Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fyrsta tilfelli grenibarkarbjöllu
Fréttir 8. febrúar 2019

Fyrsta tilfelli grenibarkarbjöllu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrsta alvarlega tilfelli greni­barkarbjöllu var staðfest í Kent í Englandi fyrir skömmu.

Skógfræðingar á Bretlands­eyjum segja að skaðinn sem grenibarkarbjallan geti valdið nái hún fótfestu í landinu sé mun meiri en áhrif útgöngu Evrópusambandsins verði nokkurn tíma. Talið er að grenibarkarbjalla, Ips typographus, geti valdið talsverðum skaða í skógrækt á Bretlandseyjum takist ekki að hefta útbreiðslu hennar. Áætlað er að skaði vegna bjöllunnar í Svíþjóð og Noregi síðustu hálfa öldina eða svo nemi um níu milljón rúmmetrum af timbri.

Grenibarkarbjöllur eru 4 til 5 millimetrar að lengd og brúnar eða svartar á litinn. Lirfa bjöllunnar er hvít og eftir að hún umbreytist í fullorðið dýr veldur hún trjánum skaða með því að naga viðinn eftir að hún klekst úr eggi. Auk þess sem sveppasýking fylgir iðulega í kjölfarið.

Yfirvöld skógarmála á Bretlandseyjum hafa sívaxandi áhyggjur af því að sífellt fleiri tegundum meindýra og sjúkdóma eru að berast til landsins og eykst fjöldi þeirra á hverju ári og tíu nýjar plöntuóværur skráðar á mánuði.

Skógfræðingar á Bretlandseyjum segjast sérlega áhyggjufullir yfir þeim skaða sem bjöllurnar geta valdið sitkagreni, en um 29% skóga landsins eru vaxnir sitkagreni. Auk þess sem sitka er helsta nytjatré landsins þegar kemur að viðarframleiðslu.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...