Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frönsk eggjakaka, Egg Benedict og piparsteik
Matarkrókurinn 24. júní 2016

Frönsk eggjakaka, Egg Benedict og piparsteik

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Að þessu sinni erum við með franskt þema; nokkra sígilda rétti sem allir kunna að meta. 
 
Frönsk eggjakaka 
  • 2 stór egg
  • 2 matskeiðar mjólk
  • Klípa af salti og ferskur malaður svartur pipar
  • 1 matskeið ósaltað smjör
Hægt er að fylla eggjakökur með margs konar fyllingu.
 
Aðferð
Setjið saman egg, mjólk, salt og pipar í skál og blandið mjög vel með gaffli eða handþeytara.
 
Setjið viðloðunarfría pönnu á eldavélina. Hitið yfir miðlungsháum hita. Þegar pannan er orðin heit, bætið þá smjöri við. Hreyfið pönnuna til svo smjörið dreifist jafnt, þar til það hefur alveg bráðnað. Bætið þá eggjunum við og látið þau hitna örlítið. Hrærið þá kröftuglega til að eggið eldist jafnt. Þegar eggin eru að verða stíf, hristið pönnuna svo eggin losni frá pönnunni. Notið spaða til þess ef þess þarf. 
 
Þá er pönnunni hallað  í 45 gráður og eggjakakan vandlega brotin saman í umslag. Dragið úr  hitanum til að koma  í veg fyrir að eggjakakan brúnist of mikið. Sígild frönsk eggjakaka á að vera ljós og falleg á að líta. Flytjið kökuna  yfir á  disk og reiðið fram.
 
Þegar eggin eru að eldast bætið við hráefni að eigin vali áður en kakan er brotin saman.
 
Tillögur að fyllingu fyrir eggjakökur:
  • Matskeið fínt saxaðar ferskar krydd- jurtir. Til dæmis steinselja, basilika, dill, fáfnisgras, graslaukur eða jafnvel   blóðberg.
  • Tvær til þrjár matskeiðar eldað græn- meti eins og saxaður aspas, spínat eða annað grænmeti; til dæmis kúrbítur eða sveppir.
  • Tvær matskeiðar saxaður ferskur tómatur eða avókadó.
  • Tvær matskeiðar rifinn ostur; eins og brauðostur, geitaostur eða fetaostur.
  • Tvær matskeiðar hráskinka eða brauðskinka.
Egg Benedickt:
  • 3 matskeiðar hvítvínsedik
  • 4 stór egg
  • 2 sneiðar útskorin hamborgarabrauð eða annað mjúkt brauð
  • 200 ml heit hollandais-sósa
  • 4 sneiðar Parmaskinka (eða önnur góð skinka)
Aðferð
Setjið yfir pott með vatni til suðu, að minnsta kosti tvo lítra, og bætið ediki í. 
 
Brjótið egg í fjóra litla bolla eða smáskálar. Takið til brauðið og ristið.
 
Snúið vatninu hratt með písk þannig að það myndar hringrás og hellið egginu ofan í. Eldið í 2–3 mínútur og veiðið það svo upp úr með skeið sem er með götum á, þannig að ekkert af vatninu komi með.
 
Endurtakið þetta með hin eggin, eitt í einu. 
 
Setjið sósu á hverja sneið og dreifið úr henni yfir brauðið. Næst er skinku­sneið sett ofan á og loks eggið.
 
Bætið svo hollandaise-sósu við, ofan á topp eggsins, og framreiðið strax.
 
Hollandaise-sósa
  • 4 eggjarauður
  • 1 matskeið nýkreistur sítrónusafi
  • 1/2 bolli ósaltað brætt smjör
  • Klípa cayenne-piparduft
  • Klípa salt
  • Salt og pipar, eftir smekk
Pipar-nautasteik
  • Ein matskeið olía
  • 25 g smjör
  • Tvær 400 g steikur (helst nautakjöt sem búið er að meyrna við bestu aðstæður í allt að 3–5 vikur)
  • Smá smjör
  • Tveir stórir skalottlaukar, fínt saxaður
  • 6 miðlungs sveppir sneiddir
  • 2 teskeiðar græn og bleik piparkorn mulin í mortéli eða merjið með bakinu á skeið
  • 3 matskeiðar koníak
  • 100 ml rauðvín
  • 200 ml góður nautakraftur (vatn og kraftur)
  • 3 matskeiðar rjómi
Aðferð
Hitið pönnu yfir miðlungsháum hita. Hellið olíu á pönnuna og hluta af smjörinu. Kryddið steikurnar með salti og nóg af ferskum muldum pipar og eldið að ykkar smekk (2 mínútur hvor hlið fyrir medium rare, 3 mín. á hvorri hlið fyrir miðlungseldun – fer eftir þykkt á steikunum). Gættu að því að brúna líka hliðarnar.
 
Færið yfir á disk.
 
Bætið þá við restinni af smjörinu á pönnuna, steikið skalottlaukinn og sveppina og bætið í piparkornum yfir miðlungs hita í fimm mínútur þar til skalottlaukur hefur létteldast og sveppirnir brúnast. 
 
Setjið steikurnar aftur á pönnuna. Hellið þá víninu á pönnuna, ef það er notað. Það má kveikja í víninu stutta stund á heitri pönnunni. Fjarlægið kjötið og setjið upp á disk.
 
Hrærið rjóma og soði í, látið sjóða og leyfa því að þykkna örlítið. Smakkið til sósuna. 
 
Berið kjötið fram með frönskum kart­öflum og piparsósunni.
 

3 myndir:

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...