Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eyrnaband með fölskum köðlum
Hannyrðahornið 18. október 2022

Eyrnaband með fölskum köðlum

Höfundur: Mæðgurnar í Handverkskúnst - www.garn.is

Fallegt og einfalt eyrnaband fyrir börn prjónað með fölskum kaðli úr DROPS Merino Extra Fine.

DROPS Design: Mynstur me-082-bn Stærðir: 2 (3/5) 6/9 (10/12) ára

Höfuðmál: ca 48/50 (50/52) 52/54 (54/56) cm

Garn: DROPS MERINO EXTRA FINE (fæst í Handverkskúnst) litur á mynd, ametist nr 36: 50 (50) 100 (100) g

Prjónar: Sokkaprjónar nr 4 og kaðlaprjónn

Prjónfesta: 21 lykkja x 28 umferðir = 10 x 10 cm.

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð.

EYRNABAND - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:

Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að aftan og saumað saman í lokin.

EYRNABAND:

Fitjið upp 30 (30) 36 (36) lykkjur á prjón nr 4 með DROPS Extra Fine. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan. Prjónið nú mynstur þannig: Prjónið mynsturteikningu A.1 – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð.

Haldið áfram með mynstur A.1. Prjónið þar til stykkið mælist 221⁄2 (231⁄2) 24 (241⁄2) cm (= helmingur af heildar lengd, mátaðu e.t.v. eyrnabandið og prjónaðu að óskaðri lengd). Nú er gerður kaðall fyrir miðju að framan á eyrnabandi þannig: Setjið fyrstu 15 (15) 18 (18) lykkjur á kaðlaprjón, prjónið þær 15-15-18-18 lykkjur sem eftir eru á prjóni. Prjónið síðan 15 (15) 18 (18) lykkjur af kaðlaprjóni. Haldið áfram fram og til baka með mynstur A.1 eins og áður þar til stykkið mælist ca 45 (47) 48 (49) cm – stykkið á að vera jafn langt hvoru megin við kaðal. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. Saumið eyrnabandið mitt að aftan, saumið innan við uppfitjunarkantinn og affellingarkantinn. Festið þráðinn.

Prjónakveðja, Mæðgurnar í Handverkskúnst - www.garn.is

Skylt efni: eyrnaband

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...