Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
FBI handtekur mann fyrir stuld á erfðaefni plantna
Fréttir 1. mars 2016

FBI handtekur mann fyrir stuld á erfðaefni plantna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Maður hefur játað að hafa stolið erfðabreyttu fræi af maís­kólfum í ræktun í Iowa-ríki í Bandaríkjunum. FBI hafði fylgst með manninum í tvö og hálft ár og allt að tíu ára fangelsisdómur getur legið við slíkum þjófnaði.

Reyndar er málið æsispennandi og í anda bestu njósnasögu. Menn frá Bandarísku alríkislögreglunni, FBI, höfðu fylgst með ferðum mannsins, sem er Kínverji en bandarískur ríkisborgari, um miðríki Bandaríkjanna í tvö og hálft ár, komið fyrir staðsetningartæki á bifreið hans og hlerað símann hans. Stolnu fræin fundust við húsleit heima hjá honum í umbúðum utan af örbylgjupoppi. Sá seki sagðist við fyrstu yfirheyrslu hafa ætlað að færa ættingjum sínum í Kína örbylgjupoppið sem gjöf.

Maísinn sem um ræðir var þróaður af líftæknideildum Monsanto og DuPont og varinn með einkaleyfi. Kínverjinn hefur viðurkennt að ætlunin hafi verið að fara með fræin til Kína þar sem fyrirtæki sem hann starfar fyrir hafi ætlað að nota þau við kynbætur í eigin maísræktun.

Allt að tíu ára fangelsisdómur og fimm milljóna bandaríkjadala sekt getur legið við slíkum þjófnaði fái maðurinn þyngsta dóm. Auk Kínverjans liggja sex Bandaríkjamenn undir grun um að að hafa ætlað að selja erfðabreytt fræ í eigu DuPont og Monsanto til fyrirtækis í Kína.

Málið gegn Kínverjanum er það fyrsta sinnar gerða en talið er að þjófnaður af þessu tagi hafi átt sér stað um nokkurra ára skeið.

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu
Fréttir 14. júlí 2025

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu

Landsáætlun stjórnvalda og bænda um útrýmingu á sauðfjárriðu var nýlega endurútg...