Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þorvaldur Jónsson, bóndi í Brekkukoti, segir mjög sniðugt að nota sauðatað, dreifa því með keðjudreifara og gróðursetja trén beint í landið á eftir.
Þorvaldur Jónsson, bóndi í Brekkukoti, segir mjög sniðugt að nota sauðatað, dreifa því með keðjudreifara og gróðursetja trén beint í landið á eftir.
Fréttir 15. nóvember 2017

Bóndi í Reykholtsdal hefur grætt upp 80–90 hektara og sett niður 34.000 tré

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Kraftaverk má vinna með lífrænum úrgangi sem til fellur í samfélaginu, til dæmis á sveitabæjum. Næringarskortur á melum gerir að verkum að þeir gróa seint upp þrátt fyrir beitarfriðun. Flýta má mjög fyrir gróðurframvindu með því að bera lífrænan áburð á melana.
 
Gott dæmi um þetta er öflugt starf Þorvaldar Jónssonar, bónda í Brekkukoti í Reykholtsdal, Borgarfirði. Þorvaldur fór fljótlega eftir að hann tók við búi í Brekkukoti 1990 að fikta við að bera moð undan súgþurrkunargrindum í hlöðunni á svæði þar sem hafði verið malarnám. Smám saman vatt landbótastarfið upp á sig og Þorvaldur hefur náð góðum tökum á nýtingu lífræns úrgangs sem til fellur á búinu til landgræðslustarfa og skógræktar.
 
Fiktið varð að fíkn
 
Þegar Þorvaldur fór að sjá árangur segir hann að fiktið hafi orðið að fíkn og nú hefur hann grætt upp um 80–90 hektara sem áður voru bara berir melar og eru nú orðnir grasi grónir. Rétt fyrir aldamótin var líka farið að rækta skóg á svæðinu, m.a. á svæði þar sem Þorvaldur hefur notast við seyru sem áburð.
 
Settar hafa verið niður um 34.000 trjáplöntur. Þorvaldur segir mjög sniðugt að nota sauðatað, dreifa því með keðjudreifara og gróðursetja trén beint í landið á eftir. Frá þessu er greint á vef Skógræktarinnar. 

Skylt efni: Landgræðsla

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...