Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Feldfjárrækt - skilgreiningar og áherslur
Lesendarýni 9. desember 2014

Feldfjárrækt - skilgreiningar og áherslur

Höfundur: Sveinn Hallgrímsson
Ég finn mig knúinn til að biðja Bændablaðið fyrir grein um feldfé, ræktunarmarkmið og áherslur.

Sveinn Hallgrímsson.
Fyrir 35 árum lenti íslensk sauð­fjárrækt í alvar­legum hremmingum þegar markaðir fyrir kjöt lokuðust, en sauðfjárfjöldi hafði náð hámarki, tæp 890 þúsund vetrarfóðraðar kindur 1978–´79.
 
Þáverandi formaður Stéttarsambands bænda, Gunnar Guðbjartsson, kom að máli við okkur sem störfuðum sem ráðunautar í sauðfjárrækt hjá Búnaðarfélagi Íslands. Við vorum beðnir að koma með tillögur um nýbreytni í sauðfjárrækt. Gera framleiðsluna fjölbreyttari, skjóta fleiri stoðum undir framleiðsluna og verðmætasköpun í greininni.  Ég skilaði stjórn Stéttarsambandsins tillögum um 6 atriði sem skoða mætti.
 
  • Feldfjárrækt.
  • Sérstaka ullarframleiðslu.
  • Unglambaskinn.
  • Sauðamjólk og sauðaostar.
 
Slátrun utan hefðbundins sláturtíma, jólalömb, páskalömb, sumarslátrun.  Allt miðaðist þetta við að auka framboð á fersku kjöti, auka neysluna.
 
Útflutningur á lifandi fé
 
Stjórn stéttarsambandsins hvatti mig til að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd og styrkti mig til að kynna mér feldfjárrækt í Svíþjóð. Var ég sendur þangað og kynntist þar dómum á feldfé og feldræktun Svía. Þar var einkum um að ræða ræktun á gráa Gotlandsfénu.
 
Næsta haust fengum við hingað sænskan feldfjárdómara. Hann taldi góðar líkur á að unnt væri að bæta feldeiginleika fjárins á ákveðnum svæðum. Fljótt kom í ljós að feldeiginleikar voru einkum á tveimur svæðum. Á ákveðnum bæjum í Strandasýslu og í Meðallandi og víðar. Strandamenn voru ekki áhugasamir um að taka þátt í feldræktinni, en stofnað var til félags um ræktunina í Meðallandi, Feldfjárræktarfélag Leiðvallahrepps. Þar hefur starfsemin verið síðan en félögum hefur fækkað. Nú í haust fjölgaði verulega í félagsskapnum.
 
Markmið feldfjárræktar eru eftirfarandi:
 
  • Að auka gæði feldgærunnar; hærra hlutfall togs og það sé fínt, hrokkið og gljáandi en þelið sé sem minnst. Litur skal vera jafn um allan bolinn.
     
  • Að auka frjósemi, mjólkurlagni og bæta byggingarlag, eins og í öðru íslensku fé.
Markmiðin eru því þau sömu og í öðru fé, en sérstök áhersla er á feldgæðum, meðan verið er að ná þeim eiginleika upp í þau gæði sem teljast viðunandi.  Við höfum þegar náð þessum gæðum í Meðallandi, en  allt of fáir einstaklingar eru í þeim gæðaflokki. Þeim þarf að fjölga.   Byggingarlag er hins vegar lakara en æskilegt væri. 
 
Ég bind miklar vonir við nýja einstaklinga sem hafa komið inn í ræktunina á síðustu árum. Ég vil í þessu sambandi vekja athygli á því að fyrir fimmtíu árum var rifist um það hvort hægt væri að sameina mjólkurlagni áa og góða byggingu, en Stefán Aðalsteinsson hélt því fram að lágfættar og holdþéttar ær væru ekki eins mjólkurlagnar. Ég benti á í grein í Búnaðarblaðinu 1968 að meðan valið væri sterkt fyrir byggingu, gæti það leitt til minni mjólkurlagni. Ekki vegna þess að ekki væri hægt að sameina þessa eiginleika, heldur vegna þess að meðan valið er sterkt fyrir ákveðnum eiginleika, hann settur í 1. sæti, eins og gert var með byggingarlagið á tímum Halldórs Pálssonar, verða aðrir eiginleikar útundan. Úrvalið fyrir þeim verður ekki eins sterkt.
 
Fyrir 45 árum kom ég á hrútasýningu í Reykjahverfi. Þar var mættur flekkóttur hrútur. Sá merki maður, Jón H. Þorbergsson, var mættur á sýninguna. Hann kom til mín og tjáði mér að þessum flekkótta hrút myndi hann vísa frá dómi. Jón var þarna að tjá mér þá stefnu sem hafði verið ríkjandi þegar hann lærði í Skotlandi. Það átti að rækta hrein kyn. Allar kindur hvítar og hafa svipað útlit.
 
Hrein kyn! - Sem betur fer vildi ég viðhalda öllum litum hjá íslenska fénu. Ég held að við hefðum ekki verið ánægð með að hafa útrýmt mislita fénu.
 
Það er afar bagalegt að sumir ráðunautar líta á feldræktina sömu augum og viðhald ferhyrnds fjár og forystufjár. Við erum að rækta alhliða stofn, þar sem kjötið er aðalatriðið, en ullin og gæran verðmæt aukaafurð. 
 
Ég ætla svo að láta það koma hér fram að lokum, að fyrir 60 árum fengu íslenskir bændur jafn mikið fyrir gráu gæruna eins og Svíar. Tuttugu árum seinna fengu sænskir bændur 4 sinnum hærra verð fyrir gráa gæru en íslensku bændurnir. Ástæðan; feldgæði voru vitlaust skilgreind í ræktun gráa fjárins. 
 
Meðan feldgæðin bötnuðu hjá Svíum hnignaði þeim hjá okkur. Feldgæði voru vitlaust skilgreind hjá okkur. Mér þykir slæmt að horfa upp á að mislita féð hefur ekki verið ræktað með tilliti til ullargæða, eða til að bæta liti t.d. svarta og mórauða fjárins. Gæði mórauða og svarta litarins hefur hnignað mikið síðustu áratugina, eins og feldgæðum gráa fjárins!
Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...