Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjörulallar vilja gagnast kindum
Fræðsluhornið 8. maí 2018

Fjörulallar vilja gagnast kindum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarkvikindi sem nefnist fjörulalli hefur oft sést í fjörum víða um land. Lalli gengur stundum á landi um fengitímann og hann þá verið skaðlegur sauðkindum þar sem hann reynir að gagnast ánum.

Einn veturinn bar mikið á ásókn fjörulalla í sauðkindur við Breiðafjörð um brundtíðina og áttu margar þeirra ýmiss konar óskapnað vorið eftir. Til dæmis var munnur neðan á hálsi, sex eða jafnvel átta fætur á lömbum og löng rófa eins og á hundi.

Öfuguggi
Í þjóðsögum er talað um kvikindi sem kallast öfuguggi og mun vera fiskur sem uggarnir snúa öfugt á. Öfuguggi, sem er baneitraður, er í flestum tilfellum silungur sem veiðist í vötnum.

Sagt er að Í Myrkravatni á Botnsheiði hafist ekki annar fiskur við en baneitraður öfuguggi. Einu sinn fór maður sem ekki trúði á öfugugga út á Myrkravatn um vetur til að veiða í gegnum ís. Einn fiskur beit á hjá manninum en allir uggar hans sneru aftur. Varð honum svo mikið um að hann skar á línuna og stakk fiskurinn þegar aftur niður um vökina.

Allir látnir nema ein stúlka
Svo bar til á hjáleigunni Kaldrana á Reykhólum, að komið var að öllu heimilisfólkinu látnu nema einni lítilli stúlku. Fólkið sat stirðnað á rúmum sínum í baðstofunni með askana á knjám sér og hafði verið að éta silung. Við athugun kom í ljós að silungur þessi var öfuguggi sem veiddur hafði verið í Grundarvatni uppi á Reykjanesfjalli ofan við Reykhóla, en öfuguggi er baneitraður, eins og flestum hefði mátt vera kunnugt. Litla stúlkan hafði ekki viljað silunginn og slapp þess vegna lífs frá málsverðinum.

Ferfættur hafbúi
Skeljaskrímsli er ferfætt kvikindi sem talið er að eigi sér heimkynni í sjó við Ísland og kemur stundum á land þegar tekur að skyggja. Kvikindi þetta er mjög erfitt viðureignar og sagt að blýkúlur vinni ekki á því heldur eingöngu byssukúlur úr silfri eða lambasporð.

Stærð skeljaskrímslisins er sagt á við hross og er það með kryppu á bakinu. Fæturnir eru stuttir, gildir með klær og sporin nánast kringlótt. Kvikindið með langan hala. Hálsinn er digur, skoltar langir og tennur stórar. Augun rauð. Búkurinn er að mestu hulinn þéttum og litfögrum skelja- eða hreisturflögum sem stirnir á í tunglskini. Mikil fýla fylgir þessari forynju.

Gælunöfn hákarls
Hákarl hefur verið nefndur ýmsum nöfnum á íslensku, bæði gælunöfnum og svonefndum feluorðum. Meðal þeirra eru axskeri, blágot, blápískur, brettingur, deli, got, grágot, gráni, hafkerling, háskerðingur, hvolpur, raddali, rauðgot, skauli, skerill, skufsi. Hákarl hefur einnig gengið undir nöfnum eins og bauni, háki, háksi, láki og sá grái.

Nafngiftir hákarls fóru oft eftir stærð hans og útliti. Deli var haft um stutta digra hákarla, dusi um stóran hákarl, gotungur um feitan hákarl, lopi um miðlungsstóran, níðingur um hákarl sem var styttri en fimm álnir, hundur, raddali, skauli og snókur um lítinn hákarl og ælingi var haft um hákarl sem var á mörkum þess að vera talinn nýtur.

Skylt efni: Stekkur | fjörullali

Bændur bera skarðan hlut frá borði
Fréttir 7. október 2022

Bændur bera skarðan hlut frá borði

Á hagtölusíðu Bændablaðsins er tekið dæmi um hvernig verðmæti á frönskum kartöfl...

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður
Fréttir 7. október 2022

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður

Það er ekkert launungarmál að heimsfaraldurinn og síðar innrás Rússa í Úkr...

Fer betur með féð
Fréttir 7. október 2022

Fer betur með féð

Tvær nýjar réttir voru teknar í notkun í Strandabyggð í síðasta mánuði. O...

Gripir að skila sér rýrari af fjalli
Fréttir 6. október 2022

Gripir að skila sér rýrari af fjalli

Myndarlegur fjárhópur á haustbeit í Hænuvík í Patreksfirði. Líklegt er að...

Tugmilljónum alifugla fargað
Fréttir 6. október 2022

Tugmilljónum alifugla fargað

Á síðastliðnu árið, frá 30. september 2021 til 30. september 2022, var um 48...

Endurvakning í uppsiglingu
Fréttir 6. október 2022

Endurvakning í uppsiglingu

Sóttvarnarstofnun Danmerkur hefur gefið út að lýðheilsu standi ekki ógn af e...

Tugprósenta hækkun á áburðarverði
Fréttir 6. október 2022

Tugprósenta hækkun á áburðarverði

Feiknarlegur skjálfti á orkuverði í Evrópu hefur leitt til mikilla verðhækka...

Mikil eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 5. október 2022

Mikil eftirspurn eftir lóðum

Töluverð eftirspurn er eftir húsnæði, byggingarlóðum og lóðum undir atvinnun...