Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eitt versta vor um langt skeið
Fréttir 21. júlí 2015

Eitt versta vor um langt skeið

Höfundur: Margrét Þ. Þórsdóttir

Valgeir Benediktsson í Árnesi 2 í Árneshreppi hefur sinnt æðarvarpi í Árnesey um langt skeið og segir að liðið vor hafi verið eitt það versta sem hann man hvað veður varðar. 

Um miðjan maí hafi kólnað mikið, jafnvel komið kolvitlaust veður og ýmist rigning eða snjókoma og frost verið um nætur um alllangt skeið. 

Kollur hafi byrjað varpið um hálfum mánuði seinna en venja er til. „Það rættist þó úr þessu, manni leist ekki vel á útlitið um tíma, en það er enn ekki ljóst hvernig þetta kemur nákvæmlega út hjá okkur,“ segir Valgeir. „Það er alltaf slæmt þegar er mikil bleyta, það er slæmt fyrir kollurnar þegar undirlagið er blautt og við skiptum þá í hreiðrum og setjum hey undir,  það er heilmikil vinna.“

Valgeir segir að sér þyki kollan hafa verið betur undir varpið búin en t.d. í fyrravor, sem gæti skýrst af því að hún væri í meira æti og því feitari.  Eins væru fleiri egg í hreiðrum en var á liðnu ári.

Minkasíur bjarga miklu

Varpið er sem fyrr segir úti í Árnesey og þangað sótti á árum áður minkur í nokkrum mæli, en hin síðari ár hefur minna sést af honum. Þakkar Valgeir það minkasíum sem settar hafa verið upp í landi og varna því að minkurinn syndi út í eyjuna. Sían er steypurör, keila er á öðrum endanum og vírnet hinum megin, en minkurinn villist inni í rörinu. „Hér var alltaf töluvert um mink, en sem betur fer erum við laus við hann að mestu núna.  Okkar versti óvinur er veiðibjallan, hún getur verið ansi stórtæk,“ segir Valgeir. 

Skylt efni: Árneshreppur | æðarvarp

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...