Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Átakinu „Öruggur matur“ hleypt af stokkunum
Fréttir 23. apríl 2019

Átakinu „Öruggur matur“ hleypt af stokkunum

Höfundur: TB
Samtök bænda, afurðastöðvar og aðrir búvöruframleiðendur hafa tekið höndum saman og sett af stað fræðsluátak og kynningarherferð vegna breytinga sem aukinn inn­flutningur á búvörum hefur í för með sér. Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um afnám frystiskyldu á hráu kjöti var kveikjan að því að hagsmunaaðilar komu saman til þess að bregðast við.
 
Meginskilaboð herferðarinnar eru að Ísland er í einstakri stöðu þegar kemur að matvælaöryggi og gæðum í landbúnaði. „Tíðni dýrasjúkdóma er mun lægri hér en víðast annars staðar, sýklalyfjaónæmi er enn sem komið er ekki útbreitt vandamál hérlendis og gæði fæðunnar okkar er munaður sem við eigum að standa vörð um. Tíðni matarsýkinga á Íslandi er lág í alþjóðlegum samanburði,“ segir á vefsíðunni www.oruggurmatur.is og tekið fram að í reglum um innflutning matvæla eigi alltaf að setja matvælaöryggi í fyrsta sæti. 
 
Markmiðið er að fræða og fjalla um ýmis atriði sem lúta að öryggi matvæla, m.a. dýraheilbrigði, lýðheilsu, sýklalyfjaónæmi og gildi upprunamerkinga. Vefsíðan oruggurmatur.is er komin í loftið en auk hennar verða auglýsingar og myndbönd áberandi. Sérstök áhersla er lögð á að fræða og upplýsa um mikilvægi þess að vita hvaðan maturinn kemur, huga að heilnæmi og þeim framleiðsluaðstæðum sem viðgangast í matvælaframleiðslu víða um heim.
 
Þeir aðilar sem standa að átakinu kalla sig „Hóp um örugg matvæli“ en auglýsingastofan Hvíta húsið hannar markaðsefni. Í hópnum eru: Bændasamtök Íslands, B. Jensen, Félag eggjaframleiðanda, Félag hrossabænda, Félag kjúklingabænda, Félag svínabænda, Fjallalamb, Ísfugl, Kjarnafæði, Kjötafurðastöð KS, Landssamband kúabænda, Landssamtök sauðfjárbænda, Landssamtök sláturleyfishafa, Matfugl, MS Auðhumla, Nesbú, Norðlenska, Reykjagarður, SAM - Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði, Síld og fiskur, Sláturfélag Suðurlands, Sláturfélag Vopnfirðinga, Sláturhús KVH ehf. - SKVH og SMK - Samtök mjólkur- og kjötframleiðenda.
 

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...