Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bjartsýni og sókn
Skoðun 3. apríl 2014

Bjartsýni og sókn

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fagþing kúabænda var haldið á Hótel Sögu í síðustu viku og aðalfundur Landssambands kúabænda (LK) var haldinn í kjölfarið. Bæði á Fagþinginu og á aðalfundinum komu greinilega fram þeir miklu möguleikar sem nú eru til uppbyggingar í greininni. 
 
Það er ekki nóg með að MS hafi lýst því yfir að öll mjólk yrði keypt á fullu afurðastöðvaverði, heldur er einnig ljóst að verulega þarf að gefa í varðandi framleiðslu nautakjöts á næstu misserum. Vart er hægt að túlka þetta öðruvísi en sem gleðitíðindi fyrir mjólkurframleiðslu og nautgriparæktina í heild sinni.
 
Með yfirlýsingu MS er bændum gefin skýr bending um að bregðast við óskum um aukna mjólkurframleiðslu. Hægt sé að selja alla mjólk sem mögulegt er að framleiða og rúmlega það. Ástæðan er verulega breytt neyslumynstur Íslendinga og stóraukin sala vegna fjölgunar ferðamanna. 
 
Krafa um aukna mjólkurframleiðslu þýðir væntanlega um leið að full þörf sé orðin á að endurskoða það kerfi sem við lýði hefur verið. Það var sniðið á tímum offramleiðslu og byggðist fyrst og fremst á því að draga úr og takmarka mjólkurframleiðslu svo ekki hlæðust upp heilu fjöllin af smjöri. 
 
Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hafði á orði varðandi aukinn fjölda ferðamanna við annað tækifæri að passa yrði upp á að þessi sívaxandi hópur ferðamanna, sem vigtaði um 60 þúsund tonn, rýrnaði ekki við dvölina á Íslandi. Því þyrfti bændur að hafa sig alla við á næstu misserum og árum til að geta boðið nægt fæðuframboð. Kom þetta fram við verðlaunaafhendingu á Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna.
 
Þarna er augljóslega ánægjulegt vandamál að kljást við sem felur í sér mikla sókn. Kúabændur og ræktendur holdanauta ræða því af mikilli alvöru hvernig best sé að bregðast við. Hluti af því er ósk um innflutning á erfðaefni til endurnýjunar í holdanautgripa­stofninum sem hér er. Það er hins vegar viðkvæmt mál á margan hátt sem fljótlega þarf þó að taka afstöðu til. Málin eru því ekki alltaf einföld. 
 
Landssamtök sauðfjárbænda halda líka sinn aðalfund um komandi helgi. Þar er einnig uppi bjartsýni og hugur til sóknar. Nýting afurða sauðkindarinnar hefur tekið stórstígum framförum á undanförnum árum. Þar má samt líka gera enn betur.
Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...