Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Anke Domaske er líffræðingur, frumkvöðull og stofnandi þýska fyrirtækisins Qmilk, sem framleiðir fatnað, snyrtivörur og tannverndarbein fyrir hunda úr mjólk.
Anke Domaske er líffræðingur, frumkvöðull og stofnandi þýska fyrirtækisins Qmilk, sem framleiðir fatnað, snyrtivörur og tannverndarbein fyrir hunda úr mjólk.
Fréttir 29. september 2017

Framleiðir fatnað, snyrti­vörur og hundabein úr mjólk

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Hin þýska Anke Domaske, líffræðingur, frumkvöðull og eigandi Qmilk, byrjaði tilraunir sínar með blandara í eldhúsinu heima hjá sér við að búa til mjólkurprótein sem nýta má til ýmiss konar framleiðslu.
 
Próteinin eru 100 prósent náttúruleg og framleidd á sjálfbæran hátt en eftir ýmsar tilraunir og þróun á um þrjú þúsund uppskriftum fékk Anke rétta hráefnið til að vinna með. 
 
Anke hefur fengið einkaleyfi á spunaaðferðinni sem hún notar til að gera þráð úr mjólkurpróteinum. Þráðinn notar hún síðan til að vinna fyrir sig textílefni sem saumaður er úr ýmiss konar fatnaður, með öðrum orðum, framleiðir fyrirtækið fatnað úr mjólk. Við framleiðsluna er sjálfbærni höfð að leiðarljósi með lítilli vatns- og orkunotkun og þar sem ekkert af hráefninu fer til spillis. Hægt er að nota mengaða mjólk eða útrunna við framleiðsluna. Qmilk-trefjarnar sem fyrirtækið framleiðir einnig eru 100 prósent endurvinnanlegir og leysast upp á nokkrum vikum í matarsöfnunarkassa. Mjólkin og trefjarnar sem unnar eru úr henni er ekki hægt að drekka og er venjulega hent. 
 
„Þetta byggist upp á fjölliðamjólkurpróteininu kasín. Um tveimur milljónum tonna af þessari mjólk er hent árlega í Þýskalandi og því finnst mér það mikilvægt og hef að leiðarljósi við framleiðsluna hjá okkur að nýta það sem annars væri hent. Þess vegna hef ég frá upphafi hugsað út í það hvað við gætum framleitt úr mjólkinni,“ segir Anke sem hefur nú 20 starfsmenn við framleiðslu á fatnaði, snyrtivörum og tannverndar-hundabeinum sem framleidd eru úr mjólk. 
 
Það er greinilega hægt að framleiða hágæða-tískufatnað úr mjólk enda mjólkin til ýmissa hluta nytsamleg. 
 
Mikilvægt að hafa kunnáttuna
 
Fyrirtæki Anke var stofnað árið 2011 og hefur nú framleiðslugetu upp á um þúsund tonn á ári. Qmilk-trefjarnar hafa silkiáferð og auðvelt er að lita þær. Það er hægt að nýta þær í margt, þær eru bakteríudrepandi og eldvarnandi.
 
„Við byrjuðum á að fara inn í tæknigeirann með vöruna þar sem hún er nýtt en síðan fórum við út í framleiðslu á fatnaði og heimilisvörum úr textíl. Qmilk-trefjarnar eru mjög þægilegar í framleiðslu og meðhöndlun vegna hins náttúrulega próteins í þeim. Kasín svipar til ullar í uppbyggingu en þó eru engin súlföt eins og í ullarkeratíni. Ef maður blandar trefjunum saman við ull þá er maður kominn með hið fullkomna einangrunarkerfi vegna sellulósa trefjanna,“ segir Anke og bætir við:
„Það er mikilvægt að hafa kunnáttu á hefðbundnum efnafræðilegum eiginleikum og möguleikum á að vinna með þá til að skilja viðbrögð og hegðun trefjanna. Þannig er byrjað á að breyta próteinunum í trefjar eftir að þau eru leyst upp með því að eyðileggja náttúrulega uppbyggingu þeirra.“
 
Vöruþróun með mjólkurprótein
 
Stöðug vöruþróun er hjá fyrirtækinu sem selur nú ýmsan fatnað úr mjólk, snyrtivörur og tannverndarbein fyrir hunda. Nýjustu vörur frá fyrirtækinu eru blautþurrkur og tannverndarbein fyrir hunda en beinið er nú selt í 37 löndum. 
 
„Ég var búin að hugsa þetta lengi því það er í raun ekki til almennileg og skilvirk leið til að hreinsa tennur á hundum. Um 80 prósent af hundum sem eru eldri en 3 ára eiga við tannvandamál að stríða og þetta hefur áhrif á líkama þeirra vegna þess að bakterían fer í blóðrásina og veldur bólgum. Í öllu rannsóknarferlinu mínu komst ég að því að ostur dregur úr karíusbakteríunni um 80 prósent. Þess vegna varð til varan „tyggjandi osturinn“, (Chewing cheese) með Qmilk-trefjum í þar sem hundurinn verður að tyggja beinið í svolitla stund og munnvatnið sér til þess að efni úr beininu fari á tennurnar. Beinið hefur öll helstu vítamín sem hundurinn þarf, það er lyktarlaust og ekki er hægt að brjóta það,“ útskýrir Anke, sem lýsir ánægju sinni með að geta starfað að markmiði sínu með nýsköpun, gæðum og að bæta við auka virði fyrir viðskiptavininn með því að framleiða vörurnar á sjálfbæran hátt. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...