Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Barnapeysan Rendur
Hannyrðahornið 23. ágúst 2019

Barnapeysan Rendur

Höfundur: Handverkskúnst
Peysan Rendur hefur verið í huga mér nokkuð lengi. Langaði í peysu með 3-4 röndum hvert í sínum lit og smá glimmer á milli. 
 
Twinkle er garn með glitþræði og gefur peysunni skemmtilegt „bling“. Garnið í peysuna er 100% akrýl garn, mjúkt og mjög gott að prjóna úr því.  
 
Stærðir:  2 (3-4) 5-6 (7-8) 9-10 (11-12) ára.
Yfirvídd ca.: 62 (64) 68 (74) 78 (82) cm.
Ermalengd ca.: (23) 27 (30) 35 (38) 42 cm.
Garn: Scheepjes Colour Crafter eða Velvet og Twinkle
- Colour Crafter eða Velvet: 1 dokka í hverjum lit 
- Twinkle: 1 dokka 
Prjónfesta: 20 lykkjur x 30 umferðir með sléttu prjóni = 10x10 cm á prjóna nr 4.
Prjónar: Sokka- og hringprjónar 40 og 60 cm, nr 3,5 og 4.
 
Peysan er prjónuð í hring ofan frá og niður. Útaukningar á berustykki móta laskalínuna. Hver litaröð er 11,5 (13) 14,3 (15,5) 17 (18,3) cm og 2 umferðir með Twinkle prjónaðar slétt á milli litaskipta.
 
Aðferð: Fitjið upp á minni hringprjón nr 3,5 með lit 1: 72 (76) 80 (84) 88 (96) lykkjur. Tengið í hring, setjið prjónamerki sem markar upphaf umferðar. Prjónið stroff (1 sl, 1 br) 9 umferðir. Skiptið yfir á prjóna nr 4 og prjónið 1 umf slétt og aukið út um 0 (0) 0 (4) 0 (0)L jafnt yfir umferð = 72 (76) 80 (88) 88 (96) lykkjur.
 
Berustykki: Byrjið útaukningu á laska og staðsetjið prjónamerki (PM) þannig: 
umf 1: 1 sl, USL, 8 (10) 10 (10) 12 (12) sl, USL, 1 sl (ermi) PM, 1 sl, USL, 24 (24) 28 (30) 32 (32) sl, USL, 1 sl (framstykki) PM, 1 sl, USL, 8 (10) 10 (10) 12 (12) sl, USL, 1 sl (ermi), PM, 1 sl, USL, 24 (24) 28 (30) 32 (32) sl (bak) USL, 1 sl (= aukið út um 8 lykkjur).
umf 2: Prjónið slétt. 
 
umf 3: Prjónið 1 sl, *USL, prjónið sl þar til 1L er að PM, USL, 2 sl* endurtakið frá *-* þar til 1L er eftir af umf, 1 sl.  
umf 4: Prjónið slétt.
 
Endurtakið umferðir 3 og 4 alls 15 (16) 17 (18) 20 (21) sinnum = 200 (212) 224 (240) 256 (272) lykkjur. ATH. Munið eftir litaskiptum. Hver litaröð er 11,5 (13) 14,3 (15,5) 17 (18,3) cm og 2 umferðir með Twinkle prjónaðar slétt á milli litaskipta. Prjónið slétt án útaukninga þar til stykkið mælist frá uppfiti á hálsmáli 14 (15) 16 (17) 18 (19,5) cm, mælt á framstykki.  
Skipting bols og erma: Setjið fyrstu 42 (46) 48 (50) 54 (58) lykkjur á þráð (ermi), fitjið upp 4L (umf byrjar nú í miðju þessara lykkja, setjið PM sem markar upphaf umferðar í miðju þeirra), prjónið 58 (60) 64 (70) 74 (78) lykkjur (framstykki), setjið næstu 42 (46) 48 (50) 54 (58) lykkjur á þráð (ermi), fitjið upp 4L, prjónið 58 (60) 64 (70) 74 (78) lykkjur (bakstykki) = 124 (128) 136 (148) 156 (164) lykkjur. Prjónið bol áfram slétt í hring, munið eftir litaskiptum. Prjónið með lit 3 þar til sá litahluti mælist 8,5 (10) 11,3 (11,5) 13 (14,3) cm. Skiptið yfir á prjóna nr 3,5 og prjónið stroff með lit 3 (1 sl, 1 br) 3 (3) 3 (4) 4 (4) cm. Fellið laust af. Peysan mælist ca 36 (40) 44 (48) 52 (56) cm frá uppfiti á hálsmáli og niður.
Ermar: 
Setjið ermalykkjurnar 42 (46) 48 (50) 54 (58) af þræði á sokkaprjóna nr 4 eða 30 cm hringprjón, fitjið upp 4L = 46 (50) 52 (54) 58 (62) lykkjur. Setjið 1 PM á milli þessara nýju lykkja undir ermi, sem markar upphaf umferðar. Prjónið í hring þar til ermin mælist 2 (2) 3 (4) 4 (4) cm. Fækkið um 2 lykkjur undir ermi þannig: prjónið 1 sl, 2 sl sm, prjónið slétt þar til 3L eru eftir af umf, ttp, 1 sl. Fækkið lykkjum svona í 9. (9.) 10. (11.) 12. (12.) hverri umferð alls 6 (8) 8 (8) 8 (8) = 34 (34) 36 (38) 42 (46) lykkjur. ATH: munið eftir litaskiptum eins og á bol. Prjónið áfram þar til ermin mælist 20 (24) 27 (31) 34 (38) cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd). Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3,5. Prjónið stroff (1 sl, 1 br) 3 (3) 3 (4) 4 (4) cm. Fellið laust af. Prjónið hina ermina eins.
Frágangur: Gangið frá endum, þvoið peysuna og leggið til þerris.
 
Útskýringa á skammstöfunum:
USL: uppásláttur, sláið uppá prjóninn
ttp: takið 1L ópr, prjónið 1L og steypið yfir óprj lykkjuna
2 sl sm: prjónið 2L slétt saman
PM: prjónamerki
L: lykkja /lykkjur
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...