Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
FBI handtekur mann fyrir stuld á erfðaefni plantna
Fréttir 1. mars 2016

FBI handtekur mann fyrir stuld á erfðaefni plantna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Maður hefur játað að hafa stolið erfðabreyttu fræi af maís­kólfum í ræktun í Iowa-ríki í Bandaríkjunum. FBI hafði fylgst með manninum í tvö og hálft ár og allt að tíu ára fangelsisdómur getur legið við slíkum þjófnaði.

Reyndar er málið æsispennandi og í anda bestu njósnasögu. Menn frá Bandarísku alríkislögreglunni, FBI, höfðu fylgst með ferðum mannsins, sem er Kínverji en bandarískur ríkisborgari, um miðríki Bandaríkjanna í tvö og hálft ár, komið fyrir staðsetningartæki á bifreið hans og hlerað símann hans. Stolnu fræin fundust við húsleit heima hjá honum í umbúðum utan af örbylgjupoppi. Sá seki sagðist við fyrstu yfirheyrslu hafa ætlað að færa ættingjum sínum í Kína örbylgjupoppið sem gjöf.

Maísinn sem um ræðir var þróaður af líftæknideildum Monsanto og DuPont og varinn með einkaleyfi. Kínverjinn hefur viðurkennt að ætlunin hafi verið að fara með fræin til Kína þar sem fyrirtæki sem hann starfar fyrir hafi ætlað að nota þau við kynbætur í eigin maísræktun.

Allt að tíu ára fangelsisdómur og fimm milljóna bandaríkjadala sekt getur legið við slíkum þjófnaði fái maðurinn þyngsta dóm. Auk Kínverjans liggja sex Bandaríkjamenn undir grun um að að hafa ætlað að selja erfðabreytt fræ í eigu DuPont og Monsanto til fyrirtækis í Kína.

Málið gegn Kínverjanum er það fyrsta sinnar gerða en talið er að þjófnaður af þessu tagi hafi átt sér stað um nokkurra ára skeið.

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...