Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
FBI handtekur mann fyrir stuld á erfðaefni plantna
Fréttir 1. mars 2016

FBI handtekur mann fyrir stuld á erfðaefni plantna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Maður hefur játað að hafa stolið erfðabreyttu fræi af maís­kólfum í ræktun í Iowa-ríki í Bandaríkjunum. FBI hafði fylgst með manninum í tvö og hálft ár og allt að tíu ára fangelsisdómur getur legið við slíkum þjófnaði.

Reyndar er málið æsispennandi og í anda bestu njósnasögu. Menn frá Bandarísku alríkislögreglunni, FBI, höfðu fylgst með ferðum mannsins, sem er Kínverji en bandarískur ríkisborgari, um miðríki Bandaríkjanna í tvö og hálft ár, komið fyrir staðsetningartæki á bifreið hans og hlerað símann hans. Stolnu fræin fundust við húsleit heima hjá honum í umbúðum utan af örbylgjupoppi. Sá seki sagðist við fyrstu yfirheyrslu hafa ætlað að færa ættingjum sínum í Kína örbylgjupoppið sem gjöf.

Maísinn sem um ræðir var þróaður af líftæknideildum Monsanto og DuPont og varinn með einkaleyfi. Kínverjinn hefur viðurkennt að ætlunin hafi verið að fara með fræin til Kína þar sem fyrirtæki sem hann starfar fyrir hafi ætlað að nota þau við kynbætur í eigin maísræktun.

Allt að tíu ára fangelsisdómur og fimm milljóna bandaríkjadala sekt getur legið við slíkum þjófnaði fái maðurinn þyngsta dóm. Auk Kínverjans liggja sex Bandaríkjamenn undir grun um að að hafa ætlað að selja erfðabreytt fræ í eigu DuPont og Monsanto til fyrirtækis í Kína.

Málið gegn Kínverjanum er það fyrsta sinnar gerða en talið er að þjófnaður af þessu tagi hafi átt sér stað um nokkurra ára skeið.

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024
Fréttir 22. febrúar 2024

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024

Seljavellir í Nesjum í Hornafirði var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda Bænda...

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.