Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Djassaðir hákarlar
Á faglegum nótum 31. maí 2018

Djassaðir hákarlar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir sýna að hákarlar geta lært að þekkja djasstónlist sé fæða í boði en að klassísk tónlist gerir þá áttavillta.

Nýleg rannsókn við Macquarie-háskólann í Sydney í Ástralíu bendir til að hákarlar geti lært að þekkja og átta sig á hvaðan djasstónlist kemur séu fæðugjafir í boði en að klassísk tónlist rugli þá í ríminu og geri þá áttavillta.

Rannsóknin sem um ræðir fólst í því að kanna skynjun hákarla á hljóði. Lengi hefur verið vitað að hákarlar laðast að vélarhljóði báta og talið að þeir setji það í samhengi við fæðu sem ferðamenn og leiðsögumenn henda í sjóinn til að laða hákarlana að. Dæmi sýna að hákarlar eru ótrúlega fljótir að læra þetta atferli og nýta sér það óspart.

Til að kanna getu til að setja ólík hljóð í samhengi við fæðu var spiluð fyrir þá ólík tónlist, djass og klassík. Hegðun hákarlanna sýndi greinilega að hákarlarnir lærðu að staðsetja mismunandi fæðustaði þar sem djasstónlist var spiluð. Aftur á móti virtust þeir missa áttir þegar spiluð var klassísk tónlist. Greinilegt var að þeir áttuðu sig á að eitthvað átti að gera en þeir rötuðu ekki á fæðugjöfina.

Skylt efni: tónlist | hákarlar

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...

Veiðistjórn rjúpu á tímamótum
Fréttir 16. október 2024

Veiðistjórn rjúpu á tímamótum

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu og hún sögð stuðla...

Nýr yfirdýralæknir
Fréttir 16. október 2024

Nýr yfirdýralæknir

Þóra Jóhanna Jónasdóttir hefur verið skipuð í embætti yfirdýralæknis.

Fyrirhuguð risaframkvæmd
21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Með bjartsýni og gleði að vopni
18. október 2024

Með bjartsýni og gleði að vopni

Fjórir snillingar
21. október 2024

Fjórir snillingar

DeLaval til Bústólpa
21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Íslandsmót í rúningi
18. október 2024

Íslandsmót í rúningi