Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
„Ég sé fyrir mér í framtíðinni að drónar verði í notkun á sveitabæjum alla daga þar sem gögnum verður komið í gegnum þá yfir til vélmenna á jörðu niðri sem munu úða eingöngu á þau svæði sem þarf á að halda,“ segir Jack Wrangham, framkvæmdastjóri fyrirtæki
„Ég sé fyrir mér í framtíðinni að drónar verði í notkun á sveitabæjum alla daga þar sem gögnum verður komið í gegnum þá yfir til vélmenna á jörðu niðri sem munu úða eingöngu á þau svæði sem þarf á að halda,“ segir Jack Wrangham, framkvæmdastjóri fyrirtæki
Fréttir 13. desember 2017

Flygildi eru framtíðarverkfæri í landbúnaðinum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Miklar tækniþróanir og nýjungar eiga sér stað í landbúnaði á ári hverju og verður þess ekki lengi að bíða að vélmenni taki yfir mörg af þeim störfum sem hann skapar og jafnvel sjálfstýrandi farartæki, hver veit?
 
Ein af þeim tækninýjungum sem ryðja sér til rúms úti í hinum stóra heimi við landbúnaðarstörfin eru drónar, eða flygildi, sem hægt er að nota til ýmissa mælinga á landbúnaðarsvæðum. 
 
Breska fyrirtækið The Drone Aerial Operators Group hefur sérhæft sig í að þróa dróna sem nýtast til landbúnaðar og bjóða bændum upp á þjónustu með tækjunum. 
 
„Við erum búnir að vera í þessum bransa, það er að segja, að þróa dróna og vinna með þá í um 10 ár en síðastliðin tvö ár höfum við einblínt á landbúnað og sjáum mikla möguleika þar. Sjálfir eigum við sveitabæ og fjölskyldan er með bú þar sem við getum gert tilraunir á okkar hugmyndum með drónana og notkun þeirra í landbúnaði er ört vaxandi iðnaður með mikil tækifæri,“ segir  Jack Wrangham, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 
 
Drónar og vélmenni framtíðin
 
Fyrirtækið þjónustar bændur sem óska eftir aðstoð dróna við framleiðslu sína en einnig selja þeir hátæknilega dróna til viðskiptavina sinna með þjálfun og stuðningi svo bóndinn fær góða leiðsögn frá byrjun.
 
„Það er hægt að nota dróna til að fylgjast með uppskerunni, til dæmis með því að finna út svæði sem virðast vera veikleikar eða sýkingar á og bregðast við því. Einnig er hægt að nota þá til að mæla næringarefni og til að búa til kort yfir hlutfall þeirra á hverju svæði. Drónarnir geta einnig fundið illgresi og sjúkdóma sem getur verið mjög hjálplegt og þeir geta sprautað varnarefnum. Einnig höfum við notað þá til að skoða eða fara yfir landbúnaðarbyggingar og til að mæla ákveðin svæði og svo framvegis,“ útskýrir Jack og segir jafnframt:
 
„Það sem er þó mikilvægt í meðhöndlun á drónum er að það er nauðsynlegt að fá þjálfun við notkun þeirra til að fá sem mest út úr þeim. Það er tiltölulega auðvelt að nota þá en það er ekki eingöngu hægt að taka einn upp úr jörðinni og leggja af stað í verkefni. Ég sé fyrir mér í framtíðinni að drónar verði í notkun á sveitabæjum alla daga þar sem gögnum verður komið í gegnum þá yfir til vélmenna á jörðu niðri sem munu úða eingöngu á þau svæði sem þarf á að halda. Þetta sé ég fyrir mér í nánustu framtíð og ég hef trú á að þegar þróunin fer fyrir alvöru af stað þá gerist þetta nokkuð hratt.“

Skylt efni: drónar | flygildi

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...

Gjaldskráin einfölduð
Fréttir 11. júní 2024

Gjaldskráin einfölduð

Matvælaráðherra hefur undirritað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldsky...

Staða sníkjuormasýkinga metin
Fréttir 10. júní 2024

Staða sníkjuormasýkinga metin

Kortleggja á stöðu sníkjuormasýkinga hjá íslenskum nautgripum á næstu misserum.

Lækka gjöld fyrir sorphirðu
Fréttir 10. júní 2024

Lækka gjöld fyrir sorphirðu

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að lækka sorphirðugjöld.

Uppbygging á Hauganesi
Fréttir 10. júní 2024

Uppbygging á Hauganesi

Nýlega undirrituðu sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og forsvarsmenn einkahlutafyrir...

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu
Fréttir 7. júní 2024

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu

Þingsályktunartillaga um landsskipulagsstefnu til ársins 2038, ásamt fimm ára að...

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda
Fréttir 7. júní 2024

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda

Matvælaráðuneytið hefur birt niðurstöður um úthlutanir vegna fjárfestingastuðnin...