Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bók um tré
Líf og starf 8. maí 2019

Bók um tré

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hvað er hæsta tré í heimi? Hversu lengi hafa trén verið til og hvernig er líf þeirra? Hvar er boðið upp á gistingu í tréhúsi? Hvernig tryggjum við að trén lifi af umrót næstu áratuga? Öllum þessum spurningum og mörgum fleiri er svarað í bráðfallegri og fróðlegri bók sem kallast Bók um tré.

Í Bók um tré er saga trjánna rakin frá örófi fram á þennan dag. Skoðað er hlutverk þeirra í sögunni, menn­ingu, listum, þjóðsögum og náttúrunni sjálfri.

Gullfalleg og fræðandi bók sem tvímælalaust er óhætt að mæla með.

Stærstu lífverur heims

Trén eru stærstu lífverur á jörðinni. Við hliðina á risafuru virðist manneskja og jafnvel háleitur gíraffi heldur lítilfjörlegur. Jafnvel risaeðlurnar sem eitt sinn byggðu jörðina gátu falið sig í skugga risafurunnar. Tré geta líka orðið ansi gömul. Sumar tegundir lifa í margar aldir, jafnvel þúsaldir. Aðeins fáar manneskjur ná því að verða hundrað ára en fyrir flest tré er ein öld bara eins og unglingsárin. Gamalt eikartré, sem er í fullu fjöri enn í dag, man vel árin áður en langafi þinn fæddist og gæti átt eftir að lifa lengur en barnabarnabörnin þín.

Höfundar bókarinnar eru Piotr Socha, Wojciech Grajkowski og þýðandi Illugi Jökulsson. Bókaútgáfan Sögur gefur bókina út.

 

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f