Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Er það ætlun afurðastöðva að halda sauðfjárbændum í algerri gíslingu?
Lesendarýni 5. júlí 2018

Er það ætlun afurðastöðva að halda sauðfjárbændum í algerri gíslingu?

Höfundur: Anna Berglind Halldórsdóttir
Það getur verið mikil gleðistund  fyrir sauðfjárbændur að horfa á eftir ánum sínum og afkvæmum þeirra tölta upp til fjalla.  Álagstímar við sauðburð geta vissulega reynt á menn.  Öll viljum við fá eins mörg lömb lifandi og hægt er, enda þá fyrst kominn einhver grunnur að tekjum fyrir sauðfjárbændur.  
Undanfarin ár hafa afurðastöðvar landsins hvatt bændur til að panta tímanlega slátrun. Því í þeirra augum gildir reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“. 
 
Getur ekki gengið upp
 
Nú er staðan orðin þannig að bændur eru margir búnir að panta slátrun áður en lömb eru komin úr ánum og jafnvel áður en þau eru komin í ærnar. Þetta gera bændur til að komast örugglega að á þeim tíma sem þeir óska. Þetta fyrirkomulag afurðastöðvanna er að mínu mati mjög skrýtið. Þessi regla að „fyrstur kemur, fyrstur fær“ getur ekki gengið upp. Ef þetta heldur svona áfram, verða bændur jafnvel búnir að panta nokkur ár fram í tímann.   Án þess þó að vita hversu mörg lömb þeir koma til með að slátra eða hvort þeir verða yfir höfuð með einhver lömb til að slátra.
 
Afurðastöðvar landsins halda sauðfjárbændum í gíslingu
 
Undanfarin ár hefur mér fundist afurðastöðvar landsins halda sauðfjárbændum í gíslingu. Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinni afurðastöð að bændur vilja fá að sjá verðskrá fyrir afurðir miklu, miklu fyrr en nú er. Í dag mega bændur þakka fyrir að það sé komið verð í september. Réttast væri að verð væri komið í nóvember (þ.e. 10 mánuðum fyrr) áður en menn byrja að hleypa til ánna. Nokkrar afurðastöðvar vilja fá lömb í svokallaða sumarslátrun og því þarf verð að liggja fyrir mjög tímanlega svo hægt sé þá að stíla inn á þá slátrun.
 
Þessi gíslataka afurðastöðvanna er í algeru hámarki um þessar mundir. Sauðfjárbændur eru fastir í viðskiptum við þá afurðastöð sem þeir hafa lagt  inn hjá. Þar með ríkir engin samkeppni á þessum markaði lengur. Afurðastöðvarnar hafa bændurna í vasanum.
 
Bændur komast ekki að með meira innlegg 
 
Í dag er staðan þannig (allavega í Dölunum) að bændur sem fjölguðu fé sínu í haust komast ekki að með meira innlegg en þeir lögðu inn á síðasta ári, og frekar vonlaust að komast að hjá nýrri afurðastöð með það sem upp á vantar. Nú hugsa kannski einhverjir sem þetta lesa að menn hafi ekki átt að fjölga, þar sem sagt er að nóg kjöt sé til á markaði.  Eru afurðastöðvar landsins sem sagt að segja okkur það að þeir vilji ekki að við fjölgum okkar fé, þeir vilji ekki að bú stækki, þeir vilji ekki að sauðfjárbændur hætti og þeir vilji ekki nýliða inn í greinina? 
 
Ef við tökum þetta saman þá komast bændur ekki að með meira innlegg en þeir lögðu inn í fyrra.  Þetta getur verið mjög bagalegt fyrir nýliða sem komu inn í greinina fyrir nokkrum árum og hafa verið að fjölga. Bændur eiga ekki auðvelt með að kaupa upp bústofn nágrannans þegar hann hættir því þar með er orðin fjölgun að mati afurðastöðvanna. Bændur geta ekki ákveðið að hætta því þeir koma ekki ánum og öllum lömbunum sínum í slátrun hjá afurðastöð og enginn bóndi er tilbúinn til að kaupa ærnar af ótta við að koma ekki innlegginu til slátrunar. 
 
Nýir bændur munu ekki komast að hjá neinni afurðastöð
 
Nýir bændur geta algjörlega sleppt því að koma inn í greinina því þeir munu ekki komast að hjá neinni afurðastöð því þar taka menn ekki við neinum nýjum innleggjendum.  Þar með þýðir ekkert fyrir bónda að hætta að búa og vonast til að einhver kaupi og haldi jörðinni enn í sauðfjárbúskap. Með öðrum orðum, sauðfjárbændur eru í algjörri gíslingu hjá afurðastöðvum landsins.  
 
Á hverjum einasta bændafundi sem maður fer á er alltaf talað um að sauðfjárbændur og afurðastöðvarnar eigi að vinna saman sem ein heild.  Það getur vel verið að það sé rétt, en slíkri samvinnu þarf að fylgja heiðarleiki, virðing og traust.   
 
Þessi framkoma er engan veginn ásættanleg
 
Ég tel að sauðfjárbændur landsins hafi sýnt mikla þolinmæði gagnvart afurðastöðvunum. Við  höfum komið fram af heiðarleika, virðingu og við höfum sýnt afurðastöðvunum mikið traust. En þessi framkoma sem sauðfjárbændur eru að upplifa núna á þessum tímum er engan veginn ásættanleg. Sauðfjárbændur skipta greinilega engu máli í augum afurðastöðva og sennilega vilja þær að við lógum bara öllum okkar lömbum í gröfina. Það er  greinilega allt of mikil vinna að standa í að reyna að þjónusta sauðfjárbændur sómasamlega, hvað þá selja afurðir þeirra. 
 
Virðingarfyllst,
Anna Berglind Halldórsdóttir
Magnússkógar III
formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu.
 
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...