Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Asísku vespurnar, Asian giant hornet (Vespa mandarinia), eru sannarlega engin lömb að leika sér við. Stungur þeirra geta banað mönnum.
Asísku vespurnar, Asian giant hornet (Vespa mandarinia), eru sannarlega engin lömb að leika sér við. Stungur þeirra geta banað mönnum.
Fréttir 30. júní 2021

Fyrsta asíska „morðvespan” finnst í Bandaríkjunum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fyrsta risavespan af asískum uppruna sem kölluð eru „morðvespa“ (murder hornet) fannst í Snohomish-sýslu norð­ur af Seattle-borg í Banda­ríkjunum þann 4. júní síðast­liðinn. Um var að ræða dauða karlflugu og líklegt talið að hún hafi komið til landsins fyrir ári síðan.

Vespurnar, sem eru af tegund­inni Asian giant hornet (Vespa mandarinia), geta verið um 5 sentímetrar að lengd og eru taldar sérlega hættulegar fyrir býflugur. Ráðast þær á býflugurnar slíta af þeim hausinn og gjöreyða búum þeirra á nokkrum klukkutímum.

Samkvæmt frétt Sky News þann 17. júní þá ráðast vespurnar venju­lega ekki á fólk, en stungur þeirra valda miklum sársauka. Endur­teknar stungur í menn geta leitt til dauða.

Talið er að morðvespur í Snoho­mish-sýslu hafi komið til Banda­ríkjanna sem laumufarþegar í flutninga­skipi og að þær séu ekkert tengdar morðvespunum sem fundust í Kanada 2019 og 2020.

Dr. Osama El-Lissy, yfirmaður hjá sóttkvíaáætlun bandaríska land­búnaðarráðuneytisins, segist ráðþrota yfir þessum vespufundi.

Það sé of snemmt fyrir karlvespur að vera á sveimi á þessum tíma sumars.  

 Skordýrafræðingurinn Sven Spichiger segir að nú verði settar upp gildrur til að reyna að fanga fleiri morðvespur og eru íbúar í Snohomish- og King-sýslum hvattir til að taka þátt.

Asísku risavespurnar eru skil­greindar sem hættulegar umhverfinu, sem þýðir að Washington-ríki mun grípa til allra tiltækra ráðstafana til að uppræta vespurnar. 

Skylt efni: vespur

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...