Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fyrsta tilfelli grenibarkarbjöllu
Fréttir 8. febrúar 2019

Fyrsta tilfelli grenibarkarbjöllu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrsta alvarlega tilfelli greni­barkarbjöllu var staðfest í Kent í Englandi fyrir skömmu.

Skógfræðingar á Bretlands­eyjum segja að skaðinn sem grenibarkarbjallan geti valdið nái hún fótfestu í landinu sé mun meiri en áhrif útgöngu Evrópusambandsins verði nokkurn tíma. Talið er að grenibarkarbjalla, Ips typographus, geti valdið talsverðum skaða í skógrækt á Bretlandseyjum takist ekki að hefta útbreiðslu hennar. Áætlað er að skaði vegna bjöllunnar í Svíþjóð og Noregi síðustu hálfa öldina eða svo nemi um níu milljón rúmmetrum af timbri.

Grenibarkarbjöllur eru 4 til 5 millimetrar að lengd og brúnar eða svartar á litinn. Lirfa bjöllunnar er hvít og eftir að hún umbreytist í fullorðið dýr veldur hún trjánum skaða með því að naga viðinn eftir að hún klekst úr eggi. Auk þess sem sveppasýking fylgir iðulega í kjölfarið.

Yfirvöld skógarmála á Bretlandseyjum hafa sívaxandi áhyggjur af því að sífellt fleiri tegundum meindýra og sjúkdóma eru að berast til landsins og eykst fjöldi þeirra á hverju ári og tíu nýjar plöntuóværur skráðar á mánuði.

Skógfræðingar á Bretlandseyjum segjast sérlega áhyggjufullir yfir þeim skaða sem bjöllurnar geta valdið sitkagreni, en um 29% skóga landsins eru vaxnir sitkagreni. Auk þess sem sitka er helsta nytjatré landsins þegar kemur að viðarframleiðslu.

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...