Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fljótsbakki
Bóndinn 2. nóvember 2017

Fljótsbakki

Þórarinn tekur við búinu af ömmu sinni, Sólveigu Þórarinsdóttur, og afa sínum, Guðmundi Jóhannssyni, 1. júní 2009.  
 
Voru þá 18 kýr, 12 geldneyti og 70 ær. Geldneytahús var byggt 2012 fyrir 110 gripi, básum fjölgað í fjósinu og fjárhús byggð 2016 fyrir 300 ær (eru reyndar enn á byggingarstigi). 
 
Býli:  Fljótsbakki.
 
Staðsett í sveit:  Eiðaþinghá á Fljótsdalshéraði.
 
Ábúendur: Þórarinn Páll Andrésson og Indíana Ósk Magnúsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Þórarinn og Indíana eiga samanlagt 7 börn, Jónas Helgi 12 ára, Kristbjörn Logi 11 ára, Anna Guðlaug 8 ára, Sólveig Björg 7 ára, Sólrún Líf 5 ára, Andríana Margrét 4 ára og sá yngsti er fæddur 5. október síðastliðinn. Hundurinn Brúnó og heil ósköp af fjósköttum.
 
Stærð jarðar?  Um 410 ha, þar af 74 ha ræktaðir og um 64 ha af túnum nýttir á öðrum jörðum.
 
Gerð bús? Blandað bú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 24 mjólkurkýr, 130 geldneyti, sauðfé um 250, 5 (flóð) hestar, 1 hani og 24 hænur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Farið í fjós milli 6 og 7, svo koma krakkaskaranum af stað í skólann og fleygja í ærnar. Þórarinn vinnur mikið utan heimilis við alls konar störf, rúllun, skítakstur og afleysingar fyrir bændur svo eitthvað sé nefnt. Indíana vinnur í Landstólpa á Egilsstöðum. Farið í kvöldfjós milli 6 og 8 og kíkt í fjárhúsin (fer eftir því hvenær bóndinn er heima).
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er ekki til leiðinlegt starf í sveitinni.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi verður risið nýtt fjós, 2–3 sinnum fleiri kýr og fénu fjölgað.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Teljum að það megi gera talsvert betur í þeim málum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, ef Viðreisn kemur ekki nálægt landbúnaðarráðuneytinu.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Tækifærin eru í lambakjöti og skyri, ef menn halda rétt á spilunum.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ísskáparnir eru alltaf sneisafullir, enda margir munnar sem þarf að metta.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Reykt kindabjúgu og reykt folaldakjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar vatnsleiðslan í loftinu í nautahúsinu sprakk á nýársdag og 10–15 sentimetrar af vatni var á fóðurganginum sem gefið var vel á kvöldið áður. 
20 stiga frost úti og gripirnir rennandi blautir sem þar stóðu næstir.
 
 
 

2 myndir:

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...