Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Branda
Líf&Starf 16. janúar 2019

Branda

Þegar Ólöf Steingrímsdóttir, bónda á Fossi á Síðu, giftist Páli Erlingssyni í Árhrauni á Skeiðum (síðar sundkennara) þá fékk hún rauðbröndótta kú í heimanmund. Branda kynntist fljótt við heimakýrnar í Árhrauni og hélt sig með þeim, en lítið eða ekkert varð vart við óyndi í henni.
 
Stórgripahagar eru ekki góðir í Árhrauni, og fara kýr þaðan vanalega fram í Áshildarmýri og Merkurlaut og eru þar saman við kýr frá Skálmholti, Kýlhrauni o. fl. bæjum. Oftast skipta þær sér þó sjálfar á kvöldin og fara hverjar heim til sín.
 
Kálfur hafði verið alinn í Árhrauni um veturinn. Hann var tjóðraður í túninu um vorið, þangað til hann hafði lært að bíta. Þá hafði Branda verið þar hér um bil
 
hálfan mánuð er kálfurinn var fyrst rekinn í haga með kúnum. Þær fóru eins og vant var fram í Áshildarmýri og voru þar ásamt öðrum kúm um daginn. Undir kvöld tóku Árhraunskýrnar sig frá og héldu heimleiðis. Tveir unglingar sátu hjá ám í hrauninu og horfðu á kýrnar. Þær gengu hver á eftir annarri heim göturnar, og var Branda öftust. Kálfurinn var ekki með. Nálægt miðri leið stansaði Branda og leit í kringum sig. Hinar héldu áfram, og hún hélt svo áfram á eftir þeim. En brátt stansar hún aftur, lítur í kringum sig og baular. Enginn tók undir. Hún baulaði aftur tvisvar eða þrisvar, og er það var til einskis sneri hún aftur, tók á rás og hljóp sem fætur toguðu fram í Áshildarmýri. Þar voru enn ýmsar kýr, og með þeim var Árhraunskálfurinn. Branda gekk að honum, þefar af honum allt um kring dálitla stund, fór svo aftur af stað, og kálfurinn með henni. Létti hún ekki fyrr en hún kom með hann til heimakúnna.
 
Unglingarnir sem á horfðu hafa sagt mér þetta, og þekki ég þá vel, bæði að eftirtekt og sannsögli.
 
Það hefði ef til vill ekki þótt í frásögu færandi þótt einhver af heimakúnum hefði saknað kálfsins og snúið aftur að sækja hann. Og þó hefði verið rangt að gera lítið úr því. En það var ekki svo: þeim hugkvæmdist það ekki. En Bröndu hugkvæmdist það, þó að hún væri nýkomin og ókunnug. Það lýsir yfirburðum hjá henni, og er vottur þess að hugsunin er á mismunandi stigum hjá dýrunum. Það eiga þau sameiginlegt með mönnunum.
 
/Úr bókinni Forustu Flekkur.
 
Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...