Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fyrsta tilfelli grenibarkarbjöllu
Fréttir 8. febrúar 2019

Fyrsta tilfelli grenibarkarbjöllu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrsta alvarlega tilfelli greni­barkarbjöllu var staðfest í Kent í Englandi fyrir skömmu.

Skógfræðingar á Bretlands­eyjum segja að skaðinn sem grenibarkarbjallan geti valdið nái hún fótfestu í landinu sé mun meiri en áhrif útgöngu Evrópusambandsins verði nokkurn tíma. Talið er að grenibarkarbjalla, Ips typographus, geti valdið talsverðum skaða í skógrækt á Bretlandseyjum takist ekki að hefta útbreiðslu hennar. Áætlað er að skaði vegna bjöllunnar í Svíþjóð og Noregi síðustu hálfa öldina eða svo nemi um níu milljón rúmmetrum af timbri.

Grenibarkarbjöllur eru 4 til 5 millimetrar að lengd og brúnar eða svartar á litinn. Lirfa bjöllunnar er hvít og eftir að hún umbreytist í fullorðið dýr veldur hún trjánum skaða með því að naga viðinn eftir að hún klekst úr eggi. Auk þess sem sveppasýking fylgir iðulega í kjölfarið.

Yfirvöld skógarmála á Bretlandseyjum hafa sívaxandi áhyggjur af því að sífellt fleiri tegundum meindýra og sjúkdóma eru að berast til landsins og eykst fjöldi þeirra á hverju ári og tíu nýjar plöntuóværur skráðar á mánuði.

Skógfræðingar á Bretlandseyjum segjast sérlega áhyggjufullir yfir þeim skaða sem bjöllurnar geta valdið sitkagreni, en um 29% skóga landsins eru vaxnir sitkagreni. Auk þess sem sitka er helsta nytjatré landsins þegar kemur að viðarframleiðslu.

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi  en ætlar ekki að nýta það í ár
Fréttir 24. nóvember 2021

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi en ætlar ekki að nýta það í ár

Á tveimur sauðfjárbúum hefur nú í haust verið slátrað samkvæmt nýlegri reglugerð...