Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þorvaldur Jónsson, bóndi í Brekkukoti, segir mjög sniðugt að nota sauðatað, dreifa því með keðjudreifara og gróðursetja trén beint í landið á eftir.
Þorvaldur Jónsson, bóndi í Brekkukoti, segir mjög sniðugt að nota sauðatað, dreifa því með keðjudreifara og gróðursetja trén beint í landið á eftir.
Fréttir 15. nóvember 2017

Bóndi í Reykholtsdal hefur grætt upp 80–90 hektara og sett niður 34.000 tré

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Kraftaverk má vinna með lífrænum úrgangi sem til fellur í samfélaginu, til dæmis á sveitabæjum. Næringarskortur á melum gerir að verkum að þeir gróa seint upp þrátt fyrir beitarfriðun. Flýta má mjög fyrir gróðurframvindu með því að bera lífrænan áburð á melana.
 
Gott dæmi um þetta er öflugt starf Þorvaldar Jónssonar, bónda í Brekkukoti í Reykholtsdal, Borgarfirði. Þorvaldur fór fljótlega eftir að hann tók við búi í Brekkukoti 1990 að fikta við að bera moð undan súgþurrkunargrindum í hlöðunni á svæði þar sem hafði verið malarnám. Smám saman vatt landbótastarfið upp á sig og Þorvaldur hefur náð góðum tökum á nýtingu lífræns úrgangs sem til fellur á búinu til landgræðslustarfa og skógræktar.
 
Fiktið varð að fíkn
 
Þegar Þorvaldur fór að sjá árangur segir hann að fiktið hafi orðið að fíkn og nú hefur hann grætt upp um 80–90 hektara sem áður voru bara berir melar og eru nú orðnir grasi grónir. Rétt fyrir aldamótin var líka farið að rækta skóg á svæðinu, m.a. á svæði þar sem Þorvaldur hefur notast við seyru sem áburð.
 
Settar hafa verið niður um 34.000 trjáplöntur. Þorvaldur segir mjög sniðugt að nota sauðatað, dreifa því með keðjudreifara og gróðursetja trén beint í landið á eftir. Frá þessu er greint á vef Skógræktarinnar. 

Skylt efni: Landgræðsla

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...