Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Talið er að 30% alisvína í Evrópu séu sýkt í öndunarvegi vegna víruss sem fyrst varð vart í Bandaríkjum Norður-Ameríku á miðjum níunda áratug síðustu aldar.
Talið er að 30% alisvína í Evrópu séu sýkt í öndunarvegi vegna víruss sem fyrst varð vart í Bandaríkjum Norður-Ameríku á miðjum níunda áratug síðustu aldar.
Fréttir 14. september 2018

Gera svín ónæm fyrir alvarlegum PRRS vírussjúkdómi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vísindamönnum í Skotlandi hefur tekist með hjálp erfðatækninnar að gera svín ónæm fyrir alvar­legum vírussjúkdómi sem veldur bændum og svínakjöts­framleiðendum í Evrópu og víðar milljarða tjóni á ári.

Vírusinn sem um ræðir leggst á öndunarfæri svína og kallast á ensku „porcine reproductive and respiratory syndrome“, eða PRRS. Sýkt svín eru ekki hættuleg til neyslu en vírusinn veldur öndunarörðugleikum, grísadauða og fósturmissi hjá gyltum.

Þriðjungur svína sýkt

Til þessa hefur engin lækning verið við sjúkdómnum og þrátt fyrir varnaraðgerðir til að hefta útbreiðslu hans er talið að um 30% eldissvína í Evrópu séu að jafnaði smituð.

Samkvæmt því sem segir í fréttum um áfangann náðist ónæmið með því að fjarlægja þann hluta erfðaefnis svínanna sem var veikt fyrir PRRS sýkingunni. Í tilraunum þar sem svín sem erfðaefnið hafði verið fjarlægt úr voru hýst með sýktu svínunum sýndi engin merki um sýkingu. Svo virðist að það að hafa fjarlægt hluta erfðaefnisins hafi ekki haft nein önnur áhrif á svínin en að gera þau ónæm fyrir PRRS.

Þrátt fyrir að ekki sé enn ljóst hvort erfðabreytingin falli undir lög sem banna eldi á erfðabreyttum gripum í Evrópu til manneldis eru vonir enn bundnar við að áfanginn eigi í framtíðinni eftir að hafa mikil áhrif til aukinnar dýravelferðar og eigi ekki síst eftir að spara svínakjötsframleiðendum háar fjárhæðir vegna betra heilsufars dýranna.

Vonast er til að áfanginn sé skref í þá átt að draga úr notkun á sýklalyfjum í landbúnaði enda PRRS einungis einn af mörgum alidýrasjúkdómum sem talið er að koma megi í veg fyrir með erfðatækni.

Lagaflækjur

Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu sem fjármagnaði rannsóknirnar, Genus Pic, segir að nú sé verið að skoða lagalega hliðina á því að setja kjöt af svínunum á markað. Fastlega er gert ráð fyrir að það muni gerast fyrst í Bandaríkjunum Norður-Ameríku þar sem lög um erfðabreytingar eru ekki eins strangar og í Evrópu.

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala
Fréttir 28. mars 2023

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala

Á aðalfundi Landbúnaðarklasans 9. mars var samþykkt að starfsemi hans yrði lögð ...

Blóðsjúgandi mítill fannst á villtum fugli
Fréttir 27. mars 2023

Blóðsjúgandi mítill fannst á villtum fugli

Fyrir skömmu greindist blóðsjúgandi mítill á smyrli sem fannst nær dauða en lífi...

Páskaútgáfa Bændablaðsins
Fréttir 27. mars 2023

Páskaútgáfa Bændablaðsins

Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 4. apríl, á þriðjudegi.

„Íslenskt lambakjöt“ fær upprunavottun
Fréttir 27. mars 2023

„Íslenskt lambakjöt“ fær upprunavottun

Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt umsókn Icelandic lamb um að vörumerkið „Ís...

Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...