Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bændur vilja þriggja ára aðlögunartíma
Mynd / BBL
Skoðun 16. maí 2019

Bændur vilja þriggja ára aðlögunartíma

Höfundur: Guðrún S. Tryggvadóttir formaður Bændasamtaka Íslands - gst@bondi.is

Lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem heimilar innflutning á hráu ófrosnu kjöti, eggjum og ógerilsneyddri mjólk og mjólkurafurðum er nú til umfjöllunar á Alþingi. Bændasamtök Íslands hafa í umsögnum sínum og umfjöllun um málið lagst gegn samþykkt þess. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur kynnt aðgerðaáætlun í fimmtán liðum sem ætlað er að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu.

Nú þegar stefnir í afgreiðslu málsins er ljóst að óraunhæft er með öllu að aðgerðaáætlun ráðherra hafi einhver raunveruleg áhrif fyrir gildistöku laganna sem áætluð er 1. september næstkomandi. Mikil vinna er eftir til þess að útfæra og innleiða tillögur sem þar er að finna og jafnframt á eftir að svara veigamiklum spurningum um fjármögnun.

Í ljósi stöðu málsins fara Bændasamtökin fram á að gildistöku laganna verði frestað og um leið að gripið verði til ákveðinna aðgerða til að lágmarka það tjón sem hlotist getur af. Í fyrsta lagi að tryggja fjármögnun og framkvæmd þeirra mótvægisaðgerða sem ráðherra hefur lagt til. Aðgerðalistinn sjálfur getur skilað árangri en það þarf að vinna hann betur. Í öðru lagi er nauðsynlegt að þar til bærri stofnun verði á aðlögunartíma falið að gera greiningarmörk vegna sýklalyfjaónæmra baktería í matvælum (þ.á m. kjöti og grænmeti) og að markaðssetning á afurðum sem í ræktast sýklalyfjaónæmar bakteríur verði gerð óheimil. Ljóst er að skilgreint og aukið fjármagn þarf í þá vinnu og eftirlit. Að öðru leyti þarf að fara í stórátak til að draga úr eða stöðva aukningu á útbreiðslu á sýklalyfjaónæmi í landbúnaðarafurðum. 

Vilja stjórnvöld taka áhættuna?

Rök Bændasamtakanna gegn innflutningi á hráu kjöti, eggjum og ógerilsneyddri mjólk hafa komið fram í ræðu og riti undanfarin misseri. Aðstaða íslensks landbúnaðar til að keppa við erlenda framleiðslu getur ekki talist jöfn og greinin býr yfir ýmiss konar sérstöðu sem auðvelt er að glata. Sérfræðingar hafa bent á að afnám takmarkana á innflutningi, svo sem frystiskyldu, muni þýða verulega aukna áhættu á ýmsum sviðum fyrir heilsu manna og dýra. Matarsýkingum fjölgi og meiri hætta verði á að hingað berist bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum.  

Kynnum okkur hvaðan maturinn kemur

Bændasamtökin hafa, ásamt fleiri samtökum og fyrirtækjum í landbúnaði, tekið þátt í verkefni sem vakið hefur nokkra athygli. Á oruggurmatur.is eru dregin fram sjónarmið sem við teljum skipta máli í þessari umræðu. Lesendur eru hvattir til að kynna sér efnið sem þar er að finna. Þar skiptir ekki síst máli að neytendur séu vakandi og kalli eftir upplýsingum um hvaðan maturinn kemur, hvernig framleiðsluaðstæður eru, umhverfisfótspor, lyfjanotkun og annað sem hefur þýðingu. Þetta er ekki ákall um að við hættum að flytja inn matvæli – enda flytjum við nú þegar inn um helming þess sem við neytum – en við þurfum að gæta að því sem við eigum ef við ætlum ekki að tapa því.

Óljós fyrirheit duga ekki til

Það hefur verið fjallað mikið um málið á þessum vettvangi. Saga þess er löng og verður ekki endurtekin hér. Það var þó ljóst að Alþingi hugðist fara aðra leið í málinu þegar það samþykkti matvælalöggjöf ESB árið 2009. Dómstólar voru á öðru máli og við því er ekkert að segja. Við virðum þá niðurstöðu þótt við séum ekki sammála henni. Sú staðreynd breytir ekki efnislegum rökum bænda í málinu. Af þeim sökum gerum við þá skýru kröfu að ef ekki verður hjá því komist að afgreiða málið þá sé í það minnsta tryggt að búið sé að útfæra og fjármagna þær aðgerðir sem fylgja því. Það er einfaldlega ekki raunin núna. Það þarf að klára verkið svo það skili árangri. Óljós og ófjármögnuð fyrirheit duga ekki til.

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það er ekki allt í lagi að stefna því í hættu. Vilji Alþingi sýna ábyrgð gagnvart íslenskum landbúnaði og innlendri matvælaframleiðslu verður að fresta gildistöku laganna.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...