Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Beit er góð.
Beit er góð.
Mynd / Sigríður Ólafsdóttir
Á faglegum nótum 11. maí 2017

Beit er góð

Höfundur: Elin Nolsöe Grethardsdóttir, Jóna Þórunn Ragnarsdóttir og Sigtryggur Veigar Herbertsson.
„Eins og beljur að vori“ keppast nú bændur við vorverkin, en mega ekki gleyma að aðlaga kýrnar að beitartímabilinu sem bráðum hefst. 
 
Er búið að huga að útisvæði fyrir kýrnar að vorinu og velja fyrstu beitarstykkjum? Er aðgengi að vatni og steinefnum fyrir kýrnar allan beitartímann?
 
Að sýna kúnum út
 
Besta aðlögun fyrir kýrnar er að hleypa þeim út áður en mikill gróður er kominn. Í þeim sveitum sem fyrst vorar getur þetta gerst strax um miðjan maí og er kúnum þá hleypt út í stuttum lotum yfir miðjan daginn til að skvetta úr klaufunum og ná sér í smá sól fyrir helsta beitartímabilið. Ekki þarf að vera tilbúin beit yfir þetta tímabil, heldur er verið að venja þær við að fara út án þess að stressa sig yfir því. Áfram er gefin full gjöf inni af lystugu fóðri og þær ganga við opið og velja hvar þær eyða tímanum. Fyrst um sinn er ekki mælt með að útivistin vari lengur en 1–2 tíma á dag til að raska ekki áti og afurðum.
 
Fyrsta beitin
 
Fyrsta beitin fæst frá miðjum maí og fram í byrjun júní. Gömul tún eru oft valin sem fyrsta beitartún fyrir kýrnar. Þau spretta hraðar úr sér en tún með vallarfoxgrasi (eða álíka sáðgresi) og því mikilvægt að vera búinn að nýta þau áður en annað er tilbúið til beitar. Grös þurfa að hafa náð 10 cm hæð til að kýrnar nái að fylla sig sæmilega hratt, en fari grashæð mikið upp fyrir 20 cm er hætt við að þær fúlsi við því vegna þroska og túnið verður „toppótt“. Miðað er við að íslenskar kýr geti mjólkað 20-22 kg af vorbeit einni saman, en þegar grösin fara að spretta meira eða beitin að minnka milli sprettutímabila (fyrri og seinni spretta) fara þessi viðmið niður í 16-18 kg. Því er mikilvægt að hafa gott gróffóður í boði með beitinni til að draga úr dagsveiflum vegna veðurs og beitarframboðs. Lystugt, forþurrkað vallarfoxgras er gott á móti vorbeitinni. Þannig fæst strúktúr á móti auðmeltu beitargrasinu og fóðurnýtingin verður betri.
 
Aðgengi að vatni
 
Flestar rannsóknir benda til þess að mikilvægt sé að aðgengi að vatni sé gott á beitarstykkjunum. Þeim mun styttra sem kýrnar þurfa að ferðast til að fá sér að drekka aukast líkurnar á að þær drekki nóg og viðhaldi nytinni þannig. 
 
Kýrnar þurfa 3 lítra af vatni fyrir hvern framleiddan líter af mjólk.
 
Kýr eru hópdýr og kjósa að drekka samtímis í litlum „vinkonuhópum“ og því þurfa 10% af hópnum að komast að brynningunni í einu. 
 
Mælt er með að hafa stórt trog með kyrru vatni frekar en skál eða læk (með tilheyrandi drullusvaði í bleytutíð eða takmörkuðu framboði í þurrkatíð).
 
Kjarnfóður og steinefnaþarfir
 
Hvað kjarnfóðurgjöf með beit varðar er gott að velja kjarnfóðurblöndu með nægilegu magni af auðleystum kolvetnum (t.d. bygg eða hveiti) til að „fanga“ hið auðleysta köfnunarefni sem er í ungu beitargrasi. 
 
Ekki ætti að draga mikið úr kjarnfóðurgjöf hjá hámjólka kúm heldur leyfa þeim að ráða hvort beit eða kjarnfóður sé aðal orku-uppsprettan. 
 
Suma daga éta þær lítið kjarnfóður og aðra daga hanga þær inni og klára skammtinn sinn án þess að það hafi teljandi áhrif á nytina.
 
Fyrstu sprettuvikurnar taka ungar plöntur upp ofgnótt af kalí og það getur dregið úr nýtingu á magnesíum. Getur þetta leitt til graskrampa. 
 
Nýbærur og hámjólka kýr eru sérstaklega viðkvæmar fyrir steinefnaójafnvægi. Því verður að tryggja öllum kúm nægilegt magnesíum, annað hvort með steinefnablöndum eða steinefnastautum.
 
Ráðgjafar RML eru innan handar varðandi bætta nýtingu beitar fyrir mjólkurkýr.
 
Elin Nolsöe Grethardsdóttir, Ráðunautur í nautgriparækt, Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, Ráðunautur í fóðrun og Sigtryggur Veigar Herbertsson, Ráðunautur í bútækni og aðbúnaði.
 

 

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f