Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Doe Triple-D samtengdar dráttarvélar
Á faglegum nótum 3. júlí 2018

Doe Triple-D samtengdar dráttarvélar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Framleiðendur og áhugamenn um dráttarvélar hafa löngum verið útsjónar­samir eins og sýndi sig þegar skortur var á öflugum dráttarvélum um miðbik síðustu aldar. Lausnin fólst í því að búa til eina dráttarvél úr tveimur.

Á fimmta áratug síðustu aldar kom upp svipuð hugmynd samtímis í Bandaríkjunum og Ástralíu. Hugmyndin fólst í því að tengja tvær dráttarvélar saman til að auka afl þeirra og togkraft til að plægja þungan og erfiðan jarðveg.

Hugmyndin hlaut hljómgrunn hjá breska landbúnaðarfyrirtækinu Ernest Doe & Sons sem hafði aðsetur í Essez á Bretlandseyjum. Ernest Doe, sem var verkfræðingur og með umboð fyrir Ford dráttarvélar, fannst hugmyndin áhugaverð. Árið 1957 hóf Doe ásamt einum af viðskiptavinum sínum, Goerges Pryor, að gera tilraunir með að sam- og liðtengja tvær dráttarvélar.

Frumtýpan var tvær samtengdar Forson dráttarvélar sem þóttu í hæsta lagi óvenjulegar að útliti.

Tveir traktorar tengdir saman

Uppátækið var ekki eins galið og hún virtist í fyrstu því að þörfin fyrir aflmiklar dráttarvélar á Bretlandi var mikil um miðja síðustu öld og framboðið ekki mikil.

Aðferðin fólst í því að fjarlægja framöxulinn og framhjólin að tveimur dráttarvélum og raðtengja þær saman með snúningsöxli svo hægt væri að stýra  fremri dráttarvélinni af þeirri aftari, auk þess sem hægt var að velja gír á fremri vélinni með tengi sem lá yfir í gírkassa fremri vélarinnar. Á þann hátt var auðvelt að skipta um gír beggja dráttarvélanna samtímis. Útkoman var aflmesta dráttarvél á markaði á Bretlandseyjum á sínum tíma.

Framleiðsla hefst

Frumtýpan vakti verðskuldaða athygli og í framhaldinu, 1958, hófu Ernest Doe og synir framleiðslu á dráttarvélum sem fengu heitið Doe Dual Pover og síðar Doe Dual Drive og að lokum Doe Triple-D.

Fyrsta Doe Trible-D var, eins og frumtýpan, samsett í tveimur Fordson Pover Major traktorum og var um 100 hestöfl. Triple-D 130 sem fylgdi í kjölfarið var samsett Ford 5000 og síðan kom Triple-D 150 sem einnig var samsettur úr Ford 5000 og var 150 hestöfl.

Árið 1966 hafði fyrirtækið framleitt ríflega 300 dráttarvélar.

Stærstur hluti framleiðslunnar var seldur innanlands, auk þess var hluti hennar fluttur út.

Kostir og gallar

Helsti kostur Doe Triple-D dráttarvélanna var hversu öflugar þær voru en gallinn að lítið var um fylgibúnað sem hentaði svo öflugum traktor og var framleiðandi illa í stakk búinn að útvega þau eða framleiða.

Á sjötta áratug síðustu aldar jókst úrval aflmikilla dráttarvéla á markaði hratt og Doe Triple-D stóðst ekki samkeppnina og framleiðslu þeirra var hætt árið 1973.

Skylt efni: Gamli traktorinn

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...