Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ísabella Jónsdóttir með flottan lax.
Ísabella Jónsdóttir með flottan lax.
Mynd / Jón Þór
Í deiglunni 30. ágúst 2017

Fjör hjá ungum veiðimönnum við Brynjudalsá

Höfundur: Gunnar Bender
Brynjudalsá í Hvalfirði er laxveiðiá sem gefur vel af laxi á hverju sumri og núna er áin komin í 100 laxa og það er víða kominn lax í hana. Jafnvel í innstu veiðistaði inni á dal. 
 
Ungir veiðimenn voru á árbakkanum fyrir fáum dögum  og skemmtu sér vel,  enda veiðin góð og fiskur að taka fluguna.
 
„Jú, þetta var gaman, við fengum 7 laxa með krakkana en þetta er árleg veiðiferð. Í fyrra var það Laxá í Dölum og þar veiddist vel,“ sagði Jón Þór Júlíusson, sem byrjaði kornungur að veiða með föður sínum, Júlíusi Jónssyni.
 
,,Áin er komin í 100 laxa og við fengum fína 7 laxa á fluguna vítt og breitt um ána. Það þarf kannski aðeins að aðstoða liðið, en þau eru áhugasöm og vilja landa fisknum alveg sjálf,“ sagði Jón enn fremur.
Bara er veitt á flugu í Brynjudalsá eins og Laxá í Kjós í næsta nágrenni. Eina áin sem leyfir maðk á svæðinu er Botnsá og þar voru veiðimenn að fá fisk í vikunni.

Skylt efni: Brynjudalsá

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...