Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Breyttar áherslur í námi, rannsóknum og ráðgjöf
Á faglegum nótum 23. maí 2016

Breyttar áherslur í námi, rannsóknum og ráðgjöf

Höfundur: Borgar Páll Bragason Fagstjóri nytjaplöntusviðs hjá RML
Það er gömul saga og ný að gerðar eru ríkar kröfur til bænda um að þeir hagræði í sínum búrekstri. Krafan er t.d. mjög skýr í nýlegum samningum á milli bænda og ríkis og ljóst að bændur standa nú frammi fyrir miklum áskorunum en einnig tækifærum.
 
Hagræðingarkrafan og sóknarfærin ná eðlilega einnig til Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Fyrirtækið þarf að þróast áfram með þeim áherslum sem bændur, eigendur fyrirtækisins, vilja og þannig verður Rml áfram þeirra besti kostur þegar leita skal ráða. Mikilvægi óháðrar ráðgjafar hefur og mun áfram sanna gildi sitt fyrir bændur.
 
Þegar hagræða þarf í búrekstri er nærtækast að skoða fyrst þá þætti sem þar eru fyrirferðarmestir. Það þarf ekki að skoða lengi tölur úr búreikningum til að sjá að tækifærin liggja að miklu leyti í því að hagræða í rekstri búvéla, áburði og sáðvöru. Það er í þeim liðum sem mynda gróffóðurkostnaðinn. Þá eru kjarnfóðurkaup yfirleitt stærsti einstaki gjaldaliður kúabúa sem í eðli sínu tengist mjög því hvernig til tekst að afla gróffóðurs. 
 
Áherslur í rannsóknum og ráðgjöf í framtíðinni munu þurfa að mæta þessari hagræðingarkröfu bænda. Í dag eru starfsmenn nytjaplöntusviðs Rml níu talsins í um það bil sex stöðugildum tengdum fóðrun, jarðrækt og garðyrkju. Fleiri starfsmenn Rml koma að ráðgjöf á þessu sviði en það er ljóst að heldur þarf að bæta í varðandi ráðgjöf er snerta þessa stóru kostnaðarliði. Því miður hefur áhersla á tilraunir og áhugi á framhaldsnámi í jarðrækt verið af skornum skammti síðustu ár og trúlega er nú svo komið að það þarf sérstakt átak til að snúa þróuninni við enda mikið af okkar færasta jarðræktarfólki hjá LbhÍ og Rml nú komið á eftirlaunaaldurinn eða á stutt eftir í hann.
 
Á allra síðustu árum hefur ýmislegt verið gert til að byggja undir möguleika okkar til að takast betur á við ráðgjöf í jarðrækt, fóðrun og garðyrkju. Verið er að byggja upp skýrsluhaldsgrunn í jarðrækt (Jörð.is), við erum aðilar að samnorrænu fóðurmatskerfi fyrir mjólkurkýr (Norfor) og í garðyrkju hefur komist á skilvirkt erlent samstarf. Þá bjóðum við upp á vinsælar ráðgjafalausnir; „Sprota“ í jarðrækt, „Stabba“ og „Stæðu“ í fóðrun mjólkurkúa og „Á grænni grein“ fyrir garðyrkjubændur. Í þessum pakkalausnum nýtum við okkur áðurnefnd kerfi til að ná sem best utan um þá þætti sem skapa þessa stóru kostnaðarliði. En betur má ef duga skal til framtíðar. 
 
Vonandi munu fleiri sækja sér framhaldsmenntun á sviði jarðræktar, fóðrunar og garðyrkju á næstu árum. Þannig munu einnig áherslur í rannsóknum og ráðgjöf eflast í takti við þær kröfur sem gerðar eru til íslenskra bænda.

Skylt efni: Ráðgjafarþjónusta

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...