Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Ljónsmakki, eða Lion‘s Mane, er meðal þeirra sveppa sem verslunin Hugur Studio selur sem duft eða dropa. Neytendastofa hefur kært verslunina fyrir óvarlegar fullyrðingar um áhrif varanna á heilsu.
Ljónsmakki, eða Lion‘s Mane, er meðal þeirra sveppa sem verslunin Hugur Studio selur sem duft eða dropa. Neytendastofa hefur kært verslunina fyrir óvarlegar fullyrðingar um áhrif varanna á heilsu.
Mynd / NCBioTeacher
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdráttalausar fullyrðingar um virkni sveppadropa og sveppadufts.

Í auglýsingum verslunarinnar var því meðal annars haldið fram að vörurnar framkölluðu ró, bættu svefngæði, lækkuðu kortisól og þar með streitustig, styðji við ónæmiskerfið og frumur líkamans með andoxunarefnum og dragi úr áhrifum og lyfjaþörf vegna ADHD. Þegar eftir því var óskað gat verslunin ekki veitt fullnægjandi sönnunargögn fyrir fullyrðingunum, sem Neytendastofa taldi afdráttalausar. Frá þessu er greint á vef Neytendastofu.

Stofnunin taldi fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna sem væru líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi tæki viðskiptaákvörðun sem viðkomandi hefði annars ekki tekið. Verslunin hyggst yfirfara allt sitt efni og stilla fullyrðingum fram í samræmi við reglur. Ekki verður notast við fullyrðingar um virkni varanna, heldur bent á möguleika þeirra að styðja við og styrkja líkamann.

Með heimild í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu telur Neytendastofa hæfilegt að leggja á rekstraraðila verslunarinnar Hugur Studio stjórnvaldssekt að fjárhæð 100.000 krónur sem verður greidd í ríkissjóð.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...