Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bretar kusu úrsögn úr ESB
Fréttir 24. júní 2016

Bretar kusu úrsögn úr ESB

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bretar samþykktu úrsögn úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 52% þeirra sem kusu að segja sig úr ESB en 48% vildu vera áfram í sambandinu.

David Cameron forsætisráðherra Breta hvatti landa sína til að vera áfram innan ESB og er niðurstaðan tali mikill ósigur fyrir hann. Cameron sagði á blaðamannafundi í morgun að hann ætla að segja af sér embætti.

Úrsögnin er sögð stórsigur fyrir stjórnarandstöðuna í Bretlandi.

Óvissa hjá breskum bændum
Haft er eftir Meurig Raymond formanni bresku bændasamtakan á heimasíða samtakann að úrsögninni fylgi mikil óvissa fyrir breska bændur. Hann segir einnig að samtökin munu vinna með breskum stjórnvöldum að því að leysa úr þeirri óvissu og taka þátt í vinnu við nýja samninga sem þarf að gera vegna úrsagnarinnar.

„Bændur munu að sjálfsögðu vilja vita hvað áhrif úrsögnin mun hafa á starfsemi þeirra og það er okkar skylda að tryggja að réttur þeirra verði ekki skertur þegar kemur að nýjum samningum. Breskur landbúnaður er hornsteinn matvælaframleiðslu í landinu og þar verður að standa vörð um hann.“

Raymond segir að markmið bresku bændasamtakanna verði meðal annars að tryggja sem bestan aðgang fyrir bresk matvæli að mörkuðum ESB. Jafnframt að tryggja aðgang að mörkuðum annarsstaðar í heiminum og tryggja að innflutt matvæli séu í háum gæðaflokki. Tryggja að bændur hafi nægan aðgang að vinnuafli árið um kring. Auk þess sem samtökin eigi að vera stefnumarkandi þegar kemur aðlögun að nýjum aðstæðum og tryggja breskum bændum jafnræði á við bændur í Evrópusambandinu og annarsstaðar í heiminum.

Fyrsta landið til að segja sig úr ESB
Bretland er fyrsta aðildarríkið ESB, í 60 ára sögu þess, til að yfirgefa sambandið. Talið er að ferlið sem kosningunum fylgir mun taka að minnsta kosti tvö ár og hafa víðtæk áhrif á samninga Breta við önnur lönd og þar á meðal Ísland.

Áfall fyrir Evrópusambandið

Haft er eftir Jean-Claude Juncker framkvæmdastjóra Evrópusambandsins á BBC að aðildarlöndin 27 sem eftir eru muni halda sínu striki. Leiðtogar Þýskalands og Frakklands, Angela Merkel og Francois Hollande, segja úrsögn Breta mikið áfall fyrir ESB en að ríkin muni halda áfram samstarfi við Breta þrátt fyrir úrsögnina.

Gengi breska pundsins og hlutabréfa í Evrópu féll talsvert í kjölfar úrsagnarinnar.

Skylt efni: esb | Bretland | Evrópusambandið

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...