Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fjárvís tekur á móti upplýsingum úr arfgerðagreiningum RML
Fréttir 11. júlí 2022

Fjárvís tekur á móti upplýsingum úr arfgerðagreiningum RML

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) er nú unnið að því að taka inn upplýsingar í skýrsluhaldskerfið Fjárvís úr stóra átaksverkefninu í arfgerðagreiningum sauðfjár. Unnið hefur verið að því síðustu mánuði að gera Fjárvís í stakk búið að taka á móti þessum upplýsingum og í lok júní voru fyrstu gögnin komin þar inn.

Að sögn Gunnfríðar Elínar Hreiðarsdóttur, verkefnastjóra hjá RML, sem, ásamt Eyjólfi Ingva Bjarnasyni, stýrir aðlögunarferli Fjárvís, verður á næstu vikum unnið að því að koma öllum tækum upplýsingum inn í kerfið og svo verða niðurstöður aðgengilegar bændum jafnóðum og þær berast. Þar munu bændur hafa yfirlit um smitnæmi allra gripa gagnvart riðu, sem greindir hafa verið, og hægt að nýta þær inn í ræktunarstarfið.

Mikilvægt að auðvelt sé að lesa úr upplýsingunum

„Það er mikilvægt að upplýsingar um arfgerðir einstakra gripa séu settar fram á þann hátt að auðvelt sé að lesa úr þeim og í framhaldi vinna með þær í ræktunarstarfinu. Allar niðurstöður um arfgerðir í einstökum sætum verða auðvitað aðgengilegar í upplýsingum um hvern grip en hvað varðar framsetningu og leiðbeiningar um hvernig rétt er að vinna með einstakar arfgerðir hefur sú leið verið farin að auðkenna gripi með mismunandi litum flöggum eftir því hvaða arfgerð þeir greinast með.

Litamerkingar gripa með hliðsjón af arfgerðum eftir næmi fyrir riðusmiti, eins og þær birtast í gripalista í Fjárvís. Mynd / Skjáskot úr Fjárvís

Hver litur af flaggi táknar þá ákveðið stig af næmi fyrir riðusmiti, hvað það þýðir og hvernig skynsamlegt er að vinna með viðkomandi einstaklinga í ræktunarstarfinu.

Þegar arfgerðagreiningar hafa verið lesnar inn er hægt að nálgast niðurstöðurnar annars vegar í gripalista þar sem viðeigandi flögg birtast þá fyrir framan númer og nafn grips og hægt er að velja inn dálka sem sýna nánari upplýsingar um samsetta arfgerð og arfgerðir í hverju sæti fyrir sig. Einnig er kominn inn nýr flipi, „Arfgerðargreiningar (DNA), þar sem upplýsingar um greiningu sjást. Einnig hefur verið útbúin sýnaleit fyrir bændur sem er aðgengileg efst á forsíðunni. Þar er hægt að nálgast niðurstöður fyrir alla greinda gripi á búinu án þess að gripir sem ekki hafa greiningu séu að trufla,“ segir Gunnfríður.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...