Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Uppi eru hugmyndir um að draga úr eftirliti á kjúklingakjöti innan Evrópu­sambandsins.
Uppi eru hugmyndir um að draga úr eftirliti á kjúklingakjöti innan Evrópu­sambandsins.
Fréttir 29. október 2018

ESB vill draga úr eftirliti á kjúklingakjöti

Höfundur: Vilmundur Hansen
Ef hugmyndir sem nú eru á sveimi innan reglugerðafargans Evrópusambandsins verða að veruleika má búast við að reglur um eftirlit með kjúklingakjöti verði rýmkaðar og að dregið verði úr eftirlitinu. Sérfræðingar segja óhjákvæmilegt annað en að matareitrunum muni fjölga í kjölfarið.
 
Samkvæmt núverandi reglum Evrópusambandsins er skylt að skoða alla kjúklinga sem er slátrað fyrir hugsanlegu smiti eða merkjum um smit áður en þeir fara á markað. Nú eru uppi hugmyndir um að draga úr eftirlitinu. Sérfræðingar segja að minna eftirlit muni óhjákvæmilega leiða til aukinnar tíðni matareitrana. 
 
Vilja draga úr eftirliti
 
Innan Evrópusambandsins eru uppi hugmyndir um að draga úr opinberu eftirliti með slátrun og heilbrigði kjúklinga sem fara á markað. Samkvæmt tillögum sem verið er að skoða er gert ráð fyrir því að í staðinn fyrir að hver einasti fugl verði skoðaður verði hér eftir einungis teknar stikkprufur til athugunar. Nýju reglurnar eiga aðallega að gilda um kjúklingaframleiðendur og afurðastöðvar sem standast opinberar kröfur um hreinlæti og sjúkdómavarnir. 
 
Rök fyrir minna eftirliti byggja á þeirri röksemd að öll meðferð á matvælum í dag sé betri en þegar fyrri reglur voru settar og að dregið hafi úr hættu á sýkingum.
 
Aukin hætta á smiti
 
Eftirlitsaðilar og talsmenn ýmissa neytendasamtaka segja aftur á móti að strangt eftirlit með kjúklingaslátrun og kjúklingakjöti sem fer á markað sé nauðsynlegt til að tryggja neytendum ósýkta vöru og benda á að kampýlóbakter sýking sé algengasta orsök matareitrunar í Evrópu. Fjöldi skráðra tilfella matareitrunar af völdum kampýlóbakter í Evrópu er um níu milljón á ári og fer vaxandi. Flest dæmin eru vegna smits úr kjúklingakjöti. 

Skylt efni: esb | Kjúklingar

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...