Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bók um tré
Líf og starf 8. maí 2019

Bók um tré

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hvað er hæsta tré í heimi? Hversu lengi hafa trén verið til og hvernig er líf þeirra? Hvar er boðið upp á gistingu í tréhúsi? Hvernig tryggjum við að trén lifi af umrót næstu áratuga? Öllum þessum spurningum og mörgum fleiri er svarað í bráðfallegri og fróðlegri bók sem kallast Bók um tré.

Í Bók um tré er saga trjánna rakin frá örófi fram á þennan dag. Skoðað er hlutverk þeirra í sögunni, menn­ingu, listum, þjóðsögum og náttúrunni sjálfri.

Gullfalleg og fræðandi bók sem tvímælalaust er óhætt að mæla með.

Stærstu lífverur heims

Trén eru stærstu lífverur á jörðinni. Við hliðina á risafuru virðist manneskja og jafnvel háleitur gíraffi heldur lítilfjörlegur. Jafnvel risaeðlurnar sem eitt sinn byggðu jörðina gátu falið sig í skugga risafurunnar. Tré geta líka orðið ansi gömul. Sumar tegundir lifa í margar aldir, jafnvel þúsaldir. Aðeins fáar manneskjur ná því að verða hundrað ára en fyrir flest tré er ein öld bara eins og unglingsárin. Gamalt eikartré, sem er í fullu fjöri enn í dag, man vel árin áður en langafi þinn fæddist og gæti átt eftir að lifa lengur en barnabarnabörnin þín.

Höfundar bókarinnar eru Piotr Socha, Wojciech Grajkowski og þýðandi Illugi Jökulsson. Bókaútgáfan Sögur gefur bókina út.

 

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...