Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Forsvarsmenn Hins íslenska bókmenntafélags handsala leigusamning við bændur. Frá vinstri: Eiríkur Blöndal, Sindri Sigurgeirsson, Jón Sigurðsson og Sverrir Kristinsson.
Forsvarsmenn Hins íslenska bókmenntafélags handsala leigusamning við bændur. Frá vinstri: Eiríkur Blöndal, Sindri Sigurgeirsson, Jón Sigurðsson og Sverrir Kristinsson.
Mynd / TB
Fréttir 17. janúar 2017

Bókmenntafélag flytur í Bændahöllina

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Hið íslenska bókmenntafélag mun flytja starfsemi sína í Bændahöllina í maímánuði 2017. Í dag skrifuðu Bændahöllin ehf. og Hið íslenska bókmenntafélag undir húsaleigusamning til 15 ára. Bókmenntafélagið verður á jarðhæð í austurhluta sem snýr að Landsbókasafninu og lóð Húss íslenskra fræða. Húsnæðið er hannað af Hornsteinum arkitektum og framkvæmdir hefjast í þessari viku. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu frá Bændahöllinni ehf. og Hinu íslenska bókmenntafélagi. 

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sagði í stuttri tölu þegar skrifað var undir leigusamning að það væri ánægjulegt að fá Bókmenntafélagið í Bændahöllina og í nábýli við Bændasamtökin. Þau væru byggð á gömlum grunni, samtök bænda yrðu 180 ára í ár og væru því ekki á ósvipuðum aldri og Hið íslenska bókmenntafélag.

Félagið stofnað til að vernda og efla íslenska tungu

Hið íslenska bókmenntafélag var stofnað árið 1816 og hefur starfað óslitið síðan. Stofnun þess olli á sínum tíma þáttaskilum í viðhorfi manna til íslenskrar tungu og bókmennta síðari alda. Bókmenntafélagið hófst þegar á fyrsta starfsári handa um útgáfu bóka og tímarita og hefur sú starfsemi verið meginviðfangsefni þess síðan.

Jón Sigurðsson, forseti Hins íslenska bókmenntafélags, segir að þessi nýja staðsetning á starfstöð Bókmenntafélagsins sé einkar heppileg vegna nábýlis við Háskólann og ýmsar menningarstofnanir sem honum tengjast. „Þegar Bókmenntafélagið var stofnað fyrir 200 árum var íslenskan í hættu. Félagið var stofnað til þess að vernda og efla íslenska tungu.  Íslendingum hefur tekist vel að verja og efla tungu sína til þessa. Starf Bókmenntafélagsins hefur án efa skipt hér máli. Því starfi þarf að halda áfram,“ segir Jón.

Góð viðbót við aðra starfsemi í húsinu

Að sögn Elíasar Blöndal, framkvæmdastjóra Bændahallarinnar, er starfsemi Hins íslenska bókmenntafélags góð viðbót við aðra starfsemi í húsinu og styður við rekstur Hótel Sögu. „Fyrir er bankaútibú, rakari, hárgreiðslustofa, ferðaskipuleggjandi, veitingastaðir og ráðstefnudeild, skrifstofur Bændasamtaka Íslands, skrifstofur á vegum hins opinbera og annarra og 236 hótelherbergi.“

Um 1000 manns heimsækja Bændahöllina á hverjum degi

Bændahöllin ehf. er félag í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændahöllin var byggð af bændum árið 1962 og hefur alla tíð verið í eigu þeirra. Bændahöllin er um 18.500 fermetrar að stærð og um 1.000 manns heimsækja húsið á degi hverjum í margvíslegum tilgangi. Þáttur Bændahallarinnar og Hótel Sögu í menningarlífi bæjarins og ferðamennsku er mjög stór og Bændahöllin hefur verið eitt af helstu kennileitum Reykjavíkurborgar síðastliðin 55 ár.

Ýmsar menningarstofnanir eru í næsta nágrenni. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum flyst brátt í nýja byggingu á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu og Hús íslenskra fræða mun rísa þar sem Melavöllurinn var forðum. Þjóðarbókhlaðan, Þjóðminjasafnið og  Háskóli Íslands eru allt rótgrónar stofnanir steinsnar frá Bændahöllinni.

 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...