Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ef refnum fjölgar meira mun fuglum fækka
Fréttir 12. nóvember 2014

Ef refnum fjölgar meira mun fuglum fækka

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Ólafur Jónsson, Fjöllum í Kelduhverfi, ritaði grein í blaðinu Skotvís fyrir skömmu þar sem hann leggur út af mikilli fjölgun í refastofninum og hugmyndum um breytingar á reglugerð. Hann sagðist í samtali við Bændablaðið telja það fjarstæðu að refnum færi fækkandi eins og Náttúrufræðistofnun haldi nú fram.

„Ef refnum fjölgar enn frekar mun fuglum fækka eins og hefur sýnt sig þar sem mest er nú um refi og getur t.d. farið svo að friða þurfi rjúpuna aftur eins og gert var upp úr síðustu aldamótum. Þegar æti minnkar er hætt við að refir leiti meira í mengað sjávarfang í fjörum en það er talið geta verið ástæða þess að refastofninum hnignar annars staðar. Það er því kappsmál fyrir okkur að halda refastofninum í jafnvægi þannig að við eigum áfram fjölskrúðugt fuglalíf og heilbrigðan refastofn,“ segir Ólafur.

Hann telur að skýringin á tölum Náttúrufræðistofnunar nú geti m.a. stafað af því að minna hafi verið skilað inn af skýrslum frá sveitarfélögum þessi tvö ár sem ríkið hélt að sér höndum með greiðslur.

Það segi hins vegar ekkert um stöðu refastofnsins. Þá sé líka gríðarlegur munur á tölum sem skilað er inn til Umhverfisstofnunar og tölum sem gefnar eru upp af veiðikortahöfum. Alls skiluðu 69 sveitarfélög veiðiskýrslum um refaveiðar til Umhverfisstofnunar árið 2010 en aðeins 61 árið 2013. Samkvæmt þeim veiddust 3.986 refir 2012 en samkvæmt innsendum tölum veiðikorthafa veiddust 7.986 stk. Fyrir 6 mánuðum var því haldið fram að refastofninn væri í örum vexti vegna útburðar ætis, en nú er því haldið fram að hann hafi minnkað um nær þriðjung sl. ár. Svona misvísandi yfirlýsingar eru ekki til þess fallnar að auka tiltrú veiðimanna á útreikningum vísindamanna. Upplifun veiðimanna er sú að refum fjölgi enn og rjúpnaskyttur sjá fleiri tófuslóðir en rjúpnaspor og hafa einstaka veiðimenn skotið fleiri tófur en rjúpur.“

Skiptar skoðanir og misjöfn sjónarmið

Ólafur nefnir að umhverfis- og auðlindaráðherra hafi skipað starfshóp til að endurskoða og gera tillögur að breytingum á reglugerð nr. 437/1995, um framkvæmd refa og minkaveiða. Þá hafi Umhverfisstofnun gert drög að áætlun til þriggja ára um refaveiðar en á fjárlögum er gert ráð fyrir 30 milljónum árlega á tímabilinu, sem styrk frá ríkinu til sveitarfélaganna vegna þessa. Umhverfisstofnun hefur sent sveitarfélögunum samning um refaveiðar og hafa sum þeirra samþykkt hann án samráðs við veiðimenn. Þar kemur fram að senda skuli stofnuninni grenjaskrár, skráningu á tjóni, fjölda og flokkun, upplýsingar um leyfar á grenjum og fl. og þá getur Náttúrufræðistofnun kallað eftir sýnum frá sveitarfélögunum. Betur hefði farið á því að vinna þetta í samráði við veiðimenn en það þykir ekki við hæfi frekar en við breytingar á lögum og reglugerðum.“

Ref hefur fjölgað gríðarlega og háttalag hans hefur breyst

„Sagt hefur verið að refum fjölgi hér á landi þrátt fyrir aukið veiðiálag en einmitt þar gætir mikils misskilnings.

Eftir að framlög ríkisins lækkuðu verulega og kostnaðurinn fluttist til sveitarfélaganna hafa mörg þeirra, sum illa stæð, farið að spara útgjöld til refaveiða. Hafa þau þá t.d. sett hámark á fjölda dýra sem greitt er fyrir þ.e. veiðikvóta, greitt aðeins hluta af kostnaði og komið hefur fyrir að sum þeirra hafa ekki sinnt þessum málaflokki.“

Refirnir færa sig nær byggðinni

„Veiðimenn eru sammála um að refir leggi nú mun meira í greni sem eru nær byggð en áður og vinnast ekki þar sem þau eru oft óþekkt. Nú er nær aflagt að menn reki refaslóðir eða beiti sauðfé að vetrarlagi en einmitt þannig fundust oft ný greni áður fyrr. Þá hefur sífelld fjölgun friðlanda og aukning á skógarsvæðum neikvæð áhrif. Af þessum sökum hefur ref fjölgað gríðarlega þrátt fyrir sama veiðiálag þ.e.a.s. að leitað er í þekktum grenjum á vorin.

