Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Eiríkur Egilsson, bóndi að Seljavöllum Hornafirði og stjórnarformaður Sláturfélagsins Búa á Höfn.
Eiríkur Egilsson, bóndi að Seljavöllum Hornafirði og stjórnarformaður Sláturfélagsins Búa á Höfn.
Fréttir 6. febrúar 2019

Búi skoðar áframhaldandi slátrun á Höfn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Leigusamningur Norðlenska við Búa á Höfn rennur út um miðjan júlí næstkomandi. Ekki stendur til hjá Norðlenska að endurnýja samninginn og mun fyrirtækið því hætta slátrun þar. Heimamenn skoða möguleikann á áframhaldandi rekstri.

Eiríkur Egilsson, bóndi að Seljavöllum Hornafirði og stjórnarformaður Sláturfélagsins Búa á Höfn, segir segir að leigusamningur Norðlenska við Búa renni út um miðjan júlí næstkomandi og að ekki standi til hjá Norðlenska að endurnýja samningin og mun fyrirtækið því hætta slátrun þar.

„Framhald slátrunar á Höfn er því óráðið eins og er en heimamenn eru að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni. Einn möguleikinn er að Búi og heimamenn verði með áframhaldandi rekstur og taki að sér slátrun. Við vitum ekki enn sjálf hvort það verður Búi sem sér um reksturinn eða hvort um hann verður stofnað sérstakt hlutafélag og reksturinn. Ég á samt von á að það skýrist á næstu vikum,“ segir Eiríkur.

Eiríkur segir að Norðlenska hafi dregið úr slátrun á Höfn undanfarið ár og að á síðasta ári hafi verið slátrað réttu um tuttugu þúsund fjár á Höfn en talsvert af fé flutt á bílum norður á Húsavík til slátrunar þar.

„Sauðfé hefur fækkað á svæðinu undanfarin ár en hér var slátrað úr Lóni, Djúpavogshreppi og alveg austur á Berufjarðarströnd 2015 og 2016 og þá var slátrað hér yfir 30 þúsund fjár og getan í húsinu er um 35 þúsund.“

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...