Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Eru bændur og sveitafólk sóðar?
Lesendarýni 15. júní 2015

Eru bændur og sveitafólk sóðar?

Höfundur: Guðrún Jónína Magnúsdóttir
Á síðustu árum hefur orðið mikil vitundarvakning um betri umgengni almennt. Sveitarfélög hafa þar gengið á undan með góðu fordæmi og stuðst við lög og reglur varðandi heilbrigðismál og almennan þrifnað. 
 
Átak hefur verið gert í að fjarlægja númerslausa bíla bæði á almannafæri og á einkalóðum, fá fólk til að hafa þrifalegt og snyrtilegt í kringum hús og býli. Flestir bregðast mjög vel við tilmælum sem þessum og taka tillit til nágranna og ferðamanna og sinna þeirri kröfu samtímans að þrífa jafn vel utan húss sem innan.
 
Þó eru nokkrir slóðar sem ekki sinna þessari sjálfsögðu kröfu og gera þar með samferðamönnum sínum lífið leitt. Þeir bregðast þá gjarna við tilmælum með spurningu eins og þessari.
 
Kemur það öðrum við hvort ég tek til hjá mér eða ekki?
 
Við fyrstu sýn virðist það einmitt vera þannig að það sé alfarið á ábyrgð þeirra sem um ganga hvernig þeir sinna sínu, en er það í rauninni svo? Hvort myndi það nú lækka eða hækka fasteignaverð á svæðinu ef nokkur húsanna eru vel hirt en önnur sprungin, ómáluð og lóðirnar þaktar rusli og drasli? Svarið liggur væntanlega í augum uppi, það er ábyggilega auðseljanlegra hús eða jörð þar sem almenn snyrtimennska ríkir og myndi einnig hækka fasteignamat. Þá er aftur spurningin hvort það sé ekki sveitarfélögum til gróða og sóma að sjá um að íbúar gangi vel um.
 
Hverju skiptir það þó númerslaus bíll sé  áralangt á einkalóð?
 
Væntanlega er hætta á að olía leki úr bílnum og mengi jarðveginn, börn að leik gætu farið sér að voða, dottið á glerbrot, læst sig inni og eyðilagt fötin sín til dæmis, margt fleira mætti upp telja. Nú er greitt skilagjald fyrir bifreiðar sem teknar hafa verið af skrá svo ekki ætti fjárhagur að vera því til fyrirstöðu að hægt sé að farga bílnum. Í raun og veru er verið að henda fjármunum með því að láta bílana menga jarðveg, taka upp pláss, sjónmenga og almennt vera til óþurfta þar sem þeir eru skildir eftir.
 
Hvaða mengunarkjaftæði er þetta?
 
Hér áðan var nefnt að olía gæti lekið úr bifreiðum sem standa árum og  jafnvel áratugum saman á sama stað. En það er fleira sem þarf að huga að, gaskútar sem skildir eru eftir utan dyra og gætu auðveldlega sprungið ef kviknar í og kannski þyrfti nú ekki mikið til að kviknaði í þar sem jarðvegurinn er orðinn olíumettaður fyrir.
 
Rafgeymar sem gætu sýrumengað í kringum sig, bíldekk sem eru forláta eldsmatur og henta vel ofan á olíufylltu plani til dæmis.
 
Útihús og ræktað land
 
Mikið átak hefur verið gert í því að rífa gömul hús sem fokhætta stafar af og er það vel, en betur má ef duga skal og úti um allar sveitir eru slík hús með hálfum þökum, brotnum gluggum og rusli og drasli allt í kring. Útihús sem standa hálf uppi og í miðjum ruslahrúgum eru enn of algeng sjón því miður og síðast en ekki síst, rúlluplasttægjur sem hanga á girðingum á vorin og blakta í vorgolunni eins og rifin nærhöld eða vefjast utan um girðingarstaura og gróður í görðum þeirra sem eru svo óheppnir að búa nærri þeim sóðum sem hirða ekki um að tína upp sitt eigið plast.
 
Umhverfisdólgar sem sýna ofbeldi
 
Oft hefur verið rætt um að þeir sem aka hratt og sýni ókurteisi í umferðinni séu í raun að sýna ófyrirgefanlegt ofbeldi. Þeir sem ganga um eins og meðfylgjandi myndir sýna eru að sýna samferðafólki sínu og nágrönnum ofbeldi. Þeir eru svokallaðir umhverfisdólgar.
 
Ganga sveitarfélög á undan með góðu fordæmi?
 
Já, það skyldi maður nú halda miðað við það sem fyrst kom fram í þessari grein. En er það svo í raun og veru? Halda kannski sveitarstjórnarmenn hlífiskildi yfir svona umgengni vegna kunningsskapar við viðkomandi umhverfissóða eða vegna meðvirkni, þ.e.a.s. eru hræddir við að móðga eða styggja viðkomandi eða er um einhver önnur hagsmunasjónarmið að ræða?
 
