Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Landslög, Landsréttur. skuldabréf
Landslög, Landsréttur. skuldabréf
Skoðun 23. júlí 2018

Dómsatlaga gegn réttlæti í landinu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Vegir íslenskra dómstóla virðast með öllu órannsakanlegir. Allavega eru niðurstöður dómara í hverju málinu á fætur öðru er varðar hag almennings í landinu ekki í neinum takti við nokkuð sem kalla má réttlæti til handa venjulegu fólki.

Hagsmunasamtök heimilanna hafa vakið athygli á nýföllnum dómi hins nýja Landsréttar. Samkvæmt honum virðist mega krefja skuldara um greiðslu skuldar þótt kröfuhafi geti ekki framvísað frumriti skuldabréfsins. Samkvæmt dómnum er nóg að hafa afrit skuldabréfs og að líkur séu á því að kröfuhafinn hafi einhvern tímann haft frumrit skuldabréfsins undir höndum, jafnvel þegar svipta á fólk lífsstarfi sínu.

Mikið var rætt um og margstaðfest í fjölmiðlum að mikill fjöldi veðskuldabréfa var seldur erlendum bröskurum á fjármálasviði í kjölfar efnahagshrunsins á „spottprís“. Kaupendur voru einkum sagðir vogunarsjóðir og bankar í Hollandi sem keyptu skuldabréf af íslensku bönkunum á brot af nafnvirði bréfanna, framvísuðu þeim svo hjá skattayfirvöldum í Hollandi og fengu út á það skattaafslátt. Síðan munu bréfin að stærstum hluta hafa verið afskrifuð. Íslensku bankarnir eru, allavega í einhverjum tilvikum, samt sagðir hafa haldið áfram að innheimta samkvæmt nafnvirði upphaflegu bréfanna.

Þegar íslenskir skuldarar komust á snoðir um þetta voru bankarnir krafðir um að leggja fram frumrit gagnanna. Varð þá uppi fótur og fit í bankakerfinu. Það sem átti að vera sjálfsagt mál að fá að skoða frumrit skuldabréfa, varð allt í einu að stórmáli. Nú hefur þessi dæmalausi Landsréttur tekið ómakið af bönkunum. Þeir þurfa sko ekki að sýna nokkrum manni einhver frumrit gagna, aðeins ljósrit. Skuldari getur því ekki á nokkurn hátt vitað hvort bankinn eigi lengur umrædd frumgögn, eða sé fyrir löngu búinn að selja þessa pappíra, en haldi svo áfram að rukka samkvæmt ljósriti.

Dómurinn Landsréttar er ávísun á stórfellda réttaróvissu eins og Hagsmuna­samtök heimilanna benda réttilega á. Farið verður fram á áfrýjun til Hæstaréttar.

Í þessu máli er öllu réttlæti snúið á hvolf og réttarríkið Ísland í raun afskrifað og siðferði í viðskiptum hent út í hafsauga. Með honum er allri sönnunarbyrði snúið við. Nú þarf bankinn  ekki lengur að sanna að hann eigi skuldabréf sem sannar réttmæti fjárkröfu á hendur skuldara. Heldur þarf skuldari nú að geta sannað að hann sé ekki skuldari að kröfu sem lögð er fram í formi einhvers ljósrits.

Hvernig í veröldinni Landsréttur getur sniðgengið Konungstilskipun frá 9. febrúar 1798 sem enn er í gildi á Íslandi vekur furðu. Þar er kveðið á um skyldu lánardrottins til þess að skila frumriti skuldabréfs ef útgefandi skuldabréfsins borgar allan höfuðstól þess. Þá er kveðið á um skyldu lánardrottins til að „hafa við höndina frumrit skuldabréfsins“ og árita það þegar afborgun af höfuðstól er reidd af hendi.

Konungstilskipunina má nálgast á vefsíðu Alþingis með því að smella hér.

Ein helsta forsendan að baki tilskipuninni var sú að tryggja rétt bæði útgefanda skuldabréfsins (skuldara), sem og rétt framsalshafa, þ.e. þess sem kaupir skuldabréfið af upprunalegum kaupanda þess. Þannig gat síðari framsalshafi treyst því að sú staða sem rituð var á skuldabréfið væri rétt og eins gat skuldari treyst því að síðari framsalshafi kræfi hann ekki um greiðslu sem þegar hefði verið innt af hendi ef skuldabréfið var áritað um hana.

Konungstilskipunin hefur ekki verið numin úr íslenskum lögum. 

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...