Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þórhildur Þorsteinsdóttir, sauðfjárbóndi á Brekku.
Þórhildur Þorsteinsdóttir, sauðfjárbóndi á Brekku.
Mynd / Bbl.is
Fréttir 12. febrúar 2019

Borgfirskum bónda blöskrar málflutningur verslunarinnar

Höfundur: Ritstjórn

„Eru menn ekki að grínast?“ spyr Þórhildur Þorsteinsdóttir sauðfjárbóndi á Brekku í Borgarfirði í Facebook-pistli þar sem hún vísar í verðlagsumræðu síðustu daga. Svo virðist sem mælirinn hafi orðið fullur þegar hún hlýddi á viðtal á Bylgjunni í morgun þar sem Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, kenndi landbúnaðarkerfinu um hátt matvöruverð á Íslandi. Hún segir að forsvarsmenn verslana og heildsala nefni aldrei kostnað vegna fjölda verslana í landinu, hátt leiguverð, flutningskostnað og háa álagningu þeirra sjálfra.

„Djöfull er upplífgandi að vera starfandi bóndi þessa dagana og tilheyra þar með hinu alræmda landbúnaðarkerfi, sem sumir kenna öllu um sem miður fer, manni líður helst eins og sakamanni eftir sakbendingu. Sannleikurinn er sá að á ýmsum stigum samfélagsins, lifa óþægilega margir í eigin heimi og fjarri veruleika, oftar en ekki í þeim tilgangi að koma sér í mjúkinn hjá ímynduðum viðhlæjendum,“ segir Þórhildur.

Hún bendir á að bændur séu líka neytendur og skattgreiðendur en það vilji stundum gleymast. „Við erum alveg eins og allir hinir, við erum neytendur og skattgreiðendur. Stuðningurinn við landbúnaðinn (peningarnir) eru ekki að fara út úr hagkerfinu, gleymum því ekki. Þetta er ekki sóun á almannafé. Því miður er það alltof oft þannig að menn sem nota rök sem ekkert hald er í, geta samt sem áður búið til ómálefnalegar umræður byggðar á rangtúlkun, upphrópunum og misskilningi.“

Ekki séríslenskt að hamast sé á landbúnaði

Þórhildur furðar sig á málflutningi manna sem starfa við verslun og kenna bændum um hátt verð. „Nú hlustar maður á viðtöl við hvern spekinginn á fætur öðrum sem nánast segja það berum orðum, án þess að roðna né skammast sín að hátt verðlag hefur bara ekkert að gera með álagningu heild- og smásala. Það bara kemur málinu ekki við! Það er reyndar hvorki nýtt né séríslenskt að hamast sé á landbúnaði og hann talinn til tímaskekktrar forneskju.“

Og Þórhildur heldur áfram: „Og enn og aftur er innlendum landbúnaðarvörum kennt um hátt verðlag á Íslandi, það virðist vera eina ástæðan sem forsvarsmenn verslana og heildsala geta bent á að orsaki hátt verð. Hvað t.d með fjölda verslana á landinu, hátt leiguverð, flutningskostnað og fyrrnefnda álagningu? Eru breyturnar ekki bara töluvert fleiri ef vel er gáð? Maður þarf nú ekki að vera nema meðalgreindur til að sjá að það vantar eitthvað fleira í dæmið, þetta er ekki allt íslenskum landbúnaði að kenna og tollum! Manni finnst eins og það megi helst ekki lifa á öðru en verslun... eins skaffandi og það nú er,“ segir Þórhildur á Brekku sem lýkur pistli sínum með því að óska lesendum góðra stunda.

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...