Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eiríkur Egilsson, bóndi að Seljavöllum Hornafirði og stjórnarformaður Sláturfélagsins Búa á Höfn.
Eiríkur Egilsson, bóndi að Seljavöllum Hornafirði og stjórnarformaður Sláturfélagsins Búa á Höfn.
Fréttir 6. febrúar 2019

Búi skoðar áframhaldandi slátrun á Höfn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Leigusamningur Norðlenska við Búa á Höfn rennur út um miðjan júlí næstkomandi. Ekki stendur til hjá Norðlenska að endurnýja samninginn og mun fyrirtækið því hætta slátrun þar. Heimamenn skoða möguleikann á áframhaldandi rekstri.

Eiríkur Egilsson, bóndi að Seljavöllum Hornafirði og stjórnarformaður Sláturfélagsins Búa á Höfn, segir segir að leigusamningur Norðlenska við Búa renni út um miðjan júlí næstkomandi og að ekki standi til hjá Norðlenska að endurnýja samningin og mun fyrirtækið því hætta slátrun þar.

„Framhald slátrunar á Höfn er því óráðið eins og er en heimamenn eru að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni. Einn möguleikinn er að Búi og heimamenn verði með áframhaldandi rekstur og taki að sér slátrun. Við vitum ekki enn sjálf hvort það verður Búi sem sér um reksturinn eða hvort um hann verður stofnað sérstakt hlutafélag og reksturinn. Ég á samt von á að það skýrist á næstu vikum,“ segir Eiríkur.

Eiríkur segir að Norðlenska hafi dregið úr slátrun á Höfn undanfarið ár og að á síðasta ári hafi verið slátrað réttu um tuttugu þúsund fjár á Höfn en talsvert af fé flutt á bílum norður á Húsavík til slátrunar þar.

„Sauðfé hefur fækkað á svæðinu undanfarin ár en hér var slátrað úr Lóni, Djúpavogshreppi og alveg austur á Berufjarðarströnd 2015 og 2016 og þá var slátrað hér yfir 30 þúsund fjár og getan í húsinu er um 35 þúsund.“

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...