsson og Silja Rún Kjartansdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við hjónin ásamt fimm dætrum; Melkorku Álfdísi, 15 ára, Margréti Lóu, 12 ára, Kristjönu Ársól, 11 ára, Ásgerði Sögu, 9 ára og Elsu Björk á fyrsta ári. Tveir kettir eru hér til heimilis, Táta og Lykill.

Stærð jarðar? Gerðar ásamt Syðra-Velli 2 og Galtastöðum eru um 400 hektarar.

Gerð bús? Kúabú með nautaeldi.

Fjöldi búfjár og tegundir? 80 kýr, þar af 7 holdakýr, 85 kvígur í uppvexti og 101 naut. 20 sauðfjár, 8 hross og nokkrar hænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagurinn hefst á fjósverkum og öðrum gegningum. Síðan er unnið að öðrum búverkum sem eftir lifir dags með tilliti til veðurs og árstíðar.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Okkur þykja allflest verk skemmtileg en sum störf eru þó meira ergjandi en önnur, eins og til dæmis að berjast við ágang álfta í ræktarlönd sem er okkur ofarlega í huga þessa dagana.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við sjáum í fljótu bragði ekki fyrir okkur miklar breytingar en vonandi höfum við tök á að efla reksturinn á flesta lund.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Eins og staðan er í dag teljum við að mikil tækifæri séu til staðar á nær öllum sviðum íslenskrar búvöruframleiðslu ef vel er staðið að málum.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, smjör, skyr og pítusósa.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillaðir hamborgarar eru alltaf jafn vinsælir.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Í seinni tíð er það sennilega gangsetning mjaltaþjóns í fjósinu nýverið.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...