Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Eitt versta vor um langt skeið
Fréttir 21. júlí 2015

Eitt versta vor um langt skeið

Höfundur: Margrét Þ. Þórsdóttir

Valgeir Benediktsson í Árnesi 2 í Árneshreppi hefur sinnt æðarvarpi í Árnesey um langt skeið og segir að liðið vor hafi verið eitt það versta sem hann man hvað veður varðar. 

Um miðjan maí hafi kólnað mikið, jafnvel komið kolvitlaust veður og ýmist rigning eða snjókoma og frost verið um nætur um alllangt skeið. 

Kollur hafi byrjað varpið um hálfum mánuði seinna en venja er til. „Það rættist þó úr þessu, manni leist ekki vel á útlitið um tíma, en það er enn ekki ljóst hvernig þetta kemur nákvæmlega út hjá okkur,“ segir Valgeir. „Það er alltaf slæmt þegar er mikil bleyta, það er slæmt fyrir kollurnar þegar undirlagið er blautt og við skiptum þá í hreiðrum og setjum hey undir,  það er heilmikil vinna.“

Valgeir segir að sér þyki kollan hafa verið betur undir varpið búin en t.d. í fyrravor, sem gæti skýrst af því að hún væri í meira æti og því feitari.  Eins væru fleiri egg í hreiðrum en var á liðnu ári.

Minkasíur bjarga miklu

Varpið er sem fyrr segir úti í Árnesey og þangað sótti á árum áður minkur í nokkrum mæli, en hin síðari ár hefur minna sést af honum. Þakkar Valgeir það minkasíum sem settar hafa verið upp í landi og varna því að minkurinn syndi út í eyjuna. Sían er steypurör, keila er á öðrum endanum og vírnet hinum megin, en minkurinn villist inni í rörinu. „Hér var alltaf töluvert um mink, en sem betur fer erum við laus við hann að mestu núna.  Okkar versti óvinur er veiðibjallan, hún getur verið ansi stórtæk,“ segir Valgeir. 

Skylt efni: Árneshreppur | æðarvarp

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...