Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fljótsbakki
Bærinn okkar 2. nóvember 2017

Fljótsbakki

Þórarinn tekur við búinu af ömmu sinni, Sólveigu Þórarinsdóttur, og afa sínum, Guðmundi Jóhannssyni, 1. júní 2009.  
 
Voru þá 18 kýr, 12 geldneyti og 70 ær. Geldneytahús var byggt 2012 fyrir 110 gripi, básum fjölgað í fjósinu og fjárhús byggð 2016 fyrir 300 ær (eru reyndar enn á byggingarstigi). 
 
Býli:  Fljótsbakki.
 
Staðsett í sveit:  Eiðaþinghá á Fljótsdalshéraði.
 
Ábúendur: Þórarinn Páll Andrésson og Indíana Ósk Magnúsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Þórarinn og Indíana eiga samanlagt 7 börn, Jónas Helgi 12 ára, Kristbjörn Logi 11 ára, Anna Guðlaug 8 ára, Sólveig Björg 7 ára, Sólrún Líf 5 ára, Andríana Margrét 4 ára og sá yngsti er fæddur 5. október síðastliðinn. Hundurinn Brúnó og heil ósköp af fjósköttum.
 
Stærð jarðar?  Um 410 ha, þar af 74 ha ræktaðir og um 64 ha af túnum nýttir á öðrum jörðum.
 
Gerð bús? Blandað bú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 24 mjólkurkýr, 130 geldneyti, sauðfé um 250, 5 (flóð) hestar, 1 hani og 24 hænur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Farið í fjós milli 6 og 7, svo koma krakkaskaranum af stað í skólann og fleygja í ærnar. Þórarinn vinnur mikið utan heimilis við alls konar störf, rúllun, skítakstur og afleysingar fyrir bændur svo eitthvað sé nefnt. Indíana vinnur í Landstólpa á Egilsstöðum. Farið í kvöldfjós milli 6 og 8 og kíkt í fjárhúsin (fer eftir því hvenær bóndinn er heima).
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er ekki til leiðinlegt starf í sveitinni.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi verður risið nýtt fjós, 2–3 sinnum fleiri kýr og fénu fjölgað.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Teljum að það megi gera talsvert betur í þeim málum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, ef Viðreisn kemur ekki nálægt landbúnaðarráðuneytinu.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Tækifærin eru í lambakjöti og skyri, ef menn halda rétt á spilunum.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ísskáparnir eru alltaf sneisafullir, enda margir munnar sem þarf að metta.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Reykt kindabjúgu og reykt folaldakjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar vatnsleiðslan í loftinu í nautahúsinu sprakk á nýársdag og 10–15 sentimetrar af vatni var á fóðurganginum sem gefið var vel á kvöldið áður. 
20 stiga frost úti og gripirnir rennandi blautir sem þar stóðu næstir.
 
 
 

2 myndir:

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...