Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Ljónsmakki, eða Lion‘s Mane, er meðal þeirra sveppa sem verslunin Hugur Studio selur sem duft eða dropa. Neytendastofa hefur kært verslunina fyrir óvarlegar fullyrðingar um áhrif varanna á heilsu.
Ljónsmakki, eða Lion‘s Mane, er meðal þeirra sveppa sem verslunin Hugur Studio selur sem duft eða dropa. Neytendastofa hefur kært verslunina fyrir óvarlegar fullyrðingar um áhrif varanna á heilsu.
Mynd / NCBioTeacher
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdráttalausar fullyrðingar um virkni sveppadropa og sveppadufts.

Í auglýsingum verslunarinnar var því meðal annars haldið fram að vörurnar framkölluðu ró, bættu svefngæði, lækkuðu kortisól og þar með streitustig, styðji við ónæmiskerfið og frumur líkamans með andoxunarefnum og dragi úr áhrifum og lyfjaþörf vegna ADHD. Þegar eftir því var óskað gat verslunin ekki veitt fullnægjandi sönnunargögn fyrir fullyrðingunum, sem Neytendastofa taldi afdráttalausar. Frá þessu er greint á vef Neytendastofu.

Stofnunin taldi fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna sem væru líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi tæki viðskiptaákvörðun sem viðkomandi hefði annars ekki tekið. Verslunin hyggst yfirfara allt sitt efni og stilla fullyrðingum fram í samræmi við reglur. Ekki verður notast við fullyrðingar um virkni varanna, heldur bent á möguleika þeirra að styðja við og styrkja líkamann.

Með heimild í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu telur Neytendastofa hæfilegt að leggja á rekstraraðila verslunarinnar Hugur Studio stjórnvaldssekt að fjárhæð 100.000 krónur sem verður greidd í ríkissjóð.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...