Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Uppi eru hugmyndir um að draga úr eftirliti á kjúklingakjöti innan Evrópu­sambandsins.
Uppi eru hugmyndir um að draga úr eftirliti á kjúklingakjöti innan Evrópu­sambandsins.
Fréttir 29. október 2018

ESB vill draga úr eftirliti á kjúklingakjöti

Höfundur: Vilmundur Hansen
Ef hugmyndir sem nú eru á sveimi innan reglugerðafargans Evrópusambandsins verða að veruleika má búast við að reglur um eftirlit með kjúklingakjöti verði rýmkaðar og að dregið verði úr eftirlitinu. Sérfræðingar segja óhjákvæmilegt annað en að matareitrunum muni fjölga í kjölfarið.
 
Samkvæmt núverandi reglum Evrópusambandsins er skylt að skoða alla kjúklinga sem er slátrað fyrir hugsanlegu smiti eða merkjum um smit áður en þeir fara á markað. Nú eru uppi hugmyndir um að draga úr eftirlitinu. Sérfræðingar segja að minna eftirlit muni óhjákvæmilega leiða til aukinnar tíðni matareitrana. 
 
Vilja draga úr eftirliti
 
Innan Evrópusambandsins eru uppi hugmyndir um að draga úr opinberu eftirliti með slátrun og heilbrigði kjúklinga sem fara á markað. Samkvæmt tillögum sem verið er að skoða er gert ráð fyrir því að í staðinn fyrir að hver einasti fugl verði skoðaður verði hér eftir einungis teknar stikkprufur til athugunar. Nýju reglurnar eiga aðallega að gilda um kjúklingaframleiðendur og afurðastöðvar sem standast opinberar kröfur um hreinlæti og sjúkdómavarnir. 
 
Rök fyrir minna eftirliti byggja á þeirri röksemd að öll meðferð á matvælum í dag sé betri en þegar fyrri reglur voru settar og að dregið hafi úr hættu á sýkingum.
 
Aukin hætta á smiti
 
Eftirlitsaðilar og talsmenn ýmissa neytendasamtaka segja aftur á móti að strangt eftirlit með kjúklingaslátrun og kjúklingakjöti sem fer á markað sé nauðsynlegt til að tryggja neytendum ósýkta vöru og benda á að kampýlóbakter sýking sé algengasta orsök matareitrunar í Evrópu. Fjöldi skráðra tilfella matareitrunar af völdum kampýlóbakter í Evrópu er um níu milljón á ári og fer vaxandi. Flest dæmin eru vegna smits úr kjúklingakjöti. 

Skylt efni: esb | Kjúklingar

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...