Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Arnar og Berglind með börnum sínum sem taka virkan þátt í búskapnum í Gunnbjarnarholti og starfsemi Landstólpa. Þórhildur er 9 ára, Haukur er 11 ára, Margrét Hrund er 19 ára og Eiríkur er 21 árs. Elsta dóttirin, Auður Olga, er 23 ára og býr í Ástralíu.
Arnar og Berglind með börnum sínum sem taka virkan þátt í búskapnum í Gunnbjarnarholti og starfsemi Landstólpa. Þórhildur er 9 ára, Haukur er 11 ára, Margrét Hrund er 19 ára og Eiríkur er 21 árs. Elsta dóttirin, Auður Olga, er 23 ára og býr í Ástralíu.
Líf&Starf 21. desember 2015

Brjálað að gera hjá Landstólpa sem fagnar 15 ára afmæli

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Já, það má með sanni segja að það sé einhvers konar 2007-æði í gangi því við sjáum ekki út úr augum fyrir verkefnum, það er allt brjálað að gera úti um allt land hjá okkur,“ segir Arnar Bjarni  Eiríksson, eigandi Landstólpa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þegar hann var spurður um verk­efnastöðu fyrirtækisins nú þegar það fagnar 15 ára afmæli sínu. 
 
Hjá Arnari og Berglindi Bjarnadóttur, konu hans, vinna um 30 manns. Haldið var upp á 15 ára afmælið föstudaginn 11. desember með glæsilegri fjölskyldudagskrá yfir daginn og fullorðinsdagskrá um kvöldið með léttum veitingum og skemmtiatriðum. 
 
Hús af öllum stærðum og gerðum
 
Landstólpi er þekktast fyrir stálgrindarhús sín en hundraðasta húsið verður byggt eftir áramót. Fyrirtækið býður upp á heildarlausnir í fjósbyggingum, það er að segja yfirbygginguna, innréttingar, steinbita, gjafakerfi og ýmsan tæknibúnað. Þá byggir fyrirtækið stálgrindarhús af öllum stærðum og gerðum undir fjós, fjárhús, hesthús, reiðhallir, vélaskemmur og iðnaðarhúsnæði. Fóður og bætiefni fyrir nautgripi, sauðfé, hross og hænur er í stöðugum vexti  hjá fyrirtækinu og gæludýrafóðrið frá Josera hefur einnig fest sig í sessi sem hágæða vara.
 
Stærsta verkefnið í Vestmannaeyjum
 
Starfsmenn Landstólpa vinna um allt land en stærsta verkefnið um þessar mundir er í Vestmannaeyjum. „Já, þar erum við að byggja þrjú þúsund fermetra iðnaðarhúsnæði. Við erum líka að byggja fyrir Nýja ökuskólann í Hafnarfirði, iðnaðarhúsnæði á Ísafirði og svo erum við að byggja nokkur ný fjós, t.d. í Skagafirði, rétt við Akranes og í Flóanum svo eitthvað sé nefnt,“ segir Arnar Bjarni. Sjálfur ætlar hann að hefja byggingu á risafjósi í Gunnbjarnarholti þar sem Landstólpi er í vor en það verður með að minnsta kosti fjórum róbótum. Arnar og Berglind eru með um 170 kýr í dag og ætla að halda áfram í mjólkurframleiðslu. „Það er engan bilbug á okkur að finna, kýrnar verða alltaf stór hluti af okkar starfsemi,“ segir Arnar hlæjandi.

4 myndir:

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...