Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Falskt öryggi
Skoðun 1. september 2015

Falskt öryggi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Það er sannarlega þörf á að vera vakandi í umferðinni, ekki síst ef umferðaryfirvöld virðast ekki fylgja eftir þeim reglum sem hér eiga að gilda. 
 
Oft heyrir maður gagnrýnt að bændur séu að þvælast á dráttarvélum sínum úti í umferðinni einmitt þegar þéttbýlisbúar eru mest á ferðinni yfir sumartímann í sínum sumarleyfum. Þá virðast menn lítt taka tillit til þess að grasið sprettur bara á sumrin og heyskapur kallar á umferð dráttarvéla á milli túna. Undirritaður veit þó ekki betur en bændur forðist eins og hægt er að ferja vinnuvélar á milli svæða yfir hádaginn, heldur nýti fremur kvöld og nætur til þess. Eiga þeir upp til hópa sannarlega heiður skilið fyrir tillitssemina. 
 
Það er aftur á móti annað mál sem varðar öryggi vegfarenda sem stingur í augu og varðar kannski enn frekar þéttbýlisbúa og aðra þar sem umferðin er mest. Þar er um að ræða dagsljósabúnað ökutækja. 
Evrópuvaktin tilkynnti það með viðhöfn í ágúst 2011 að nýir bílar og litlir flutningabílar, sem smíðaðir eru hjá evrópskum framleiðendum, verða með sjálfvirkum dagsljósabúnaði frá og með mánudegi 7. febrúar sama ár. Var þetta sagt liður í aðgerðum framkvæmdastjórnar ESB til að auka umferðaröryggi. Vitnað var í Antonio Tajani, iðnaðarmálastjóra ESB, sem sagði að þetta yrði ekki aðeins til að auka öryggi heldur einnig til að draga úr orkunotkun ökutækja og CO2 útblæstri. Virðist sem síðan hafi ríkt algjört sinnuleysi hjá íslenskum umferðaryfirvöldum varðandi þennan búnað, enda allt sem frá ESB kemur væntanlega Guði þóknanlegt. 
 
Nú eru í umferðinni fjöldinn allur af nýjum og nýlegum bílum sem eru með svokallaðan dagsljósabúnað. Gallinn er bara sá að hann kveikir einungis á stöðuljósum framan á bílunum, en ekki að aftan. Stöðuljós eru eðli samkvæmt dauf ljós og virka því alls ekki til að vekja athygli á bílnum úti á vegum í dagsbirtu. Er þetta sérlega bagalegt á malarvegum þar sem rykmökkur liggur yfir í mikilli umferð. Fólk treystir á sjálfvirknina, en áttar sig ekki á hvað stöðuljósin eru dauf. Þá áttar það sig heldur ekki á að aftan á bílunum eru engin ljós og í myrkri skapar þetta stórkostlega hættu.  
 
Dagsljósabúnaðurinn sem nú er  á mörgum nýjum bílum virðist hugsunarlaust samþykktur af íslenskum umferðaryfirvöldum þótt hann uppfylli alls ekki þær kröfur sem gerðar voru af sömu yfirvöldum fyrir mörgum árum. Þess í stað er lögð mikil áhersla á, m.a. af skoðunarstöðvum, að ýmislegt annað sé í fullkomnu lagi, eins og númeraljós aftan á bílum. Er ekki kominn tími til að tekið sé á þessu máli áður en stórslys hljótast af?
Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...