Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eiríkur Egilsson, bóndi að Seljavöllum Hornafirði og stjórnarformaður Sláturfélagsins Búa á Höfn.
Eiríkur Egilsson, bóndi að Seljavöllum Hornafirði og stjórnarformaður Sláturfélagsins Búa á Höfn.
Fréttir 6. febrúar 2019

Búi skoðar áframhaldandi slátrun á Höfn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Leigusamningur Norðlenska við Búa á Höfn rennur út um miðjan júlí næstkomandi. Ekki stendur til hjá Norðlenska að endurnýja samninginn og mun fyrirtækið því hætta slátrun þar. Heimamenn skoða möguleikann á áframhaldandi rekstri.

Eiríkur Egilsson, bóndi að Seljavöllum Hornafirði og stjórnarformaður Sláturfélagsins Búa á Höfn, segir segir að leigusamningur Norðlenska við Búa renni út um miðjan júlí næstkomandi og að ekki standi til hjá Norðlenska að endurnýja samningin og mun fyrirtækið því hætta slátrun þar.

„Framhald slátrunar á Höfn er því óráðið eins og er en heimamenn eru að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni. Einn möguleikinn er að Búi og heimamenn verði með áframhaldandi rekstur og taki að sér slátrun. Við vitum ekki enn sjálf hvort það verður Búi sem sér um reksturinn eða hvort um hann verður stofnað sérstakt hlutafélag og reksturinn. Ég á samt von á að það skýrist á næstu vikum,“ segir Eiríkur.

Eiríkur segir að Norðlenska hafi dregið úr slátrun á Höfn undanfarið ár og að á síðasta ári hafi verið slátrað réttu um tuttugu þúsund fjár á Höfn en talsvert af fé flutt á bílum norður á Húsavík til slátrunar þar.

„Sauðfé hefur fækkað á svæðinu undanfarin ár en hér var slátrað úr Lóni, Djúpavogshreppi og alveg austur á Berufjarðarströnd 2015 og 2016 og þá var slátrað hér yfir 30 þúsund fjár og getan í húsinu er um 35 þúsund.“

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.