Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fyrsta tilfelli grenibarkarbjöllu
Fréttir 8. febrúar 2019

Fyrsta tilfelli grenibarkarbjöllu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrsta alvarlega tilfelli greni­barkarbjöllu var staðfest í Kent í Englandi fyrir skömmu.

Skógfræðingar á Bretlands­eyjum segja að skaðinn sem grenibarkarbjallan geti valdið nái hún fótfestu í landinu sé mun meiri en áhrif útgöngu Evrópusambandsins verði nokkurn tíma. Talið er að grenibarkarbjalla, Ips typographus, geti valdið talsverðum skaða í skógrækt á Bretlandseyjum takist ekki að hefta útbreiðslu hennar. Áætlað er að skaði vegna bjöllunnar í Svíþjóð og Noregi síðustu hálfa öldina eða svo nemi um níu milljón rúmmetrum af timbri.

Grenibarkarbjöllur eru 4 til 5 millimetrar að lengd og brúnar eða svartar á litinn. Lirfa bjöllunnar er hvít og eftir að hún umbreytist í fullorðið dýr veldur hún trjánum skaða með því að naga viðinn eftir að hún klekst úr eggi. Auk þess sem sveppasýking fylgir iðulega í kjölfarið.

Yfirvöld skógarmála á Bretlandseyjum hafa sívaxandi áhyggjur af því að sífellt fleiri tegundum meindýra og sjúkdóma eru að berast til landsins og eykst fjöldi þeirra á hverju ári og tíu nýjar plöntuóværur skráðar á mánuði.

Skógfræðingar á Bretlandseyjum segjast sérlega áhyggjufullir yfir þeim skaða sem bjöllurnar geta valdið sitkagreni, en um 29% skóga landsins eru vaxnir sitkagreni. Auk þess sem sitka er helsta nytjatré landsins þegar kemur að viðarframleiðslu.

Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Skýrsla um raunveruleikann
18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Subbu-Jobbi
18. september 2024

Subbu-Jobbi

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi
19. september 2018

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi

Refaveiði í Skaftárhreppi
19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi