Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ford Focus.
Ford Focus.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 3. febrúar 2015

Ford Focus mest seldi fólksbíll í Evrópu

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Laugardaginn 17. janúar voru mörg bílaumboð með frumsýningar af nýjum bílum og var erfitt að velja úr bíl til prófunar af þeim fjölda sem í boði var. Fyrir valinu var Ford Focus frá Brimborg, en Ford Focus mun vera mest seldi fólksbíll í Evrópu í sínum stærðarflokki fólksbíla.
 
Bíllinn sem ég fékk var beinskiptur (fæst sjálfskiptur í apríl), vélin var 125 hestafla bensínvél.
 
Bakkar sjálfur í stæði
 
Í byrjun, áður en ég fór á bílnum frá Brimborg, fékk ég Gísla Jón sölumann til að sýna mér hvernig sjálfvirki búnaðurinn í bílnum til að bakka í stæði virkaði (ég treysti ekki þessum búnaði sjálfur þar sem ég hafði ekki prófað svona búnað áður), sat ég í aftursætinu á meðan og fylgdist með þaðan. Þetta var mjög nýtt og framandi fyrir mér að sjá þetta og kom það mér á óvart hversu nákvæmur þessi búnaður er. Seinna í prufuakstrinum fór ég og prófaði þetta bæði með að bakka í stæði þvert á akstursstefnu og samliggjandi akstursstefnu. Ótrúlega nákvæmur búnaður, en ég mæli með því að þeir sem prófa þennan bíl fái sölumanninn að sýna sér hvernig þetta virkar.
 
Hiti í stýrinu
 
Alltaf eru fleiri og fleiri bílar að koma með hita í stýrið sem er ótrúlega þægilegur útbúnaður, ekki síst þegar maður er orðinn loppinn á höndunum eftir að skafa rúðurnar á köldum vetrarmorgni. Eftir aðeins um 10 sek. eftir að maður kveikir á hitanum finnur maður hitann leiða um hendurnar. Miðstöðin er hins vegar frekar lengi að hita bílinn að innan, en sætishitarinn er aftur á móti mjög fljótur að senda hita upp í sitjandann. 
 
Góð og þægileg sæti
 
Ég ók bílnum upp í Svínahraun og til baka svona rétt til að sjá hver eyðslan væri á þessari 125 hestafla bensínvél á köldum vetrardegi í samanburði við uppgefna eyðslu. Ég er frekar ósáttur við staðsetningu takkaborðsins fyrir hraðastillinguna (cruse control), en ég hefði viljað skipta á staðsetningu við takkana fyrir mælaborðstakkana sem veita upplýsingar úr mælaborði og hafa hraðastillingartakkana þannig að hægt væri að stjórna þeim með þumlinum. Að öðru leyti var mjög þægilegt að sitja í bílnum og fannst mér sætin afar þægileg.
 
Eyðslan reyndist frekar í hærri kantinum
 
Samkvæmt bæklingi um bílinn á hann að eyða um 4,7 lítrum af bensíni í blönduðum akstri við bestu aðstæður, en snjóföl á vegi og hita á bilinu -4 til -7 var ég að eyða eftir 36 km akstur í langkeyrslu 5,9 lítrum á hundraðið og þegar ég skilaði bílnum hafði ég ekið honum um 120 km í blönduðum akstri á meðalhraðanum 31 km á klst. Mun meðaleyðsla mín hafa verið 8,2 lítrar á hundraðið, heldur í hærri kantinum að mér fannst miðað við uppgefna eyðslu (hefði viljað sjá tölu nálægt 7).
 
Lágur að framan, en hár að aftan
 
Heilt á litið var ég ánægður með bílinn, en fannst svolítið erfitt að fikra mig áfram í öllum þessum tökkum til að fá upplýsingar úr aksturstölvu bílsins. Ánægður með skynjara á hliðum bílsins þegar maður er að bakka. Full lágur að framan fyrir klakaskorninga í hliðargötum Reykjavíkur, en á móti er hátt undir bílinn að aftan. Vélin nánast hljóðlaus. Hljóðeinangrun til hliðar og aftur fyrir bílinn er góð, en furðu mikið heyrist í bílnum sem er fyrir framan mann í gegnum hvalbakinn að framan, sem dæmi þá heyrði ég í nöglunum á fólksbíl sem var að keyra á Miklubrautinni fyrir framan mig. Hægt er að nálgast meiri og nákvæmari upplýsingar um Ford Focus á vefslóðinni www.brimborg.is.
 
Helstu mál og upplýsingar
 
Verð   3.650.000
Hæð   1.469 mm
Breidd   1.823 mm
Lengd   4.360 mm
 

 

4 myndir:

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024
Fréttir 22. febrúar 2024

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024

Seljavellir í Nesjum í Hornafirði var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda Bænda...

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.

Esther hættir eftir tólf ára starf
Fréttir 21. febrúar 2024

Esther hættir eftir tólf ára starf

Esther Sigfúsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins á...