Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Átakinu „Öruggur matur“ hleypt af stokkunum
Fréttir 23. apríl 2019

Átakinu „Öruggur matur“ hleypt af stokkunum

Höfundur: TB
Samtök bænda, afurðastöðvar og aðrir búvöruframleiðendur hafa tekið höndum saman og sett af stað fræðsluátak og kynningarherferð vegna breytinga sem aukinn inn­flutningur á búvörum hefur í för með sér. Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um afnám frystiskyldu á hráu kjöti var kveikjan að því að hagsmunaaðilar komu saman til þess að bregðast við.
 
Meginskilaboð herferðarinnar eru að Ísland er í einstakri stöðu þegar kemur að matvælaöryggi og gæðum í landbúnaði. „Tíðni dýrasjúkdóma er mun lægri hér en víðast annars staðar, sýklalyfjaónæmi er enn sem komið er ekki útbreitt vandamál hérlendis og gæði fæðunnar okkar er munaður sem við eigum að standa vörð um. Tíðni matarsýkinga á Íslandi er lág í alþjóðlegum samanburði,“ segir á vefsíðunni www.oruggurmatur.is og tekið fram að í reglum um innflutning matvæla eigi alltaf að setja matvælaöryggi í fyrsta sæti. 
 
Markmiðið er að fræða og fjalla um ýmis atriði sem lúta að öryggi matvæla, m.a. dýraheilbrigði, lýðheilsu, sýklalyfjaónæmi og gildi upprunamerkinga. Vefsíðan oruggurmatur.is er komin í loftið en auk hennar verða auglýsingar og myndbönd áberandi. Sérstök áhersla er lögð á að fræða og upplýsa um mikilvægi þess að vita hvaðan maturinn kemur, huga að heilnæmi og þeim framleiðsluaðstæðum sem viðgangast í matvælaframleiðslu víða um heim.
 
Þeir aðilar sem standa að átakinu kalla sig „Hóp um örugg matvæli“ en auglýsingastofan Hvíta húsið hannar markaðsefni. Í hópnum eru: Bændasamtök Íslands, B. Jensen, Félag eggjaframleiðanda, Félag hrossabænda, Félag kjúklingabænda, Félag svínabænda, Fjallalamb, Ísfugl, Kjarnafæði, Kjötafurðastöð KS, Landssamband kúabænda, Landssamtök sauðfjárbænda, Landssamtök sláturleyfishafa, Matfugl, MS Auðhumla, Nesbú, Norðlenska, Reykjagarður, SAM - Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði, Síld og fiskur, Sláturfélag Suðurlands, Sláturfélag Vopnfirðinga, Sláturhús KVH ehf. - SKVH og SMK - Samtök mjólkur- og kjötframleiðenda.
 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...