Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu kynbótabrautar í Borgarnesi.
Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu kynbótabrautar í Borgarnesi.
Fréttaskýring 26. maí 2017

Búast við 2.500 manns á Fjórðungsmót

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Einu sinni á ári bera áhugamenn um gæðinga saman bækur sínar á stórmóti. Eins og kunnugt er fara Landsmót hestamanna fram annað hvert ár. En þar á milli fá landshelmingar að njóta sín. Í ár er komið að Vesturlandi og Norðurlandi. Fjórðungsmót Vesturlands verður haldið í Borgarnesi dagana 28. júní til 2. júlí nk. 
 
Þetta mun vera í fyrsta skipti sem mótið er haldið þar í bæ en svæði hestamannafélagsins Skugga er undir það búið að standa undir slíku stórmóti að sögn Inga Tryggvasonar, formanns framkvæmdanefndar Fjórðungsmótsins. „Keppnissvæðið er almennt gott og hesthúsin og reiðhöll öll í næsta nágrenni. Aðstaðan er því til fyrirmyndar, ekki síst fyrir keppendur. Hér hafa verið haldin vel heppnuð stórmót á undanförnum árum, nú síðast Íslandsmót yngri flokka árið 2016.“
 
Stærsta framkvæmd svæðisins er þó uppbygging kynbótabrautar. „Endurvekja á brautina sem var í notkun fyrir um 20 árum og þótti ein sú besta á landinu á sínum tíma,“ segir Ingi. Framkvæmdir við brautina eru nú þegar hafnar og stefnt er á að vígja hana á kynbótasýningu þann 6. júní næstkomandi.
 
Fleiri skeiðgreinar
 
Ingi segist búast við um 2–300 keppendum á mótið. Hestamannafélögin fimm á Vesturlandi sjá um framkvæmd mótsins en þátttökurétt í gæðingakeppni mótsins hafa félagar í þeim félögum, frá Dreyra á Akranesi, Skugga í Borgarnesi, Faxa í Borgarfirði, Glað í Dalasýslu og Snæfelling á Snæfellsnesi. Einnig verður hestamannafélögum í Norðvesturkjördæmi boðin þátttaka í mótinu, þ.e. hestamannafélögum á Vestfjörðum, Húnavatnssýslum og Skagafirði.
 
Þá eiga 68 hross, sem eru í eigu aðila á Vesturlandi, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum eða Skagafirði þátttökurétt á kynbótasýningu mótsins, en miðað er við eignarhlut að lágmarki 25%. Ákveðinn fjöldi efstu hrossa í hverjum flokki eiga þátttökurétt á mótinu líkt og á síðasta Landsmóti og er því ekki um einkunnalágmörk að ræða. 
 
Keppt verður í opnum flokki í tölti og kappreiðum og munu allir, hvaðan af landinu sem er, geta skráð sig til leiks. Að sögn Inga verður bryddað upp á nýjungum í kappreiðum, þar sem bætt verður við keppnisgreinum.
 
Hóflegur aðgangseyrir
 
Ingi segist vonast eftir um 2.000 gestum á Fjórðungsmót í ár en hóflegur aðgangseyrir verður á mótið. „Það mun kosta 2.500 kr. inn á mótið, sem er töluvert lægra en á fyrri mótum. Það verður til þess að fólk getur valið að koma t.d. aðeins einn dag án þess að borga voðalega hátt gjald fyrir,“ segir Ingi. 
 
Aðstaða fyrir gesti sé einnig góð, enda hefur gistimöguleikum fjölgað til muna í Borgarnesi að undanförnu ásamt annarri þjónustu. Þá verður sett upp tjaldstæði fyrir gesti Fjórðungsmótsins, á Kárastaðatúni, sem er við mótsvæðið. 
Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...