Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Uppi eru hugmyndir um að draga úr eftirliti á kjúklingakjöti innan Evrópu­sambandsins.
Uppi eru hugmyndir um að draga úr eftirliti á kjúklingakjöti innan Evrópu­sambandsins.
Fréttir 29. október 2018

ESB vill draga úr eftirliti á kjúklingakjöti

Höfundur: Vilmundur Hansen
Ef hugmyndir sem nú eru á sveimi innan reglugerðafargans Evrópusambandsins verða að veruleika má búast við að reglur um eftirlit með kjúklingakjöti verði rýmkaðar og að dregið verði úr eftirlitinu. Sérfræðingar segja óhjákvæmilegt annað en að matareitrunum muni fjölga í kjölfarið.
 
Samkvæmt núverandi reglum Evrópusambandsins er skylt að skoða alla kjúklinga sem er slátrað fyrir hugsanlegu smiti eða merkjum um smit áður en þeir fara á markað. Nú eru uppi hugmyndir um að draga úr eftirlitinu. Sérfræðingar segja að minna eftirlit muni óhjákvæmilega leiða til aukinnar tíðni matareitrana. 
 
Vilja draga úr eftirliti
 
Innan Evrópusambandsins eru uppi hugmyndir um að draga úr opinberu eftirliti með slátrun og heilbrigði kjúklinga sem fara á markað. Samkvæmt tillögum sem verið er að skoða er gert ráð fyrir því að í staðinn fyrir að hver einasti fugl verði skoðaður verði hér eftir einungis teknar stikkprufur til athugunar. Nýju reglurnar eiga aðallega að gilda um kjúklingaframleiðendur og afurðastöðvar sem standast opinberar kröfur um hreinlæti og sjúkdómavarnir. 
 
Rök fyrir minna eftirliti byggja á þeirri röksemd að öll meðferð á matvælum í dag sé betri en þegar fyrri reglur voru settar og að dregið hafi úr hættu á sýkingum.
 
Aukin hætta á smiti
 
Eftirlitsaðilar og talsmenn ýmissa neytendasamtaka segja aftur á móti að strangt eftirlit með kjúklingaslátrun og kjúklingakjöti sem fer á markað sé nauðsynlegt til að tryggja neytendum ósýkta vöru og benda á að kampýlóbakter sýking sé algengasta orsök matareitrunar í Evrópu. Fjöldi skráðra tilfella matareitrunar af völdum kampýlóbakter í Evrópu er um níu milljón á ári og fer vaxandi. Flest dæmin eru vegna smits úr kjúklingakjöti. 

Skylt efni: esb | Kjúklingar

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...