Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Djassaðir hákarlar
Á faglegum nótum 31. maí 2018

Djassaðir hákarlar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir sýna að hákarlar geta lært að þekkja djasstónlist sé fæða í boði en að klassísk tónlist gerir þá áttavillta.

Nýleg rannsókn við Macquarie-háskólann í Sydney í Ástralíu bendir til að hákarlar geti lært að þekkja og átta sig á hvaðan djasstónlist kemur séu fæðugjafir í boði en að klassísk tónlist rugli þá í ríminu og geri þá áttavillta.

Rannsóknin sem um ræðir fólst í því að kanna skynjun hákarla á hljóði. Lengi hefur verið vitað að hákarlar laðast að vélarhljóði báta og talið að þeir setji það í samhengi við fæðu sem ferðamenn og leiðsögumenn henda í sjóinn til að laða hákarlana að. Dæmi sýna að hákarlar eru ótrúlega fljótir að læra þetta atferli og nýta sér það óspart.

Til að kanna getu til að setja ólík hljóð í samhengi við fæðu var spiluð fyrir þá ólík tónlist, djass og klassík. Hegðun hákarlanna sýndi greinilega að hákarlarnir lærðu að staðsetja mismunandi fæðustaði þar sem djasstónlist var spiluð. Aftur á móti virtust þeir missa áttir þegar spiluð var klassísk tónlist. Greinilegt var að þeir áttuðu sig á að eitthvað átti að gera en þeir rötuðu ekki á fæðugjöfina.

Skylt efni: tónlist | hákarlar

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...