Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Framlag ríkisins til landbúnaðar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hefur lækkað um helming frá aldamótum.
Framlag ríkisins til landbúnaðar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hefur lækkað um helming frá aldamótum.
Mynd / Heimild Hagstofa Íslands
Fréttir 20. október 2022

Framlög til landbúnaðar ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á meðan ríkisstjórnin stefnir á að efla landbúnað, fjölga stoðum hans, treysta þannig fæðuöryggi og mæta skuldbindingum í loftslagsmálum ætlar hún að lækka fjárframlag í málaflokkinn.

Í fjárlögum fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir yfir 700 milljóna króna raunlækkun fjárframlaga til landbúnaðar og stoðþjónustu.

„Markmið ríkisstjórnarinnar snúa að eflingu innlendrar landbúnaðarframleiðslu með fæðuöryggi að leiðarljósi en við sjáum ekki hvernig fjárlögin endurspegla það. Þau standa bara í stað varðandi búvörusamningana en aðrir liðir eru að lækka frekar en hitt,“ segir Hilmar Vilberg Gylfason, lögfræðingur Bændasamtaka Íslands.

Til þess að stuðla að sjálfbærari landbúnaði á Íslandi með fæðu- og matvælaöryggi að leiðarljósi þarf landbúnaður að fá meira pláss í fjárlögum en frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra leggur til, samkvæmt umsögn Bændasamtaka Íslands.

Framlag ríkisins til landbúnaðar hefur lækkað verulega frá aldamótum á sama tíma og Íslendingum hefur fjölgað og framleiðsla matvæla aukist. Þróun á ríkisstuðningi í samanburði við þróun á framleiðslumagni og eftirspurn sýnir að fjárframlag ríkisins hefur lækkað um tæpan þriðjung að raunvirði (sjá nánar á bls. 18). Þá hefur framlag ríkisins til landbúnaðar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu lækkað um helming frá aldamótum.

Bændasamtökin benda á að til að efla landbúnað þurfi ríkisstjórnin að gera ráð fyrir frekari fjárframlögum fyrir tiltekin verkefni á þessu kjörtímabili.

Í umsögn leggja þau til föst árleg framlög til plöntukynbóta, fjárlög til innviðauppbyggingar tengda kornrækt annars vegar og áburðarframleiðslu hins vegar, framlög til útrýmingar riðu í íslensku sauðfé með innleiðingu á ARR-arfgeninu, framlög til rannsókna vegna nýrrar nálgunar við afsetningu lífræns úrgangs og framlög til Bjargráðasjóðs/ Náttúruhamfaratrygginga Íslands til að bæta áföll í landbúnaði.

„Tryggja þarf land og landsvæði í landbúnaðarnotkun og viðhalda framleiðsluvilja bænda með eðlilegu starfsumhverfi,“ segir jafnframt í umsögninni.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...