Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ford Focus.
Ford Focus.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 3. febrúar 2015

Ford Focus mest seldi fólksbíll í Evrópu

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Laugardaginn 17. janúar voru mörg bílaumboð með frumsýningar af nýjum bílum og var erfitt að velja úr bíl til prófunar af þeim fjölda sem í boði var. Fyrir valinu var Ford Focus frá Brimborg, en Ford Focus mun vera mest seldi fólksbíll í Evrópu í sínum stærðarflokki fólksbíla.
 
Bíllinn sem ég fékk var beinskiptur (fæst sjálfskiptur í apríl), vélin var 125 hestafla bensínvél.
 
Bakkar sjálfur í stæði
 
Í byrjun, áður en ég fór á bílnum frá Brimborg, fékk ég Gísla Jón sölumann til að sýna mér hvernig sjálfvirki búnaðurinn í bílnum til að bakka í stæði virkaði (ég treysti ekki þessum búnaði sjálfur þar sem ég hafði ekki prófað svona búnað áður), sat ég í aftursætinu á meðan og fylgdist með þaðan. Þetta var mjög nýtt og framandi fyrir mér að sjá þetta og kom það mér á óvart hversu nákvæmur þessi búnaður er. Seinna í prufuakstrinum fór ég og prófaði þetta bæði með að bakka í stæði þvert á akstursstefnu og samliggjandi akstursstefnu. Ótrúlega nákvæmur búnaður, en ég mæli með því að þeir sem prófa þennan bíl fái sölumanninn að sýna sér hvernig þetta virkar.
 
Hiti í stýrinu
 
Alltaf eru fleiri og fleiri bílar að koma með hita í stýrið sem er ótrúlega þægilegur útbúnaður, ekki síst þegar maður er orðinn loppinn á höndunum eftir að skafa rúðurnar á köldum vetrarmorgni. Eftir aðeins um 10 sek. eftir að maður kveikir á hitanum finnur maður hitann leiða um hendurnar. Miðstöðin er hins vegar frekar lengi að hita bílinn að innan, en sætishitarinn er aftur á móti mjög fljótur að senda hita upp í sitjandann. 
 
Góð og þægileg sæti
 
Ég ók bílnum upp í Svínahraun og til baka svona rétt til að sjá hver eyðslan væri á þessari 125 hestafla bensínvél á köldum vetrardegi í samanburði við uppgefna eyðslu. Ég er frekar ósáttur við staðsetningu takkaborðsins fyrir hraðastillinguna (cruse control), en ég hefði viljað skipta á staðsetningu við takkana fyrir mælaborðstakkana sem veita upplýsingar úr mælaborði og hafa hraðastillingartakkana þannig að hægt væri að stjórna þeim með þumlinum. Að öðru leyti var mjög þægilegt að sitja í bílnum og fannst mér sætin afar þægileg.
 
Eyðslan reyndist frekar í hærri kantinum
 
Samkvæmt bæklingi um bílinn á hann að eyða um 4,7 lítrum af bensíni í blönduðum akstri við bestu aðstæður, en snjóföl á vegi og hita á bilinu -4 til -7 var ég að eyða eftir 36 km akstur í langkeyrslu 5,9 lítrum á hundraðið og þegar ég skilaði bílnum hafði ég ekið honum um 120 km í blönduðum akstri á meðalhraðanum 31 km á klst. Mun meðaleyðsla mín hafa verið 8,2 lítrar á hundraðið, heldur í hærri kantinum að mér fannst miðað við uppgefna eyðslu (hefði viljað sjá tölu nálægt 7).
 
Lágur að framan, en hár að aftan
 
Heilt á litið var ég ánægður með bílinn, en fannst svolítið erfitt að fikra mig áfram í öllum þessum tökkum til að fá upplýsingar úr aksturstölvu bílsins. Ánægður með skynjara á hliðum bílsins þegar maður er að bakka. Full lágur að framan fyrir klakaskorninga í hliðargötum Reykjavíkur, en á móti er hátt undir bílinn að aftan. Vélin nánast hljóðlaus. Hljóðeinangrun til hliðar og aftur fyrir bílinn er góð, en furðu mikið heyrist í bílnum sem er fyrir framan mann í gegnum hvalbakinn að framan, sem dæmi þá heyrði ég í nöglunum á fólksbíl sem var að keyra á Miklubrautinni fyrir framan mig. Hægt er að nálgast meiri og nákvæmari upplýsingar um Ford Focus á vefslóðinni www.brimborg.is.
 
Helstu mál og upplýsingar
 
Verð   3.650.000
Hæð   1.469 mm
Breidd   1.823 mm
Lengd   4.360 mm
 

 

4 myndir:

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...