Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gargandi hræsni
Skoðun 1. febrúar 2019

Gargandi hræsni

Höfundur: Hörðue Kristjánsson

Hugtakið að vera umhverfisvænn hefur verið gott og gilt í íslensku máli. Það er þó óðum að verða að útjaskaðri klisju sem sjálfhverfir framagosar nota á tyllidögum til að þykjast standa öðrum framar í væntumþykju um náttúruna.

Lýsti hræsni loftslagsumræðunnar sér berlega á efnahagsráðstefnu World Economic Forum sem haldin var í skíðabænum Davos í Sviss nýverið þar sem loftslagsmál voru í brennidepli. Þar komu allir helstu efnahags- og loftslagspostular heimsins saman og dugði ekkert minna en 1.500 reykspúandi einkaþotur til að flytja flottustu höfðingjana á þennan viðburð.

Að sögn breska blaðsins The Guardian sló þessi ferðamáti umhverfisvænna loftslagspostula nú öll met og voru þoturnar bæði stærri og flottari en áður hefur sést á slíkum ráðstefnum. Á ráðstefnu World Economic Forum á síðasta ári mættu þessir siðapostular „aðeins“ á 1.300 þotum til ráðstefnunnar. Samt segjast talsmenn ráðstefnunnar hafa mælst til þess að fulltrúar nýttu sér almennt farþegaflug eða sameinuðust allavega um þotur eins og kostur væri.

Í þessum ranni hljóma viðvaranir hins virta náttúruunnanda David Attenborugh um loftslagsmál ansi hjákátlega, en afar vinsælt hefur verið að flagga honum á slíkum ráðstefnum að undanförnu. Er þetta farið að minna meira á trúðasamkomur en alvöru umræður um mikilvægan málaflokk.
Flestir einkaþotufulltrúar og viðskipta­vinir einkaþotuþjónustu Air Charter Service á slíkum ráðstefnum undanfarin fimm ár hafa að sögn Guardian komið frá Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Rússlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Svipað virðist vera upp á teningnum þegar kemur að sorp- og skolpumræðunni á Íslandi þótt hún sé eins og litli ljóti andarunginn við hliðina á öllum orðaflaumnum um gróðurhúsaáhrif og loftslagsmál.

Sorpeyðing er og hefur nánast verið bannorð í umræðu þeirra sem ráðið hafa ferðinni í þeim málaflokki á Íslandi í fjölmörg ár. Vegna slæmrar reynslu af fúski við brennslu á sorpi á liðnum árum  var tekin upp sú stefna að hætta brennslu og urða sorp þess í stað víða á landinu. Þannig hefur sorp verið flutt á milli landsfjórðunga til urðunar í landi Reykjavíkur í Álfsnesi.  Þetta hefur verið gert þrátt fyrir áralanga vitneskju um að senn komi að því að urðun á sorpi verði bönnuð um gervalla Evrópu.  Á sama tíma hefur þótt sæmandi að senda illa flokkuð úrgangsefni úr sorpi Íslendinga til brennslu í Svíþjóð og hvítþvo þannig hendur íslenskra ráðamanna af loftmengun vegna sorpbrennslu. Nú er verið að loka á sorpurðun Sunnlendinga í Álfsnesi og þá virðist eina úrræðið að flytja það með reykspúandi skipum alla leið til Svíþjóðar í brennslu.

Undanfarin ár hafa menn leitt hjá sér að finna almennilega lausn á sorpeyðingu Íslendinga vegna þvergirðingsháttar þeirra sem ráða ferðinni. Er í raun furðulegt að ekki hafi verið leitað í smiðju Svía sem hafa lengsta og besta reynslu í þessum málum. Lausnirnar hafa verið til í langan tíma svo engin haldbær afsökun er fyrir aðgerðarleysinu er til í málinu.

Sama á við varðandi skólpmál Íslendinga sem er annar stórskandall. Hér er skólpi dælt út í sjó, mislangt frá strönd um allt land og að mestu óhreinsað. Þannig er það m.a. frá mesta þéttbýli landsins á höfuðborgarsvæðinu sem er til háborinnar skammar. Þar þýðir ekki heldur að fela sig á bak við kjaftavaðal um að kanna þurfi leiðir til úrlausnar. Tæknin er til og hefur verið lengi. 

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...

Sala á 3.357 ærgildum
Fréttir 5. desember 2023

Sala á 3.357 ærgildum

Á innlausnarmarkaði með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, bár...

Sæðingar verða niðurgreiddar
Fréttir 5. desember 2023

Sæðingar verða niðurgreiddar

Sæðingar verða niðurgreiddar til að innleiða verndandi arfgerðir gegn riðu.

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.