Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lóan er í uppáhaldi hjá mörgum.
Lóan er í uppáhaldi hjá mörgum.
Mynd / Ragnar Þorsteinsson
Líf og starf 11. september 2019

Forréttindi að fylgjast með fjölbreytileika náttúrunnar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Hér er maður á kafi í náttúrunni alla daga, býr í henni og hún er mitt líf og yndi. Það eru mikil forréttindi að hafa náttúruna í öllum sínum fjölbreytileika fyrir augunum á hverjum degi,“ segir Ragnar Þorsteinsson, bóndi í Sýrnesi í Aðaldal. 
 
Hann hefur myndavél sína ávallt innan seilingar, hvaða verk sem hann svo sem er að starfa að hverju sinni.
 
Ragnar segir að hann taki mikið af myndum af því sem fyrir augu ber, fylgist grannt með því sem er í gangi í umhverfinu og taki myndir. Hann er þekktur fyrir dagatöl sín með lambamyndum sem mörgum þykir ómissandi að útvega sér um hver áramót, en einnig er hann vel liðtækur í að mynda annað ungviði, eins og fugla.
 
Fuglavarp gekk vel á liðnu sumri og ungar komust vel á legg, athygli vakti að ófleygir hrossagauksungar voru á ferðinni allt fram í byrjun ágúst.
 
Fuglavarp gekk vel í sumar
 
Ragnar segir fuglavarp hafa gengið vel í sumar og mikið verið af ungum. Það hafi verið áberandi hversu mikið var af hrossagauk á liðnu sumri og ófleygir ungar sáust á ferli allt fram í byrjun ágúst. 
 
Spói nokkur gerði sér hreiður í flagi á jörðinni hjá Ragnari og vildi svo vel til að það fannst rétt áður en plógurinn lenti á því. Í hreiðrinu voru tvö egg, ungi komst lífs af úr öðru þeirra en vargur skemmdi annað. 
 
Alltaf eitthvað nýtt að sjá
 
„Það þarf oft ekki langt að fara til að sjá undur náttúrunnar, hún er svo að segja við hvert fótmál,“ segir Ragnar, sem er iðinn við myndatökur. „Ég held eins konar dagbók með myndunum mínum, það getur verið gott að fletta þeim upp síðar og þá sér maður t.d. hvernig veðurfar hefur verið á ákveðnum tímum og annað slíkt. Fjölbreytileikinn er mikill og það er alltaf eitthvað nýtt sem fyrir augu ber og kemur á óvart,“ segir Ragnar. 
 
Mikið er af bæði kræki- og bláberjum í Aðaldal, svo mikið raunar að Ragnar segir elstu konur vart muna eftir öðru eins. Berin er að sögn stór og falleg, en verða enn betri fái þau tvo til þrjá sólardaga til viðbótar.
Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...