Þá er uppi sú umræða að útlagt æti fyrir refi yfir vetrartímann auki frjósemi og valdi fjölgun í stofninum. Svo rammt kveður að þessu að í fyrrnefndum drögum eru vangaveltur um hvort setja þurfi takmarkandi reglur um útburð ætis. Líklega eru einhverjir sem leggja út æti og sinna ekki um veiðar og er rétt að taka á því. Hitt er þó mun algengara að þessu sé sinnt og er árangur oft mikill. Með þessu móti nást oft dýr sem hvekkt hafa verið á greni, geld dýr sem ella mundu vera í náttúrunni til þarnæsta vors að minnsta kosti og einnig dýr sem annars mundu verða í óþekktum grenjum og fjölga sér óáreitt.

Á sumum svæðum tala menn um að treglega gangi í æti en þó séu þar geld dýr og sjálfur hef ég krufið margar refalæður í góðum holdum (margar þeirra feitar) þegar langt er liðið á meðgöngutíma sem ekki eru með fóstur. Ekki eru til handbærar upplýsingar um vetrarveiðar þar sem mörg sveitarfélög skrá bara „skott “ hvort heldur sem þau eru af fullorðnum grendýrum, yrðlingum eða vetrarskotnum og sum þeirra greiða bara ráðnum grenjaskyttum.“

Engar forsendur fyrir takmörkun vetrarveiða

„Ný tækni hefur verið að koma fram sem hefur sýnt að hægt er að stunda vetrarveiði með öðrum hætti en áður og getur skilað miklum árangri. Það eru því ekki forsendur fyrir að setja takmarkandi reglur um vetrarveiðar. Þá er í drögunum talað um að rannsaka skaðsemi af völdum refa og að sveitarstjórnir / veiðimenn skili inn hræjum af veiddum dýrum. Flestir refaveiðimenn eru á lágmarkslaunum, sumir í sjálfboðavinnu og fá ekkert greitt fyrir kostnað við byssur, riffla, sjónauka, GPS-tæki, og margan annan búnað sem nauðsynlegur er. Þeir þurfa oft að fara langan veg gangandi með allan sinn búnað og liggja úti undir berum himni langtímum saman, í misjöfnum veðrum. Það verður að teljast ólíklegt að það litla hlutfall sem ríkið ætlar að greiða við veiðarnar verði til þess að veiðimenn komi með hræ af refum í stórum stíl til byggða. Oft er talað um að skaðsemi af völdum refa sé aðallega í sauðfjárrækt og æðarrækt en þar kemur fleira til.

Ferðaþjónustan, sem nú er orðin stærsti gjaldeyrisskapandi atvinnuvegurinn, auglýsir ósnortna náttúru og fjölskrúðugt fuglalíf. Það er því óeðlilegt að fjölmennustu sveitarfélögin taki lítinn sem engan þátt í kostnaði við refaeyðingu þrátt fyrir að hafa mestan hag af ferðaþjónustu. Eðlilegast væri þó að ríkið bæri allan kostnað af refaeyðingu og rannsóknum sem myndi þá koma jafnt niður á landsmenn, óháð búsetu.
Margir veiðimenn óttast þó að þá verði nýting fjármuna ekki sem skyldi og vitna gjarnan í minkaveiðiátakið fyrir nokkrum árum sem var undir stjórn Umhverfisstofnunar. Af þeim 144 milljónum sem fara átti í verkefnið fóru líklega ekki nema 73 milljónir til veiðimanna í veiðiátak en afgangurinn fór í undirbúning, rannsóknir, vöktun, umsjón, skipulag, ráðgjöf, skýrslur, áætlun, gagnagrunn og fleira,“ segir Ólafur Jónsson.

Starfshópur um stofnun þjóðgarðs
Fréttir 9. september 2024

Starfshópur um stofnun þjóðgarðs

Drífa Hjartardóttir hefur verið skipuð formaður starfshóps sem á að undirbúa og ...

Atrenna að minni losun landbúnaðar
Fréttir 6. september 2024

Atrenna að minni losun landbúnaðar

Í uppfærðri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, sem kynnt var í vor og e...

Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða
Fréttir 6. september 2024

Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða

Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum var kynnt um miðjan júní. Nýlega var skipuð ve...

Nýr hornsteinn lagður að Sögu
Fréttir 5. september 2024

Nýr hornsteinn lagður að Sögu

Lagður var nýr hornsteinn að húsinu sem lengst af gekk undir nafninu Bændahöllin...

Upplýsingasíða um riðuvarnir
Fréttir 5. september 2024

Upplýsingasíða um riðuvarnir

Karólína Elísabetardóttir í Hvammshlíð, frumkvöðull í riðumálum, hefur tekið sam...

Hálfíslenskur bóndi á lífrænu búi
Fréttir 5. september 2024

Hálfíslenskur bóndi á lífrænu búi

Á ferð sinni um Jótland hitti Magnús Halldórsson, umsjónarmaður Vísnahorns Bænda...

Viðfangsefnin spanna alla virðiskeðjuna
Fréttir 5. september 2024

Viðfangsefnin spanna alla virðiskeðjuna

Matís gaf Grænmetisbókina út í sumar, sem er heildstætt vefrit um margar hliðar ...

Óviðjafnanleg fágun
Fréttir 5. september 2024

Óviðjafnanleg fágun

Bændablaðið fékk til prufu EQE SUV rafmagnsbílinn frá Mercedes Benz. Um er að ræ...

Brögðóttur Aðalsteinn
10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði
10. september 2024

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði

Manstu vorið?
10. september 2024

Manstu vorið?

Af hverju lífræni dagurinn?
10. september 2024

Af hverju lífræni dagurinn?

Berjaflóra Íslendinga
10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga