Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Endurskinshúfa
Mynd / Handverkskúnst
Hannyrðahornið 1. september 2016

Endurskinshúfa

Höfundur: Handverkskúnst
Nú þegar sumri fer að halla erum við mæðgur byrjaðar að hugsa til haustsins. Eitt af því sem er frábært fyrir alla er húfa, vettlingar, legghlífar og fleira prjónað úr hinu frábæra endurskinsgarni okkar.  
 
Garnið er mikið öryggisatriði þegar dimma fer og ættu öll börn að hafa húfu á höfði með innbyggðu endurskini. Við gefum ykkur hér uppskrift að húfu sem hentar bæði strákum og stelpum en fleiri stærðir fylgja með kaupum á garni hjá okkur og endursöluaðilum garnsins. 
 
Stærð: 
10-12 ára (bláa húfan á myndinni).
 
Garn: 
Glühwürmchen endurskinsgarn fæst hjá Handverkskúnst - 1 dokka – skoðaðu litaúrvalið á www.garn.is.
 
Prjónar: 
Hringprjónn 40 sm, nr 5,5 og 6. Sokkaprjónar nr 6.
 
Prjónafesta:
15 lykkjur = 10 sm á prjóna nr 6.
 
Skammstafanir:
PM: prjónamerki
Aðferð: Húfan er prjónuð í hring og skipt yfir á sokkaprjóna þegar lykkjum fækkar í úrtöku. 
Húfan: Fitjið upp á hringprjón nr 5,5; 70 lykkjur, setjið PM og tengið í hring og prjónið:
Umferð 1: prjónið slétt
Umferð 2: prjónið *1 lykkju slétt, 1 lykkja brugðið* Endurtakið frá *-* út umferðina. 
Endurtakið umferðir 1 og 2, einu sinni enn. Skiptið yfir á hringprjón nr 6 og prjónið áfram umferðir 1 og 2 þar til húfan mælist 13 sm eða sú hæð sem þið viljið hafa á húfunni. 
 
Úrtaka: 
Umferð 1: Prjónið *2 lykkjur slétt saman, prjónið12 lykkjur slétt* endurtakið frá *-* út umferðina . Prjónið eina umferð; 1 slétt, 1 brugðin og passið að munstrið haldi áfram eins og áður.  ATH: úrtökulykkjan er alltaf prjónuð slétt.
Umferð 2: Prjónið *2 lykkjur slétt saman, prjónið 11 lykkjur slétt* endurtakið frá *-* út umferðina . Prjónið eina umferð; 1 slétt, 1 brugðin.
Umferð 3: Prjónið *2 lykkjur slétt saman, prjónið 10 lykkjur slétt* endurtakið frá *-* út umferðina . Prjónið eina umferð; 1 slétt, 1 brugðin.
 
Haldið áfram að taka úr á þennan hátt en fækkið um 1 lykkju á milli úrtaka, þar til 5 lykkjur eru eftir á prjónunum. Slítið bandið frá og dragið bandið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru. Gangið frá endum og þvoið húfuna í höndunum eða á ullarprógrammi í þvottavél. Leggið til þerris.
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www..garn.is
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...