Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Erfðabreytt fóður bannað í íslenskri sauðfjárrækt
Fréttir 22. september 2016

Erfðabreytt fóður bannað í íslenskri sauðfjárrækt

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Lögfræðingar á vegum landbúnaðarráðuneytisins vinna nú að því að yfirfara reglugerðartexta sem miðar að því að erfðabreytt fóður verði bannað við sauðfjárrækt á Íslandi. Er það talið geta skipt sköpum varðandi markaðssetningu á sauðfjárafurðum í framtíðinni. 

Íslensk fjallalömb eru alin án erfðabreytts fóðurs, á móðurmjólk og fjallagróðri. Þótt hingað til hafi ekki verið bannað að gefa erfðabreytt fóður (GMO), er notkun á því hverfandi í íslenskri sauðfjárrækt.

Landssamtök sauðfjárbænda (LS) hafa ítrekað samþykkt að erfðabreytt fóður verði bannað í greininni. Hafa samtökin farið fram á það við landbúnaðarráðuneytið að bann verði sett inn í reglugerð við notkun á slíku fóðri. Hugmyndin er að í framhaldi af því gefist möguleikar á að fá alþjóðlegar vottanir sem auki virði og sölumöguleika afurðanna. Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra hefur tekið vel undir óskir bænda í þessu efni.

„Ráðuneytið er nú að skoða hvernig hægt sé að verða við óskum bænda. Ég vona að fljótlega liggi fyrir nauðsynlegar breytingar svo við getum gefið út nýja reglugerð. Þessar breytingar geta þýtt ný markaðstækifæri fyrir íslenskt lambakjöt,“ segir ráðherra. 

Vinna við breytinguna er langt komin og lögfræðingar ráðuneytisins eru nú að fara yfir reglugerðartextann. Framkvæmdastjóri LS fagnar því að ráðherra skuli taka svo afgerandi afstöðu með heilnæmi og hreinleika lambakjötsins. Þetta muni skila sér í bættri samkeppnisstöðu og meiri verðmætum fyrir íslenska bændur.

Þess má geta að fyrir skömmu voru hér á ferð fulltrúar frá bandarísku verslunarkeðjunni Whole Food Market. Eitt af skilyrðum fyrir kaupum þeirra keðju á landbúnaðarafurðum, hvort sem er frá Íslandi eða öðrum löndum er, að hægt sé að tryggja hreinleika vörunnar. Það varðar m.a. upprunamerkingar og að ekki sé verið að nota erfðabreytt fóður við framleiðsluna. Kerfi Whole Food er afar strangt og erfitt að koma vörum í gegnum það nálarauga. Ef bann verður sett á notkun erfðabreytts fóður í sauðfjárrækt, þá opnar það fyrir alþjóðlegar vottanir og opnar um leið fjölda dyra á alþjóðlegum markaði.

Þetta skiptir líka máli á innlendum markaði í vaxandi straumi erlendra ferðamanna sem sækjast eftir hreinni fæðu án allra aukaefna. Þar hefur erfðabreytt fóður á sér slæman stimpil. Fyrir íslensk veitingahús er málið einnig mikilvægt þar sem þau geta þá sýnt viðskiptavinum sínum fram á viðurkenndar alþjóðlegar vottanir um hreinleika íslenska lambakjötsins. Að auki auðveldar þetta bændum sem vilja hefja lífræna framleiðslu á lambakjöti, en slík framleiðsla hefur farið vaxandi víða um heim. Þar gilda enn strangari reglur er varða m.a. áburðargjöf á túnum.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...