Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fyrsta tilfelli grenibarkarbjöllu
Fréttir 8. febrúar 2019

Fyrsta tilfelli grenibarkarbjöllu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrsta alvarlega tilfelli greni­barkarbjöllu var staðfest í Kent í Englandi fyrir skömmu.

Skógfræðingar á Bretlands­eyjum segja að skaðinn sem grenibarkarbjallan geti valdið nái hún fótfestu í landinu sé mun meiri en áhrif útgöngu Evrópusambandsins verði nokkurn tíma. Talið er að grenibarkarbjalla, Ips typographus, geti valdið talsverðum skaða í skógrækt á Bretlandseyjum takist ekki að hefta útbreiðslu hennar. Áætlað er að skaði vegna bjöllunnar í Svíþjóð og Noregi síðustu hálfa öldina eða svo nemi um níu milljón rúmmetrum af timbri.

Grenibarkarbjöllur eru 4 til 5 millimetrar að lengd og brúnar eða svartar á litinn. Lirfa bjöllunnar er hvít og eftir að hún umbreytist í fullorðið dýr veldur hún trjánum skaða með því að naga viðinn eftir að hún klekst úr eggi. Auk þess sem sveppasýking fylgir iðulega í kjölfarið.

Yfirvöld skógarmála á Bretlandseyjum hafa sívaxandi áhyggjur af því að sífellt fleiri tegundum meindýra og sjúkdóma eru að berast til landsins og eykst fjöldi þeirra á hverju ári og tíu nýjar plöntuóværur skráðar á mánuði.

Skógfræðingar á Bretlandseyjum segjast sérlega áhyggjufullir yfir þeim skaða sem bjöllurnar geta valdið sitkagreni, en um 29% skóga landsins eru vaxnir sitkagreni. Auk þess sem sitka er helsta nytjatré landsins þegar kemur að viðarframleiðslu.

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...