Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Djassaðir hákarlar
Á faglegum nótum 31. maí 2018

Djassaðir hákarlar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir sýna að hákarlar geta lært að þekkja djasstónlist sé fæða í boði en að klassísk tónlist gerir þá áttavillta.

Nýleg rannsókn við Macquarie-háskólann í Sydney í Ástralíu bendir til að hákarlar geti lært að þekkja og átta sig á hvaðan djasstónlist kemur séu fæðugjafir í boði en að klassísk tónlist rugli þá í ríminu og geri þá áttavillta.

Rannsóknin sem um ræðir fólst í því að kanna skynjun hákarla á hljóði. Lengi hefur verið vitað að hákarlar laðast að vélarhljóði báta og talið að þeir setji það í samhengi við fæðu sem ferðamenn og leiðsögumenn henda í sjóinn til að laða hákarlana að. Dæmi sýna að hákarlar eru ótrúlega fljótir að læra þetta atferli og nýta sér það óspart.

Til að kanna getu til að setja ólík hljóð í samhengi við fæðu var spiluð fyrir þá ólík tónlist, djass og klassík. Hegðun hákarlanna sýndi greinilega að hákarlarnir lærðu að staðsetja mismunandi fæðustaði þar sem djasstónlist var spiluð. Aftur á móti virtust þeir missa áttir þegar spiluð var klassísk tónlist. Greinilegt var að þeir áttuðu sig á að eitthvað átti að gera en þeir rötuðu ekki á fæðugjöfina.

Skylt efni: tónlist | hákarlar

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...