Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Rosemary Lilja Ríkharðsdóttir og Björn Henry Kristjánsson á Lambeyrum með hrútinn Henry.
Rosemary Lilja Ríkharðsdóttir og Björn Henry Kristjánsson á Lambeyrum með hrútinn Henry.
Fréttir 26. mars 2015

Fyrsta lamb ársins heitir Henry

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Burðurinn kom okkur á óvart og var skemmtilegur og langt frá því að vera skipulagður,“ segir Björn Henry Kristjánsson, ráðsmaður að Lambeyrum í Dalabyggð.

„Lambið kom í heiminn 17. mars síðast­liðinn og er myndarlegur  hrútur sem konan mín kallar Henry. Ærin sem átti lambið er fædd 2007 og því komin á efri ár.“

Björn segir að tímasetning á burði á Lambeyrum sé ekki skipulögð út í æsar en á bænum eru 1.600 ær. „Ég á reyndar von á að um 20 til viðbótar beri á næstu dögum og í kringum páska.“

Að sögn Björns dafnar ærin, sem hann segir ekki hafa nafn, vel og Henry litli einnig. „Hann er í alla staði hraustur og hefur stækkað þó nokkuð frá burði.“

Annað lamb fæddist að bænum Emmubergi í Dalabyggð síðast­liðinn sunnudag. Því er óhætt að segja að það sé vor í lofti í Dölunum, sauðburður sé hafinn þar og að hann hefjist fljótlega annars staðar á landinu. 

Skylt efni: Fyrsta lambið | Sauðfé

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...