Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Aðalblómgunartími friðarlilju er á vorin, þegar birta eykst eftir veturinn. Á markaði eru líka yrki sem blómstra allt frá vori og fram eftir hausti.
Aðalblómgunartími friðarlilju er á vorin, þegar birta eykst eftir veturinn. Á markaði eru líka yrki sem blómstra allt frá vori og fram eftir hausti.
Á faglegum nótum 26. ágúst 2019

Friðarlilja – falleg allt árið

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Þessi ágæta pottaplanta hefur náð miklum vinsældum á íslensk­um heimilum og hentar líka vel í stærri rýmum, eins og skrifstofu- og verslunarhúsnæði.

Það sem einkennir plöntuna eru stór, glansandi laufblöð sem standa á stinnum stilkum og hvít, sérkennilega löguð blómin sem standa upp úr blað­massanum. Sannkölluð híbýlaprýði.

Frumskógarlögmálið

Friðarliljan (Spatyphyllum wallisii) er ættuð úr frumskógum S-Ameríku, aðallega Kólumbíu og Venesúela, þar sem hún vex við heitar, skuggsælar og rakar aðstæður. Það ætti að hafa í huga við umhirðu plöntunnar. Hentugt hitastig er 18–24°C og rakastig þyrfti að vera töluvert hærra en algengt er í húsum okkar. Regluleg yfirúðun með vatni hentar henni því vel.

Friðarliljan (Spatyphyllum wallisii) er ættuð úr frumskógum S-Ameríku, aðallega Kólumbíu og Venesúela, þar sem hún vex við heitar, skuggsælar og rakar aðstæður.

Ljós er mikilvægur þáttur varðandi þrif friðarlilju. Birta í botni frumskógarins er ekki mikil en við slíkar aðstæður líður henni samt best. Mörg friðarliljan hefur fallið í valinn hjá okkur vegna þess að hún hefur staðið í of mikilli sólarbirtu. Veljið henni stað fjarri beinni sól, á borði eða gólfi inni í stofu eða nærri austur- eða norðurglugga.

Vökvun og almenn umhirða

Líkt og flestar stofuplöntur vex friðarliljan í blómapotti sem hafður er í pottahlíf eða djúpri undirskál sem getur geymt dálítið af vatni. Áður en moldin er orðin þurr er vökvað yfir pottinn þar til hann er fullrakur og svolítið af vatni hefur safnast fyrir í undirskálina. Með vökvunarvatninu má gefa blómaáburð öðru hvoru, en þessi tegund gerir litlar nær­ingarkröfur. Miða má við að nota aðeins daufa lausn fljótandi pottaplöntuáburðar og gefa hann aðeins í þriðja hvert skipti sem vökvað er, frá vori fram á haust. Að vetrinum þarf að vökva sjaldnar og án áburðar en plantan ætti samt aldrei að þorna svo mikið að laufin fari að hanga. Brúnir og skorpnir blaðjaðrar og -endar eða dauðir blettir geta myndast vegna of mikillar birtu eða ofvökvunar. Of þurrt loft veldur líka vanþrifum. Gulleit og smá blöð benda til næringarskorts.

Gott getur verið að skola plöntuna undir sturtunni öðru hvoru til að halda laufinu hreinu og glansandi.

Blómin á friðarliljunni

Aðalblómgunartími friðarlilju er á vorin, þegar birta eykst eftir veturinn. Á markaði eru líka yrki sem blómstra allt frá vori og fram eftir hausti. Hvert blóm getur staðið vikum saman en þegar þau sölna eru þau klippt niður nærri jarðveginum. Plöntur sem ekki blómstra fá yfirleitt ekki nægjanlegt sólarljós. Þá er ráð að færa plöntuna á bjartari stað, þó ekki í beina sól, sem getur brennt lauf. Ef plantan stendur í of mikilli birtu er hins vegar  hætt við að blómin verði grænleit en ekki hvít.  

Fjölgun

Einfaldasta leiðin til að fjölga friðarlilju er að skipta neðan­jarð­ar­hlutanum í fleiri smáplöntur. Plönturnar geta orðið margra ára gamlar en þola vel slíka meðferð og geta jafnvel tekið vaxtarkipp eftir skiptingu. Umpottun er líka gagnleg til að gefa rótinni aukið vaxtarrými. Þá er notuð venjuleg pottaplöntumold og potturinn hafður vel rúmur, þannig að moldin geti geymt raka til nokk­urra daga eftir hverja vökvun. Eftir slíka umpottun þarf ekki að gefa henni áburð í 6 vikur eða svo.  Um­pottað er á útmánuðum, á 2–3 ára fresti.

Eitruð fegurð

Friðarlilja er eitruð og getur valdið ertingu við snertingu. Þetta gildir líka um heimilisdýrin! Hins vegar er hún talin meðal þeirra pottaplantna sem hefur einna mest loft­hreinsandi áhrif innandyra en hún er sögð taka upp talsvert af óæskilegum lofttegundum eins og formaldehýði og kolmónoxíði.

Ingólfur Guðnason, brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu, LbhÍ Reykjum, Ölfusi.
 

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Rósa
17. júlí 2023

Rósa

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi