Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fljótsbakki
Bóndinn 2. nóvember 2017

Fljótsbakki

Þórarinn tekur við búinu af ömmu sinni, Sólveigu Þórarinsdóttur, og afa sínum, Guðmundi Jóhannssyni, 1. júní 2009.  
 
Voru þá 18 kýr, 12 geldneyti og 70 ær. Geldneytahús var byggt 2012 fyrir 110 gripi, básum fjölgað í fjósinu og fjárhús byggð 2016 fyrir 300 ær (eru reyndar enn á byggingarstigi). 
 
Býli:  Fljótsbakki.
 
Staðsett í sveit:  Eiðaþinghá á Fljótsdalshéraði.
 
Ábúendur: Þórarinn Páll Andrésson og Indíana Ósk Magnúsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Þórarinn og Indíana eiga samanlagt 7 börn, Jónas Helgi 12 ára, Kristbjörn Logi 11 ára, Anna Guðlaug 8 ára, Sólveig Björg 7 ára, Sólrún Líf 5 ára, Andríana Margrét 4 ára og sá yngsti er fæddur 5. október síðastliðinn. Hundurinn Brúnó og heil ósköp af fjósköttum.
 
Stærð jarðar?  Um 410 ha, þar af 74 ha ræktaðir og um 64 ha af túnum nýttir á öðrum jörðum.
 
Gerð bús? Blandað bú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 24 mjólkurkýr, 130 geldneyti, sauðfé um 250, 5 (flóð) hestar, 1 hani og 24 hænur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Farið í fjós milli 6 og 7, svo koma krakkaskaranum af stað í skólann og fleygja í ærnar. Þórarinn vinnur mikið utan heimilis við alls konar störf, rúllun, skítakstur og afleysingar fyrir bændur svo eitthvað sé nefnt. Indíana vinnur í Landstólpa á Egilsstöðum. Farið í kvöldfjós milli 6 og 8 og kíkt í fjárhúsin (fer eftir því hvenær bóndinn er heima).
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er ekki til leiðinlegt starf í sveitinni.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi verður risið nýtt fjós, 2–3 sinnum fleiri kýr og fénu fjölgað.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Teljum að það megi gera talsvert betur í þeim málum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, ef Viðreisn kemur ekki nálægt landbúnaðarráðuneytinu.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Tækifærin eru í lambakjöti og skyri, ef menn halda rétt á spilunum.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ísskáparnir eru alltaf sneisafullir, enda margir munnar sem þarf að metta.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Reykt kindabjúgu og reykt folaldakjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar vatnsleiðslan í loftinu í nautahúsinu sprakk á nýársdag og 10–15 sentimetrar af vatni var á fóðurganginum sem gefið var vel á kvöldið áður. 
20 stiga frost úti og gripirnir rennandi blautir sem þar stóðu næstir.
 
 
 

2 myndir:

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...