Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bretar kusu úrsögn úr ESB
Fréttir 24. júní 2016

Bretar kusu úrsögn úr ESB

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bretar samþykktu úrsögn úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 52% þeirra sem kusu að segja sig úr ESB en 48% vildu vera áfram í sambandinu.

David Cameron forsætisráðherra Breta hvatti landa sína til að vera áfram innan ESB og er niðurstaðan tali mikill ósigur fyrir hann. Cameron sagði á blaðamannafundi í morgun að hann ætla að segja af sér embætti.

Úrsögnin er sögð stórsigur fyrir stjórnarandstöðuna í Bretlandi.

Óvissa hjá breskum bændum
Haft er eftir Meurig Raymond formanni bresku bændasamtakan á heimasíða samtakann að úrsögninni fylgi mikil óvissa fyrir breska bændur. Hann segir einnig að samtökin munu vinna með breskum stjórnvöldum að því að leysa úr þeirri óvissu og taka þátt í vinnu við nýja samninga sem þarf að gera vegna úrsagnarinnar.

„Bændur munu að sjálfsögðu vilja vita hvað áhrif úrsögnin mun hafa á starfsemi þeirra og það er okkar skylda að tryggja að réttur þeirra verði ekki skertur þegar kemur að nýjum samningum. Breskur landbúnaður er hornsteinn matvælaframleiðslu í landinu og þar verður að standa vörð um hann.“

Raymond segir að markmið bresku bændasamtakanna verði meðal annars að tryggja sem bestan aðgang fyrir bresk matvæli að mörkuðum ESB. Jafnframt að tryggja aðgang að mörkuðum annarsstaðar í heiminum og tryggja að innflutt matvæli séu í háum gæðaflokki. Tryggja að bændur hafi nægan aðgang að vinnuafli árið um kring. Auk þess sem samtökin eigi að vera stefnumarkandi þegar kemur aðlögun að nýjum aðstæðum og tryggja breskum bændum jafnræði á við bændur í Evrópusambandinu og annarsstaðar í heiminum.

Fyrsta landið til að segja sig úr ESB
Bretland er fyrsta aðildarríkið ESB, í 60 ára sögu þess, til að yfirgefa sambandið. Talið er að ferlið sem kosningunum fylgir mun taka að minnsta kosti tvö ár og hafa víðtæk áhrif á samninga Breta við önnur lönd og þar á meðal Ísland.

Áfall fyrir Evrópusambandið

Haft er eftir Jean-Claude Juncker framkvæmdastjóra Evrópusambandsins á BBC að aðildarlöndin 27 sem eftir eru muni halda sínu striki. Leiðtogar Þýskalands og Frakklands, Angela Merkel og Francois Hollande, segja úrsögn Breta mikið áfall fyrir ESB en að ríkin muni halda áfram samstarfi við Breta þrátt fyrir úrsögnina.

Gengi breska pundsins og hlutabréfa í Evrópu féll talsvert í kjölfar úrsagnarinnar.

Skylt efni: esb | Bretland | Evrópusambandið

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...