Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bretar kusu úrsögn úr ESB
Fréttir 24. júní 2016

Bretar kusu úrsögn úr ESB

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bretar samþykktu úrsögn úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 52% þeirra sem kusu að segja sig úr ESB en 48% vildu vera áfram í sambandinu.

David Cameron forsætisráðherra Breta hvatti landa sína til að vera áfram innan ESB og er niðurstaðan tali mikill ósigur fyrir hann. Cameron sagði á blaðamannafundi í morgun að hann ætla að segja af sér embætti.

Úrsögnin er sögð stórsigur fyrir stjórnarandstöðuna í Bretlandi.

Óvissa hjá breskum bændum
Haft er eftir Meurig Raymond formanni bresku bændasamtakan á heimasíða samtakann að úrsögninni fylgi mikil óvissa fyrir breska bændur. Hann segir einnig að samtökin munu vinna með breskum stjórnvöldum að því að leysa úr þeirri óvissu og taka þátt í vinnu við nýja samninga sem þarf að gera vegna úrsagnarinnar.

„Bændur munu að sjálfsögðu vilja vita hvað áhrif úrsögnin mun hafa á starfsemi þeirra og það er okkar skylda að tryggja að réttur þeirra verði ekki skertur þegar kemur að nýjum samningum. Breskur landbúnaður er hornsteinn matvælaframleiðslu í landinu og þar verður að standa vörð um hann.“

Raymond segir að markmið bresku bændasamtakanna verði meðal annars að tryggja sem bestan aðgang fyrir bresk matvæli að mörkuðum ESB. Jafnframt að tryggja aðgang að mörkuðum annarsstaðar í heiminum og tryggja að innflutt matvæli séu í háum gæðaflokki. Tryggja að bændur hafi nægan aðgang að vinnuafli árið um kring. Auk þess sem samtökin eigi að vera stefnumarkandi þegar kemur aðlögun að nýjum aðstæðum og tryggja breskum bændum jafnræði á við bændur í Evrópusambandinu og annarsstaðar í heiminum.

Fyrsta landið til að segja sig úr ESB
Bretland er fyrsta aðildarríkið ESB, í 60 ára sögu þess, til að yfirgefa sambandið. Talið er að ferlið sem kosningunum fylgir mun taka að minnsta kosti tvö ár og hafa víðtæk áhrif á samninga Breta við önnur lönd og þar á meðal Ísland.

Áfall fyrir Evrópusambandið

Haft er eftir Jean-Claude Juncker framkvæmdastjóra Evrópusambandsins á BBC að aðildarlöndin 27 sem eftir eru muni halda sínu striki. Leiðtogar Þýskalands og Frakklands, Angela Merkel og Francois Hollande, segja úrsögn Breta mikið áfall fyrir ESB en að ríkin muni halda áfram samstarfi við Breta þrátt fyrir úrsögnina.

Gengi breska pundsins og hlutabréfa í Evrópu féll talsvert í kjölfar úrsagnarinnar.

Skylt efni: esb | Bretland | Evrópusambandið

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...