Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hérna kemur ný uppsetning á myndatexta
Hérna kemur ný uppsetning á myndatexta
Mynd / Tjörvi Bjarnason
Á faglegum nótum 16. apríl 2014

Barist gegn sóun matar

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Á dögunum fór fram málþing í Norræna húsinu um sóun á matvælum en talið er að um 30 prósent alls matar sem framleiddur er í heiminum lendi í ruslinu. Geigvænlegar tölur, í ljósi þess að á árunum 2010 til 2012 þjáðust um 870 milljónir manneskja af viðvarandi vannæringu. Það þýðir að einn af hverjum átta jarðarbúum lifir neðan við hungurmörk.

Nægur matur framleiddur

Nægur matur er hins vegar framleiddur í heiminum til að brauðfæða alla jarðarbúa. Þrátt fyrir að fólki hafi fjölgað um 70 prósent í heiminum á síðustu 30 árum framleiðum við 17 prósent fleiri kaloríur á hverja manneskju í dag heldur en við gerðum fyrir 30 árum, eingöngu í landbúnaði. Þá á eftir að telja til allar fiskveiðar. Ástæða þess að hungur fyrirfinnst í þessu mæli þrátt fyrir þessar staðreyndir eru fátækt, ójöfn dreifing efnislegra gæða, styrjaldir og loftslagsbreytingar. Nálega allir þeir sem búa við hungur eru íbúar þróunarríkja eða um 852 milljónir. Um 16 milljónir þeirra sem búa við hungur eru íbúar iðnríkjanna.

Á síðasta aldarfjórðungi hefur þó tekist að draga úr fjölda þeirra sem lifa undir hungurmörkum samkvæmt gögnum Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Á árunum 1990 til 1992 var fjöldinn 1.015 milljónir sem jafngilti einum af hverjum fimm jarðarbúum. Samkvæmt nýjustu tölum sultu 842 milljónir manns á árunum 2011 til 2013 eða 12 prósent jarðarbúa.

Geigvænleg sóun

Æ aukinn fjöldi fólks gerir sér grein fyrir þeirri geigvænlegu sóun sem á sér stað í matvælaframleiðslu, við úrvinnslu, í smásölu og hjá neytendum, bæði á heimsvísu og hér á landi. Fjöldi fólks hefur tekið pólitíska afstöðu gegn sóun á matvælum og hér á landi, sem erlendis, eru til hópar fólks sem kalla sig ruslara. Ruslarar eru þeir sem safna mat úr ruslagámum og neyta hans. Fjölmörg dæmi eru vitanlega um að fólk geri slíkt úr neyð en ekki síður hefur fjöldi fólks tekið þá afstöðu að rusla sem andóf við neyslusamfélaginu og sóuninni.

Nýtir það sem annars væri hent

Í Kaupmannahöfn er rekinn veitingastaður sem heitir Rub & Stub, og er markmiðið með rekstrinum að berjast gegn sóun á matvælum. Með því að nota vörur sem falla til við matvælaiðnað og eru ekki nýttar stefnir veitingastaðurinn að því að draga úr sóun á mat í Kaupmannahöfn og Danmörku. Veitingastaðurinn opnaði í ágúst á síðasta ári og hefur síðan þá notið vaxandi vinsælda Kaupmannahafnarbúa, sem og ferðafólks.

Á veitingastaðnum er þó ekki framreiddur matur sem beinlínis hefur verið hent í ruslið heldur er samið við birgja um að Rub & Stub taki til sín matvöru sem af einhverjum ástæðum er ekki nýtt eða selst ekki. Dæmi um slíkt gætu verið grænmeti sem ekki stenst útlitskröfur, matvara sem er að komin nálægt síðasta söludag eða árstíðabundinn matvara eins og jólamatur sem ekki hefur selst fyrir hátíðarnar. Allur maturinn er hins vegar í góðu lagi.

Ágóðinn til hjálparstarfs

Að elda úr afgangs matvælum krefst skapandi hugsunar þar sem nýta þarf þau matvæli sem í boði eru hverju sinni. Rub & Stub er rekið af sjálfboðaliðum og ganga um 100 sjálfboðaliðar vaktir á veitingastaðnum. Einungis tveir launaðir starfsmenn starfa þar, yfirkokkur og framkvæmdastjóri. Allur ágóði af rekstri veitingahússins fer til hjálparstarfs í Sierra Leone þar sem unnið er að uppbyggingarstarfi eftir borgarastyrjöldina sem geisaði í landinu á tíunda áratugnum.

Blaðamaður sótti staðinn heim í ferð sinni til Kaupmannahafnar á dögunum og varð mjög hrifinn af því sem á borð var fyrir hann borið. Það kvöld var aðalrétturinn lasanja borinn fram ásamt haustsalati í fallegum litum. Verðinu var sannarlega í hóf stillt og var þetta hin besta kvöldstund. Best var þó að fá á tilfinninguna að með því að borða á Rub & Stub hefði maður gerst örlítill þátttakandi í að gera heiminn að bærilegri stað. Vonandi vindur það upp á sig.

4 myndir:

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...