Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ísabella Jónsdóttir með flottan lax.
Ísabella Jónsdóttir með flottan lax.
Mynd / Jón Þór
Í deiglunni 30. ágúst 2017

Fjör hjá ungum veiðimönnum við Brynjudalsá

Höfundur: Gunnar Bender
Brynjudalsá í Hvalfirði er laxveiðiá sem gefur vel af laxi á hverju sumri og núna er áin komin í 100 laxa og það er víða kominn lax í hana. Jafnvel í innstu veiðistaði inni á dal. 
 
Ungir veiðimenn voru á árbakkanum fyrir fáum dögum  og skemmtu sér vel,  enda veiðin góð og fiskur að taka fluguna.
 
„Jú, þetta var gaman, við fengum 7 laxa með krakkana en þetta er árleg veiðiferð. Í fyrra var það Laxá í Dölum og þar veiddist vel,“ sagði Jón Þór Júlíusson, sem byrjaði kornungur að veiða með föður sínum, Júlíusi Jónssyni.
 
,,Áin er komin í 100 laxa og við fengum fína 7 laxa á fluguna vítt og breitt um ána. Það þarf kannski aðeins að aðstoða liðið, en þau eru áhugasöm og vilja landa fisknum alveg sjálf,“ sagði Jón enn fremur.
Bara er veitt á flugu í Brynjudalsá eins og Laxá í Kjós í næsta nágrenni. Eina áin sem leyfir maðk á svæðinu er Botnsá og þar voru veiðimenn að fá fisk í vikunni.

Skylt efni: Brynjudalsá

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara