Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Rosemary Lilja Ríkharðsdóttir og Björn Henry Kristjánsson á Lambeyrum með hrútinn Henry.
Rosemary Lilja Ríkharðsdóttir og Björn Henry Kristjánsson á Lambeyrum með hrútinn Henry.
Fréttir 26. mars 2015

Fyrsta lamb ársins heitir Henry

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Burðurinn kom okkur á óvart og var skemmtilegur og langt frá því að vera skipulagður,“ segir Björn Henry Kristjánsson, ráðsmaður að Lambeyrum í Dalabyggð.

„Lambið kom í heiminn 17. mars síðast­liðinn og er myndarlegur  hrútur sem konan mín kallar Henry. Ærin sem átti lambið er fædd 2007 og því komin á efri ár.“

Björn segir að tímasetning á burði á Lambeyrum sé ekki skipulögð út í æsar en á bænum eru 1.600 ær. „Ég á reyndar von á að um 20 til viðbótar beri á næstu dögum og í kringum páska.“

Að sögn Björns dafnar ærin, sem hann segir ekki hafa nafn, vel og Henry litli einnig. „Hann er í alla staði hraustur og hefur stækkað þó nokkuð frá burði.“

Annað lamb fæddist að bænum Emmubergi í Dalabyggð síðast­liðinn sunnudag. Því er óhætt að segja að það sé vor í lofti í Dölunum, sauðburður sé hafinn þar og að hann hefjist fljótlega annars staðar á landinu. 

Skylt efni: Fyrsta lambið | Sauðfé

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...