Hvað segir það um þá sem eiga að fylgjast með og hafa eftirlit ef svona umgengni er leyfð árum og jafnvel áratugum saman án þess að nokkuð sé sagt eða gert?
 
Hvað ætli nágrannar þessara umhverfisdólga séu búnir að kvarta oft án þess að fá leiðréttingu sinna mála? Eða eiga þeir engan rétt? Eru allir í kring orðnir svo samdauna sóðaskapnum að þeim finnist þetta í lagi? Hvað með ferðamenn, er þetta það sem við viljum sýna þeim sem leggja leið sína til landsins?
 
Eilífur yfirgangur
 
Greinarhöfundur er meðal þeirra óheppnu sem hafa ekki náð eyrum forráðamanna í sínu sveitarfélagi þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og kvartanir og situr því uppi með sóðaskapinn hér á myndunum í sínu nánasta umhverfi. Nú er orðið ár síðan þessi grein var kynnt fyrir sveitarstjórn viðkomandi svæðis og heilbrigðiseftirliti sömuleiðis. 
 
Smá yfirbót var gerð, þ.e.a.s. bílaverkstæði á staðnum fékk áminningu og undanþágu til að koma sínum málum í lag. Þar var hreinsað aðeins til og olíumenguð möl flutt yfir veginn, þar var henni ýtt út og mold jöfnuð yfir. Þetta er við hliðina á skika þar sem hestar eru á beit og stendur hærra þannig að mengunin rennur óhindruð niður á skikann. Umgengni á fjárhúsi á svæðinu er þannig að rollurnar rölta um allt lausar og hundarnir dröslast með sjálfdauð lömb í kjaftinum fram og til baka.
 
Myndirnar sem hér fylgja með eru teknar á 2 km svæði í Borgarfirði. Útlitið í Borgarbyggð er því miður svona á fleiri stöðum. Nú skyldi maður halda að nágrenni við höfuðborgarsvæðið og almenn menntun og upplýsingar yrði til þess að menn tækju höndum saman og löguðu til en svo er ekki. Sveitarstjórn virðist hafa sofnað á verðinum og heilbrigðisfulltrúi sömuleiðis. Kvartanir vegna þessarar  umgengni hafa þó dunið á sveitarstjórnarmönnum á þriðja ár en ekkert gerist.
 
Það er hér með skorað á landann og sveitarstjórnir um allt land að líta sér nær og taka  til í sínu nærumhverfi. Ekkert okkar vill sofna á verðinum og vakna svo upp við vondan draum. Tökum til í dreifbýlinu! Líðum ekki dólgunum eilífan yfirgang!
 
Guðrún Jónína Magnúsdóttir
í Smábæ.

7 myndir:

Skylt efni: sóðasakapur

Starfshópur um stofnun þjóðgarðs
Fréttir 9. september 2024

Starfshópur um stofnun þjóðgarðs

Drífa Hjartardóttir hefur verið skipuð formaður starfshóps sem á að undirbúa og ...

Atrenna að minni losun landbúnaðar
Fréttir 6. september 2024

Atrenna að minni losun landbúnaðar

Í uppfærðri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, sem kynnt var í vor og e...

Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða
Fréttir 6. september 2024

Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða

Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum var kynnt um miðjan júní. Nýlega var skipuð ve...

Nýr hornsteinn lagður að Sögu
Fréttir 5. september 2024

Nýr hornsteinn lagður að Sögu

Lagður var nýr hornsteinn að húsinu sem lengst af gekk undir nafninu Bændahöllin...

Upplýsingasíða um riðuvarnir
Fréttir 5. september 2024

Upplýsingasíða um riðuvarnir

Karólína Elísabetardóttir í Hvammshlíð, frumkvöðull í riðumálum, hefur tekið sam...

Hálfíslenskur bóndi á lífrænu búi
Fréttir 5. september 2024

Hálfíslenskur bóndi á lífrænu búi

Á ferð sinni um Jótland hitti Magnús Halldórsson, umsjónarmaður Vísnahorns Bænda...

Viðfangsefnin spanna alla virðiskeðjuna
Fréttir 5. september 2024

Viðfangsefnin spanna alla virðiskeðjuna

Matís gaf Grænmetisbókina út í sumar, sem er heildstætt vefrit um margar hliðar ...

Óviðjafnanleg fágun
Fréttir 5. september 2024

Óviðjafnanleg fágun

Bændablaðið fékk til prufu EQE SUV rafmagnsbílinn frá Mercedes Benz. Um er að ræ...

Brögðóttur Aðalsteinn
10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði
10. september 2024

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði

Manstu vorið?
10. september 2024

Manstu vorið?

Berjaflóra Íslendinga
10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Af hverju lífræni dagurinn?
10. september 2024

Af hverju lífræni dagurinn?