Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ísabella Jónsdóttir með flottan lax.
Ísabella Jónsdóttir með flottan lax.
Mynd / Jón Þór
Í deiglunni 30. ágúst 2017

Fjör hjá ungum veiðimönnum við Brynjudalsá

Höfundur: Gunnar Bender
Brynjudalsá í Hvalfirði er laxveiðiá sem gefur vel af laxi á hverju sumri og núna er áin komin í 100 laxa og það er víða kominn lax í hana. Jafnvel í innstu veiðistaði inni á dal. 
 
Ungir veiðimenn voru á árbakkanum fyrir fáum dögum  og skemmtu sér vel,  enda veiðin góð og fiskur að taka fluguna.
 
„Jú, þetta var gaman, við fengum 7 laxa með krakkana en þetta er árleg veiðiferð. Í fyrra var það Laxá í Dölum og þar veiddist vel,“ sagði Jón Þór Júlíusson, sem byrjaði kornungur að veiða með föður sínum, Júlíusi Jónssyni.
 
,,Áin er komin í 100 laxa og við fengum fína 7 laxa á fluguna vítt og breitt um ána. Það þarf kannski aðeins að aðstoða liðið, en þau eru áhugasöm og vilja landa fisknum alveg sjálf,“ sagði Jón enn fremur.
Bara er veitt á flugu í Brynjudalsá eins og Laxá í Kjós í næsta nágrenni. Eina áin sem leyfir maðk á svæðinu er Botnsá og þar voru veiðimenn að fá fisk í vikunni.

Skylt efni: Brynjudalsá

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.