Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Rosemary Lilja Ríkharðsdóttir og Björn Henry Kristjánsson á Lambeyrum með hrútinn Henry.
Rosemary Lilja Ríkharðsdóttir og Björn Henry Kristjánsson á Lambeyrum með hrútinn Henry.
Fréttir 26. mars 2015

Fyrsta lamb ársins heitir Henry

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Burðurinn kom okkur á óvart og var skemmtilegur og langt frá því að vera skipulagður,“ segir Björn Henry Kristjánsson, ráðsmaður að Lambeyrum í Dalabyggð.

„Lambið kom í heiminn 17. mars síðast­liðinn og er myndarlegur  hrútur sem konan mín kallar Henry. Ærin sem átti lambið er fædd 2007 og því komin á efri ár.“

Björn segir að tímasetning á burði á Lambeyrum sé ekki skipulögð út í æsar en á bænum eru 1.600 ær. „Ég á reyndar von á að um 20 til viðbótar beri á næstu dögum og í kringum páska.“

Að sögn Björns dafnar ærin, sem hann segir ekki hafa nafn, vel og Henry litli einnig. „Hann er í alla staði hraustur og hefur stækkað þó nokkuð frá burði.“

Annað lamb fæddist að bænum Emmubergi í Dalabyggð síðast­liðinn sunnudag. Því er óhætt að segja að það sé vor í lofti í Dölunum, sauðburður sé hafinn þar og að hann hefjist fljótlega annars staðar á landinu. 

Skylt efni: Fyrsta lambið | Sauðfé

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...