Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Güldner – þýsk eðalvél frá því fyrir tíma koltvísýringsmælinga
Á faglegum nótum 8. desember 2015

Güldner – þýsk eðalvél frá því fyrir tíma koltvísýringsmælinga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þýskar vélar þóttu lengi með þeim bestu í heimi, traustar og áreiðanlegar. Wolkswagen-hneykslið fyrr á þessu ári hefur reyndar dregið verulega úr tiltrú margra á þýskri tækni.

Árið 1904 stofnuðu þjóðverjarnir Hugo Güldner og Carl von Linde fyrirtæki sem fékk nafnið Güldner-Motoren – Gesellschaft mbH og ætlað var að smíða dísilvélar. Reksturinn gekk þokkalega og á fyrstu árum fyrirtækisins smíðaði það dísilvélar af ýmsum stærðum. Allt frá fáeinum hestöflum upp í 500 hestöfl.

Á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar framleiddi fyrirtækið aðallega mótora í flugvélar þýska flughersins.

Fyrsti traktorinn 1938

Fyrsta dráttarvélin sem bar heitið Güldner var kynnt 1938 og sett á markað 1940. Traktorinn var með lítilli eins strokka vél, vatnskældur og 20 hestöfl og ekki ósvipaður dráttarvélum sem aðrir þýskir framleiðendur eins og Fahr framleiddu á sama tíma. Týpan kallaðist A20 og þótti einföld og þægileg í notkun.

Reyndar var eitt af aðalsmerkjum Güldner að fyrirtækið átti strax frá upphafi gott samstarf við aðra þýska vélaframleiðendur og hannaði ýmsar tæknilausnir í samvinnu við þau.

Fyrirtækið smíðaði mótora fyrir Fahr á fyrstu árum seinni heimsstyrjaldarinnar en verksmiðjur Güldner voru jafnaðar við jörðu í loftárásum á Þýskaland þegar leið á stríðið.

Risið úr rústum

Eftir að styrjöldinni lauk reis Güldner-dráttar­véla­fram­leiðandinn úr rústunum eins og fuglinn Fönix úr öskunni. Árið 1948 hóf það hönnun á nýjum traktor sem kom á markað 1951 og kallaðist AF15.

F-ið í nafninu stóð fyrir Four Speed eða fjórir gírar. Traktorinn var með háu og lágu drifi og 16 hestafla fjögurra strokka dísilvél.

Breytingar hjá Güldner voru tíðar á þessum tíma. Árið 1953 var ADN-týpan sett á markað. Tveggja strokka og 16 hestöfl sem frá 1959 var fáanleg fimm gíra. Í kjölfarið fylgdu týpur sem fengu nöfn eins og AZK og ABN.

Fram til þessa höfðu allar dráttarvélar frá Güldner verið grænar að lit en árið 1959 kom A2B-týpan á markað sem var rauð og fjórum árum seinna A3K sem líka var rauð. Báðar þessar týpur voru 25 hestöfl. Litaskiptin voru vísbending um eigendaskipti á fyrirtækinu.

Framleiddir til 1969

Í lok sjötta áratugarins smíðaði Güldner alla mótora fyrir dráttarvélaframleiðandann Farh og fór svo að lokum að Fahr yfirtók fyrirtækið árið 1962. Síðustu traktor­arnir sem var framleiddir voru undir vörumerki Güldner kölluðust G30, G35, G40. Framleiðslu þeirra var hætt 1969.

Varahlutir voru fáanlegir til 1989 þegar Güldner hvarf alfarið af sjónarsviðinu nema sem fornmunur eftir samrunna Fahr og Deutz.

Frá upphafi til endaloka voru framleiddir um 100.000 dráttarvélar undir heiti Güldner.

Skylt efni: Güldner | Gamli traktorinn

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...