Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Barnapeysan Dís
Hannyrðahornið 10. október 2016

Barnapeysan Dís

Höfundur: Handverkskúnst
Barnapeysan Dís úr Navia, færeyska ullargarninu, yljar gullmolunum nú þegar kólna fer hjá okkur. Stílhrein peysa með einföldu munstri. Navia Duo fæst í 18 fallegum litum, skoðaðu úrvalið á heimasíðunni www.garn.is. 
 
Stærðir:
6 mánaða (1-1½ árs) 2 ára.
Yfirvíddd:
49 (54) 57 sm Lengd: 26 (30) 34 sm.
 Garn: Navia Duo (100% ull/50 g = 180 m): 
• Litur 1: 2 (2) 3 dokkur • 
• Litur 2: 1 (1) 1 dokka 
Prjónar: Hringprjónar 40-60 sm, nr 3 og 4  
Prjónfesta: 25 lykkjur = 10 sm í sléttu prjóni á prjóna nr 4 
Annað: 6 tölur 
Bolur: Fitjið upp 119 (131) 143 lykkjur á hringprjón nr 3 með lit 1 og prjónið fram og til baka 7 umferðir stroff (1 slétt, 1 brugðin). Skiptið yfir á hringprjón nr 4 og prjónið munstur eftir teikningu, ATH: í fyrstu umferð er aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir umferðina = 123 (135) 147 lykkjur. Þegar munstri lýkur er prjónað áfram með lit 1 fram og til baka slétt prjón þar til bolurinn mælist 16 (19) 22 sm. Fellið af fyrir handvegi þannig: Prjónið 27 (30) 33 lykkjur, fellið af 6 lykkjur, prjónið 57 (63) 69 lykkjur, fellið af 6 lykkjur, prjónið 27 (30) 33 lykkjur. Prjónið bak- og framstykki nú hvert fyrir sig. 
Bak: Haldið áfram að prjóna fram og til baka og fellið af 1 lykkju við handveg báðu megin í annarri hverri umferð alls 6 sinnum. Prjónið áfram slétt þar til handvegur mælist 11 (12) 13 sm. Geymið stykkið.  
Framstykki: Haldið áfram að prjóna fram og til baka og fellið af 1 lykkju við handveg í annarri hverri umferð alls 6 sinnum. Prjónið áfram slétt þar til handvegur mælist 6 (6,5) 7 sm. Fellið af 5, 2, 1 (5, 2, 1, 1) 5, 2, 2, 1 lykkju við hálsmál í annarri hverri umferð = 13 (15) 17 lykkjur á prjóninum. Prjónið þar til stykkið er jafnlangt bakstykki. Leggið fram- og bakstykki saman, rétta á móti réttu. Prjónið lykkjurnar/axlirnar saman og fellið af um leið. Prjónið hitt framstykkið eins en speglað.   
Ermar: Fitjið upp 32 (34) 36 lykkjur á hringprjón nr 3 með lit 1 og prjónið stroff fram og til baka eins og á bol. Skiptið yfir á hringprjón nr 4 og prjónið munstur eftir teikningu en í fyrstu umferð er aukið út í 43 (45) 47 lykkjur, jafnt yfir umferðina. Þegar munstri lýkur er haldið áfram að prjóna með lit 1 og aukið út í upphafi og enda hvers prjóns um 1 lykkju í 4. hverri umferð, alls 3 (5) 6 sinnum, síðan í 10. hverri umferð alls 2 (3) 4 sinnum. Þegar ermin mælist 17 (20) 23 sm, eru felldar af 3 lykkjur sitt hvoru megin á erminni fyrir handvegi og ermakúpull prjónaður.  
Ermakúpull: Haldið áfram að prjóna slétt prjón fram og til baka en fellið af 1 lykkju í upphafi hvers prjóns þar til 7 (9) 11 lykkjur eru eftir. Fellið af.  
Frágangur: Saumið ermar saman og saumið þær í.  
Hægri listi: Prjónið upp með lit 2, á prjóna nr 3; 48 (57) 64 lykkjur frá réttunni á hægra framstykki. Prjónið 6 umferðir stroff (1 slétt, 1 brugðin). ATH: í 3. umferð eru prjónuð 5 hnappagöt með jöfnu millibili þannig: Byrjið neðan frá; prjónið 4 lykkjur stroff, *1 hnappagat, 8 (9) 10 lykkjur stroff* Endurtakið frá *-* alls 5 sinnum og endið á 4 lykkjur stroff. (6. Hnappagatið er prjónað í hálsmáli) Hnappagat: Sláið uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman. Fellið laust af.  
Vinstri listi: Prjónið eins og hægri lista en án hnappagata.  
Hálsmál: Prjónið upp með lit 2, á prjóna nr 3, 65 (71) 75 lykkjur. Prjónið 6 umferðir stroff (1 slétt, 1 brugðin). ATH: í 3. umferð er prjónað hnappagat á hægri hlið þannig: prjónið 3 lykkjur stroff, hnappagat, prjónið stroff út umferðina. Fellið af.  
Frágangur: Gangið frá endum og saumið tölur í peysuna. Þvoið flíkina úr Navia ullarsápu og leggið til þerris í rétt mál.   
Hönnun: Beinta Johannessen. Þýtt með leyfi Navia af Guðrúnu Maríu Guðmundsdóttur
 
Prjónakveðja,
Mægðurnar í Handverkskúnst
Hraunbæ 102b, 110 Reykjavík
 
?
Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...